Þegar atvinnuleysi er yfir 50% ....

Þegar atvinnuleysi á meðal ungs fólks á Spáni er yfir 50%, þarf enginn að undrast að unga fólkið hyggi á brottför.

Nú stendur atvinnuleysi á meða ungs fólks á Spáni í 55%. , þrátt fyrir að hafa sigið ofurlítið. Það er uggvænleg tala.

Það gengur lítið að ná atvinnuleysinu niður, þrátt fyrir að 100 þúsunda Spánverja, að stórum hluta ungt fólk hafi flutt á brott.

Talað er um að u.þ.b. 100.000 Spánverjar hafi flutt til Bretlands og Þýskalands árið 2013, og þá eru öll hin löndin ótalin.

Eurokreppan hefur verið djúp og landvinn á Spáni.  Aðeins hefur örlað á bata, með því að skera niður laun hefur landið náð aðeins að auka samkeppnishæfi sitt.

Tugþúsundir hafa misst húsnæði sitt og fasteignaverð er ennþá lágt eftir hrun.

Það þarf engum að koma á óvart að Spánverjar séu reiðubúnir til að hlusta á aðra en hina hefðbundnu stjórnmálaflokka.

En það er hætt við því að leiðin áfram verði erfið fyrir Spánverja.  Euroið blés í bóluna með of lágum vöxtum.  Peningamálastefna sem var ekki í takt við efnahagsstefnuna svipti þá samkeppnishæfninni.

Og þar sitja þeir og framtíð landsins er reiðubúin til að flytja á brott.

 

 

 

 


mbl.is Vilja úr landi í leit að vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessar tölur um atvinnuleysi ungmenna eru mjög villandi vegna þess að mjög margir á þessum aldri, jafnvel meirihluti, eru í námi. Hlutfall atvinnulausra af aldursflokknum er miklu lægra. Nám er líka vinna. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 25.11.2014 kl. 16:26

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þannig að þú heldur að Eurostat sé einfaldlega að reyna að birta eins svartar tölur og mögulegt er.

Hvernig er það á Íslandi, eru námsmenn taldir til atvinnuleysingja?

G. Tómas Gunnarsson, 25.11.2014 kl. 16:33

3 identicon

Nei, ég sagði ekki að þetta væri rangt heldur aðeins villandi.

Það er ekkert að því að gefa upp hlutfall atvinnuleysis meðal þeirra sem eru á vinnumarkaði eða í atvinnuleit.

Það er hins vegar rangt að bera slíka prósentu saman við prósentuna í öðrum aldursflokkum þar sem mjög fáir eru í námi.

Ef atvinnuleysi væri reiknað sem hlutfall af öllum aldurshópnum (einnig þeim sem eru í námi) er líklegt að atvinnuleysi í yngsta aldursflokknum væri svipað og hjá hinum eldri eða jafnvel minna.

Það er fjarri því að 55% Spánverja á aldrinum 18-30 gangi um atvinnulausir.

Ásmundur (IP-tala skráð) 25.11.2014 kl. 18:00

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er alveg rétt hjá þér.  Hlutfallið hjá ungu fólki 15 til 24 ára, sem var t.d. atvinnulaust árið 2012 var ekki "nema" um 20%, það er að segja einn af hverjum 5.

Eftir því sem ég kemst næst hefur það lítið breyst.

En það er ekkert verið í færslunni að bera það saman við aðra aldurshópa, heldur er fyrst og fremst auðvitað miðað við alþjóðlegan samanburð.

En atvinnuleysistölur (hvar sem er) eru viðmið, en ná aldrei yfir heildarmyndina, það er alltaf fjöldi fólks sem myndi vilja vinna ef það stæði til boða, en finnst samt ekki í atvinnuleysistölunum.

En ástandið á Spáni er skelfilegt.  U.þ.b. 6 milljónir manna atvinnulausar (þá er ég ekki að tala um ungt fólk).  U.þ.b. 1 af hverjum 4 sem eru á vinnumarkaði.

Það er í kringum 25% af vinnumarkaðnum.

En þeir hafa auðvitað ekki náð að "aðlaga sig að stöðugleika eurosins".

G. Tómas Gunnarsson, 25.11.2014 kl. 18:11

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Gleymdi að bæta því við að auðvitað er staðreyndin samt sú, að 55% af ungu fólki á vinnumarkaði er atvinnulaust.  Það er skelfilega staðreyndin.

G. Tómas Gunnarsson, 25.11.2014 kl. 18:12

6 identicon

Þegar gefnar eru upp atvinnuleysistölur fyrir mismunandi aldurshópa er óhjákvæmilega verið að bera þá saman.

Ungt fólk með litla sem enga reynslu og menntun er ekki eftirsóttur vinnukraftur. Öðru máli gegnir um ungt fólk með góða menntun en það stendur að mestu fyrir utan þann hóp sem hér er til meðferðar.

Það er því eðlilegt að atvinnuleysi í þessum tiltekna hópi sé meira en hjá öðrum.

Mikið atvinnuleysi á Spáni hefur lengi verið vandamál. Núverandi atvinnuleysistölur eiga sér hliðstæður frá því löngu fyrir núverandi kreppu og upptöku evru.

Ásmundur (IP-tala skráð) 25.11.2014 kl. 21:11

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Fyrst og fremst er verið að bera atvinnuleysi á milli landa saman.  En einnig verið að bera saman atvinnuleysi á milli mismunandi hópa á vinnumarkaði.

Það er líka þekkt að þegar erfitt er á vinnumarkaði eru margir í skóla lengur en ella, vegna þess að litla sem enga vinnu er að hafa, og mynda "falið atvinnuleysi".

En það er ekki síst menntað fólk sem er að flýja Spán þessa dagana.

Atvinnuleysi "í þessari lotu" hefur ekki verið meira á Spáni síðan á Francotímabilinu.  Það slæmt er ástandið nú.

Á fyrri hluta síðasta áratugar var atvinnuleysi á Spáni sögulega lítið (en það er rétt að atvinnuleysi á Spáni er að jafnaði hærra en í öðrum löndum). 

Þá voru flestir ekki seinir á sér að eigna "Sambandinu" og euroinu þennan frábæra árangur.  Staðreyndin var auðvitað sú (eins og víðar) að gnótt lánsfjár og óeðlilega lágir vextir (miðað við efnahagslífið á Spáni) bjó að baki.

Eðlilega springur svo bólan sem að euroið átti svo stóran þátt í að blása upp.

Þá er þetta allt Spánverjum sjálfum að kenna.

G. Tómas Gunnarsson, 26.11.2014 kl. 05:35

8 identicon

1994, fyrir tilkomu evru, varð atvinnuleysi á Spáni hærra en núna eða næstum 25%. Á seinni hluta níunda áratugarins varð atvinnuleysið næstum jafn mikið og núna.

Það er því alrangt að það þurfi að fara aftur til Franco-tímabilsins til að sjá atvinnuleysistölur af þessari stærðargráðu.

http://www.tradingeconomics.com/spain/unemployment-rate

Ásmundur (IP-tala skráð) 26.11.2014 kl. 08:20

9 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég ætla ekki að fullyrða hvernig staðan er "akkúrat í dag".  Þess vegna skrifaði ég "í þessari lotu".  En stðreyndin er sú að í henni hefur atvinnuleysið farið yfir 25%j og það hefur það ekki gert síðan á Francotímabilinu.

Munurinn er síðan auðvitað sá að á Francotímabilinu dró ekki að heitið gæti úr atvinnuleysinu vegna brottflutnings.

Það gerði það ekki heldur í neinni líkingu á þeim fyrri atvinnuleysistímabilum sem þú nefnir.

Sem aftur má draga þá ályktun af að ástandið sé í raun enn verra í dag, en það var þá.

G. Tómas Gunnarsson, 26.11.2014 kl. 09:17

10 identicon

Þetta eru hártoganir hjá þér.

Það sem skiptir máli er að atvinnuleysi á Spáni náði sömu stærðargráðu og í þessari kreppu bæði á níunda og tíunda áratugnum þrátt fyrir að þá var hvorki kreppa né evra.

Þess vegna er tómt mál að tengja mikið atvinnuleysi á Spáni við evru.

Ásmundur (IP-tala skráð) 26.11.2014 kl. 10:25

11 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er töluverður munur á því að atvinnuleysi sé 24% eða 27%, þó að hvoru tveggja sé auðvitað skelfilegt.

En það er auðvitað rétt að atvinnuleysi hefur oft verið skelfilegt á Spáni. 

En það er líka ljóst að þó að gríðarlegt innstreymi á lánsfjármagni á of lágum vöxtum, hafi náð að breyta því um stundarsakir, hefur hvorki "Sambandsaðild" eða upptaka euros, breytt því til langframa. 

Þó má eins og ég sagði áður færa rök fyrir því að ástandið sé jafnvel verra nú en oftast áður, vegna þess að nú hefur gríðarlegur fjöldi Spánverja flust á brott, bæði innan "Sambandsins", en einnig til annarra heimsálfa.

Samt er atvinnuleysið í hæstu hæðum.

Hvar er þá stöðugleikinn?  Hvar er "töfralausnin" við efnahagslegum óstöðugleika", eins og Árni Páll talaði um umsókn að "Sambandinu" væri?

G. Tómas Gunnarsson, 26.11.2014 kl. 10:45

12 identicon

Sá stöðugleiki sem Ísland fær með upptöku evru á auðvitað ekki við um stórþjóðir vegna þess að íslenskur óstöðugleiki er bein afleiðing af smæð gjaldmiðilsins. Ekki síst þess vegna er meiri fengur fyrir Ísland að ganga í ESB en fyrir stærri þjóðir.

Atvinnuleysið 1994 var tæp 25% en ekki 24% og tæp 27% þegar það var mest í þessari kreppu. Að munurinn skuli ekki vera meiri en um 2% er merkilegt vegna þess að undanfarin ár hefur ríkt dýpsta kreppa í heiminum síðan í kreppunni miklu sem hófst 1929. Getur verið að það sé evrunni að þakka að munurinn sé ekki meiri?

Atvinnuleysi á Spáni er nú 23.67% sem er lægra en það var mest á tíunda áratugnum en þá fór það upp í tæp 25% eins og áður segir.

Ásmundur (IP-tala skráð) 26.11.2014 kl. 14:33

13 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

 Atvinnuleysi þegar mest var var 26.94%.  Hæst var það í janúar 1994 24,55%.

Munurinn er því ekki 3%stig, heldur 2.39% stig.  Er það ekki munur upp á rétt um 9% (reiknaði það í huganum, þannig að það er ekki nákvæmt)?

Er það ekki þó nokkuð?

Það er líka líklegt að atvinnuleysistölur væru verulega hærri ef allur þessi fjöldi hefði ekki flutt burt frá Spáni nú.  Tölur um brottflutta eru mun hærri nú ef ég hef skilið rétt.

Það er nú svo kreppan hefur orðið hvað dýpst hjá euroþjóðunum, og margar stofnanir eins og til dæmi IMF hafa talað um að svæðið sé ein helsta ógn við efnahag heimsins.

Það er enda ekki bara Spánn sem hefur átt í verulegum vandræðum.

G. Tómas Gunnarsson, 26.11.2014 kl. 15:28

14 identicon

Það voru fólksflutningar á milli landa 1994 ekkert síður en núna. Annars hefur mér skilist að vandinn sé að Spánverjar flytjist lítið til annarra landa. Reyndar verð ég meira var við að menn flytji til Spánar til að vinna þar tímabundið.

Það er einfaldlega rangt að kreppan hafi orðið dýpst í evrulöndum almennt. Þetta á aðeins við um einstök evrulönd sem svo vill til að eru með evru. Ástandið þar hefur minnst með evru að gera.

Þetta sést ekki síst á því að þau fjögur til fimm lönd þar sem atvinnuleysi hefur verið minnst í ESB eru öll með evru. Efnahagsástandið þar er harla gott eins og í flestum öðrum evrulöndum.

Það er ekki bara á Spáni sem atvinnuleysið á níunda og tíunda áratugnum var af svipaðri stærðargráðu og undanfarin ár. Td á Írlandi, sem var með þriðja mesta atvinnuleysið, náði það aldrei sömu hæðum og á þessum tíma.

http://www.tradingeconomics.com/ireland/unemployment-rate

Þannig stenst áróðurinn gegn evrunni enga skoðun. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 26.11.2014 kl. 17:35

15 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

http://www.presstv.com/detail/2013/01/24/285268/eu-crisis-threatens-world-growth-imf/

Eurozone crisis threatens global economy: IMF

http://www.reuters.com/article/2011/11/28/us-oecd-economy-idUSTRE7AR0FQ20111128

Euro zone crisis biggest threat to global economy: OECD

http://www.businesseating.com/world-bank-euro-area-crisis-threatens-emerging-markets-washington-post/

World Bank: Euro-area crisis threatens emerging markets – Washington Post

Nokkrar fyrirsagnir frá 2011 til 2014 sem ég fann á fyrstu síðu með Hr. Google.

Brottflutningur frá Spáni var til staðar árið 1993, en ekkert í líkingu við það sem gerðist til dæmis 2011.

http://www.fdbetancor.com/wp-content/uploads/2013/05/migrationgdpunemployment.png

Talað er um að 700.000 hafi yfirgefið Spán (tölur frá 2013). Vandamálið er að það veit enginn þó hvað um marga er að ræða.  Þannig kemur fram í þessari grein að Spánn telji um 30.000, hafa flutst til Bretlands, en Bretland hafi skráð 113.000 innflytjendur frá Spáni. Flestir telja Bresku tölurnar áreiðanlegri, enda kerfið á Spáni ekki talið traustvekjandi.  Sama er með Þýskaland, sem telur sig hafa tekið á móti um 80.000 frá Spáni, en Spánn telur að um 17.000 hafi flutst til Þýskalands.

http://qz.com/131023/euro-crisis-wipes-out-spanish-immigration/

Það er ekkert nýtt að N-Evrópulöndin sé með lægsta atvinnuleysið. Staðreyndin er þó sú að atvinnuleysi á Eurosvæðinu er hærra heldur en í "Sambandinu".  Þó eiga lönd ekki að fá inngöngu á Eurosvæðið fyrr en þau hafa náð ákveðnum "þroska" ef svo má að orði komast í efnahagsmálum.   En eins og svo margt annað, hefur í raun ekkert verið að marka það.

G. Tómas Gunnarsson, 26.11.2014 kl. 18:21

16 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Svo þarf auðvitaða að hugsa um hlutskipti þeirra Spánverja sem eru þó það heppnir að hafa vinnu.

34% þeirra eru á lágmarkslaunum, 645 euro á mánuði. Tæpur helmingur þeirra hefur undir 1000 euro á mánuði.

Laun lækkuðu að meðaltali um 1.4% á milli 2012 og 13.  Höfðu lækkað árin á undan.

Samt hamrar IMF á því að lækka þurfi launin.

http://www.thelocal.es/20141121/one-third-of-spanish-workers-on-minimum-wage-employment-spain

G. Tómas Gunnarsson, 26.11.2014 kl. 18:53

17 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

http://fortune.com/2014/08/01/spain-unemployment-germany/

Hér er svo frétt um að Spánn sé einmitt ekki að skapa störf fyrir velmenntaða fólkið (sem dregst frá atinnuleysistölum ungmenna - mannstu), heldur sé störfin að skapast í láglauna störfum fyrir lítið menntaða. 

Talað er um að ef gengi eurosins myndi síga, ætti Spánn meiri möguleika, en við þeim blasi fjölmörg erfið ár.

G. Tómas Gunnarsson, 26.11.2014 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband