Í kosmísku samhengi

Nú veiti ég ekkert hvort þessi frétt á við rök að styðjast eður ei.  En í hinu "kosmíska samhengi " skiptir það í raun engu máli.

Það sem skiptir í raun meira máli er hvers vegna Íslendingar telja sér svo oft trú um að það sem gildir um nágrannalönd þeira, gildi ekki um Ísland?

Þegar talað er um að þátttaka sé hlutfallslega hærri í baráttu "Hins Íslamska ríkis", frá Norðurlöndunum, s.s. Finnlandi, Svíþjóð og Noregi, en löndum eins og Bretlandi og Frakklandi, þyrfti þá einhverjum að koma á óvart að einhver frá Íslandi berjist undir merkjum "Íslamska ríkisins"?

Internetið virkar ekkert síður á Íslandi en í öðrum löndum, en þar fer einmitt stærstur hluti af áróðursherferð og "meðlimasöfnun" hins "Íslamska ríkis" fram.

Það er ekkert sem bendir til þees að Íslenskir aðdáendur Allah séu minna ginkeyptir fyrir slíkum áróðri, eða friðsamari, en aðrir slíkir um víða veröld.

Að því sögðu, er rétt að benda þeim á sem um of hrífast af slíkum setningum, að það er heldur ekkert sem bendir til þess að meirihluti aðdáenda Allah hrífist af slíku rugli.

En það sem á sér stað í nágrannalöndunum, er allt eins líklegt til þess að eiga sér stað á Íslandi.

Þess vegna er full ástæða til þess að gefa því gaum og ef til vill að draga dulítinn lærdóm af.


mbl.is Íslendingur í Ríki íslams?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Einarsson

Hlítur að vera Vinstri Grænn eða Pírati.

Hörður Einarsson, 10.12.2014 kl. 19:35

2 identicon

Ástæðan fyrir því að Íslendingar trúa því að þeir séu einhver sérstök undantekning og að hræðilegir hlutir geti ekki gerst hér (, sem þeir sanna fyrir sér til dæmis með afar-hlutlausum og faglegum viðtölum við margfróða og algjörlega hlutlausa aðila eins og leiðtoga múslima á Íslandi, sem einhver sagði að ætti ákveðin skyldmenni þarna úti í heimi, er sú að þeir eru bara ekki mjög greindir. Greindarvísitala Ítala, Þjóðverja, Pólverja og ótal fleiri Evrópuþjóða mælist um 10 stigum hærri en Íslendinga. Fyrir utan að vera frekar heimskir, eða með meðalgreindarvísitölu sem er um 20 stigum lægri en meðalgreind fólks með BA gráðu, þá eru þeir fáfróðir og hafa ákveðin sterk einkenni sem þjóð eins og að vera mjög auðtrúa og auðblekktir. Þess vegna trúði ekki nokkur hræða hér að Íslendingar gætu verið fjárglæpamenn, hvað þá viðriðnir einhverjar mafíur eða vafasömu viðskipti. Ef þú þekkir bróður afa einhvers manns og hann var jafnvel með þér í MR eða KR, hvernig gæti það þá verið vafasamur maður? Fávitar skilja ekki slíkt. Fyrir utan veiklaða hugarstarfsemi, þá eru Íslendingar líka mjög ung og óreynd þjóð og trúa því í fávitaskap sínum að hér á landi séu engir stuðningsmenn hryðjuverkasamtaka, þegar hér á landi búa hundruðir manns sem styðja opinberlega ýmis samtök sem Bandaríkin og Evrópusambandið skilgreina sem hryðjuverkasamtök og jafnvel viðurkenna slíkt á samfélagsmiðlum eða veita þeim fé, en þar eru algengust Hamas samtökin. Stuðningsmenn samtaka með samskonar morðhugsjón, en metnaðargjarnari sem nær til fjöldamorða víða um heim eins og IS búa líka hér á landi, en þeir eru flestir bara andlegir stuðningsmenn þeirra. Ef við förum ekki að verða ögn skynsemi styttist í að þetta verði drauma og gósemland allskyns óaldarlýðs sem vantar bláeyga fávita sem lifa í ímynduðu Disneylandi til að blekkja og misnota á ýmsa vegu. 

slendingur (IP-tala skráð) 15.12.2014 kl. 09:44

3 identicon

Hugsið aðeins, til tilbreytingar, Íslendignar. Þegar ribbaldalýður og ómenni vaða uppi í löndum ens og Þýskalandi eða Ítalíu eða Póllandi eða hinum öðrum fjölmörgu þjóðum sem mælast hærri í greind en við, eða menn hafa áhyggjur af slíku, þá eru tekin viðtöl við virta stjórnmálafræðinga og sérhæfða félagsfræðinga í svona málum. Hvað er gert á Íslandi? Tekin viðtöl við trúarleiðtoga múslima? Gáfulegt, ekki satt? Og svona vinnubrögð borga Íslendingar fyrir með skattfé sínu. Hlutlaus, fræðileg og vönduð rannsóknarfréttamennska.

Við skulum líka bara gleyma því í millitíðinni hvað ákveðin önnur manneskja sagði í sjónvarpinu hérna einu sinni um hryðjuverk. Það er víst búið að taka það niður. 

Íslendingur (IP-tala skráð) 15.12.2014 kl. 09:49

4 identicon

Trúarleiðtogar eru ekki sérfræðingar í flóknum málum sem teymi félagsfræðinga/sálfræðinga/sagnfræðinga og stjórnmálafræðinga af hæstu gæðum leggur stund á dag og nótt við að reyna að skilja þarna út í hinum stóra heimi og alvöru fréttamenn tala við. Að tala við fáfróða amatöra bara afþví þeir eru af ákveðnu þjóðerni eða trú um grafalvarleg mál er í besta falli fávitaskapur og í versta falli furðulegt afbrigði af rasisma "Hann er arabi, svo hann hlýtur að vita þetta", svoleiðis hugsa erkifífl og mögulega leikskólabörn til sveita. Þetta er mógðun við þjóðina og sóun á tekjum hennar. 

Í flestum þeim löndum þar sem upp hefur komist um svona nýðingsverk og nýðinga, þá kemur það flatt upp á alla. Imanar og moskur sem talað er við kannast sjaldan sem aldrei við að svona hafi maðurinn verið innrættur. Hryðjuverkaaðild og stuðningi er haldið leyndum bara eins og barnanýði og af nákvæmlega sömu ástæðum. Það veit allt greint fólk, en fávitarnir á RÚV sem sturta fé landsmanna í klósettið greinilega ekki. 

Íslendingur (IP-tala skráð) 15.12.2014 kl. 09:52

5 identicon

Við þurfum líka að hafa annað í huga, jafnvel ÞEGAR Iman eða moska úti í heimi veit eitthvað þessu líkt upp á einhvern, að þessi eða hinn sendi nú smá peninga í þessi eða hin hryðjuverkasamtökin eða hafi sagt eitthvað grunsamlegt eða hegðað sér furðulega eða eigi skrýtin vopn heima hjá sér...Vitið þið hvað? Það er þagað yfir slíku vegna flókinna atriði sem varða hæfileika mannsins til sjálfsblekkingar, því að við viljum fæst trúa slæmu upp á okkar líka eða þá sem við umgöngumst og getum trúað furðulegust réttlætingum til að viðhalda sjálfsblekkingunni til að búa þær til. Og hin ástæðan, sem er ekki minni er ótti um orðspor moskunnar eða jafnvel minnihlutahópa sem gætu orðið fyrir aðkasti. Þess vegna spyrst svona seint út úr moskum eða frá vörum Imana, nema helst ef leyniþjónustur eru komnar í spilið og peningur á borðstólum, en hér á landi vantar enn allt slíkt. Bara af sömu ástæðum og barnanýð sem á sér stað innan ýmis konar safnaða spyrst seint út, og oft aldrei, eins og allir ættu að vita og hafa gert sér grein fyrir. Söfnuðurinn óttast álit annarra á trúarbrögðum sínum þegar slík mál koma upp, sem verða alvarlegri áhyggjur ef meirihlutinn er ethnískur minnihlutahópur og um álit annarra á þeim sem einstaklingum og þar með atvinnuöryggi sitt og félaglslega velgengni. Sem er skiljanlegt öllum nema fíflum sem tala um svonalagað við minnst hlutlausu aðila sem hugsast getur.

Íslendingur (IP-tala skráð) 15.12.2014 kl. 09:58

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Í sjálfu sér hef ég ekki stórar áhyggjur af þessu.  En flest af því sem á sér stað í "nágrannalöndunum" mun einnig eiga sér stað á Íslandi.

Hlutdrægni/lægni fjölmiðla og fréttamanna, kemur oft ekki hvað síst fram í vali þierra á viðmælendum.

En pólíska rétthugsunin er líka orðin það sterk víða, að margir veigra sér við að minnast á nokkuð sem getur fengið "hina rétthugsandi" til að draga upp rasista eða hatursumræðu stimplana.

G. Tómas Gunnarsson, 18.12.2014 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband