Órannsakanlegar leiðir lýðræðisins - Vinstri öfgaflokkur?

Það eru margir hissa á því að "erfingjar" A-Þýska kommúnistaflokksins njóti vinsæla í Þýskalandi.  En þeir hafa reyndar átt þokkalegu gengi að fagna í þeim hluta landsins sem var A-Þýskaland. 

Römm er sú taug gæti einhver sagt.

Það er vissulega skiljanlegt að þeim sem sættu ofsóknum af hendir A-Þýskra stjórnvalda þyki það ónotaleg tilfinning þegar flokkur sem inniheldur fyrrum meðlimi A-Þýska kommúnistaflokksins og starfsmenn STASI, kemst til valda.

Talað er um að allt að 2/3 af félögum Linke séu fyrrverandi félagagar í A-Þýska kommúnistaflokknum.

Minningarnar eru ljóslifandi og sárar.

En lýðræðið skilar ekki alltaf niðurstöðum sem eru okkur "þóknanlegar", og þó að meirihlutinnn sé naumur í þessu tilfelli, er hann afleiðing lýðræðislegra kosninga og samsteypustjórnar.

Víða í erlendum fjölmiðlum er tala um Linke sem "far left" stjórnmálaflokk.  Hver skyldi vera besta Íslenska þýðingin á því? 

Vinstri öfgaflokkur?

En ég get ekki séð að Íslenskir fjölmiðlar hafi af því miklar áhyggjur, eða telji það mikillar umfjöllunar virði.

Mér til gamans fór ég á vefsíðu RUV, en gat ekki fundið neina frétt um málið.  En líklega þykir það ekki fréttnæmt að "vinstri öfgaflokkur" leiði fylkisstjórn í Þýskalandi.

Ekki einu sinni þó að forseti Þýskalands lýsti því yfir að honum finndist erfitt að sætta sig við þessa niðurstöðu.

Sjálfur hef ég ekki af þessu stórar áhyggjur, ekki enn í það að minnsta kosti.

Ég hef trú á að lýðræðið standi þetta af sér.

 

 

 

 

 


mbl.is Arftaki kommúnistaflokksins tekur við völdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband