Auður innflytjenda

Það hefur mikið verið rætt um málefni innflytjenda undanfarin misseri, reyndar eins og oft áður.

Umræðan er mikil á Íslandi, en líklega enn sterkari víða um heim.

Í mörgum löndum er talað um að draga þurfi úr fjölda þeirra sem flytja til landsins, innviðirnir ráði ekki við innflæðið.

Aðrir tala um að nóg pláss sé til staðar og innflytjendur auðgi mannlífið og styrki efnahaginn.

Engan hef ég þó heyrt tala um að opna land algerlega fyrir innflytjendum, flestir virðast þeirrar skoðunar að einhver takmörk verði að vera. 

Í þeirri umræðu er þó rétt að hafa í huga að á EEA/EES svæðinu eru frjálsir flutningar fólks ein af grunnstoðunum, þó að vissulega séu takmörk fyrir því hvað dvelja má lengi, ef viðkomandi fær ekki atvinnu.

En um þessa óheftur flutninga er einnig deilt.

En í mínum huga er eitt sem er mun mikilvægara en hvað marga innflytjendur land vill hleypa inn, eða taka á móti.

Og það er hvernig tekið er á móti þeim, hvernig við metum þá og hvernig tekst til með aðlögun þeirra að samfélagi og vinnumarkaði landsins.  Og vinnumarkaðurinn er líklega mikilvægasti þáttur samfélagsins og sá sem ræður úrslitum um hvernig aðlögun tekst til hjá innflytjendum.

Og að mínu mati er það hvernig aðlögunin tekst til sem dæmir um hvort að innflytjendastefna viðkomandi ríkis er góð eða slæm, ekki fjöldinn af innflytjendum.

Þess vegna langar mig að vekja athygli á þremur fréttum af Vísi.is, sem á þakkir skyldar fyrir að fjalla um málið frá þessum sjónarhóli.

Kvensjúkdómalæknir í vinnu á leikskóla í átta ár

Eiga oft erfitt með að fá vinnu við hæfi: Dýralæknir í kjötvinnslu

Vongóð um að fá að starfa sem læknir

Setjum svo þessar fréttir í samhengi við t.d. þessa:

Af­lífa dýr vegna dýra­lækna­skorts

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband