Ábyrgðarleysi að búa sig ekki undir fall eurosins

Það hefði verið mikið ábyrgðarleysi af hálfu stjórnvalda í ríkjum Eurosvæðisins hefðu þau ekki látið undirbúa áætlanir um hvernig þau tækju upp eigin gjaldmiðil.

Vissulega vildu ríkisstjórnir ríkja s.s. Þýskalands og Hollands halda í euroið og voru reiðubúin til að leggja mikið á sig til að svo gæti orðið.

En það var engan veginn tryggt að euroið myndi lifa af.

Því varð að vera til "plan B".

Sjálfsagt eru slík plön ennþá til og eru uppfærð miðað við þær breytingar sem orðið hafa og þykja sjáanlegar framundan.

Annað væri ábyrgðarleysi.

Því þó að euroið standi sterkari fótum nú, en árið 2012, eru ennþá ýmsar blikur á lofti. 

Ekki hvað síst er varðar pólítískan stöðugleika.

Og efnahagsvandmál, atvinnuleysið og verðhjöðnun eru sömuleiðis enn að finna í þeim veruleika sem Euroríkin horfast í augu við.

 


mbl.is Voru viðbúnir því að yfirgefa evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Evran er komin til að vera.

Það er ekki óhugsandi, þó ólíklegt sé, að einhver þjóð (eða þjóðir) taki aftur upp eigin gjaldmiðil og þarf myntbandalagið að vera undir það búið. Það er hins vegar ómögulegt að sjá hvernig það getur gerst að evran líði undir lok.

Gengi evrunnar hefur styrkst verulega frá því að hún var tekin upp bæði gagnvart bandaríkjadollar og pundi. Kannski er hún of hátt skráð. Allavega er ljóst að evruþjóðir munu þola vel verulegt gengisfall hennar. Lækkun á gengi evrunnar mundi bæta samkeppnisstöðu evrulanda gagnvart þjóðum utan myndbandalagsins.

Það hefur verið gífurlegur fengur í upptöku evru fyrir þær þjóðir sem hafa haft vit á að laga sig að þessum nýja veruleika. Einkum á þetta við um smáþjóðir sem búa nú við betri samkeppnishæfi en áður vegna aukins stöðugleika.

Hinn mjög svo eftirsótti stöðugleiki er afleiðing þess að ekki er lengur hægt að fella gengi gjaldmiðilsins. Þannig er helsti galli evrunnar að mati andstæðinga hennar í raun helsti kostur hennar.

Stöðugleikinn er ekki bara mikilvægur fyrir samkeppnishæfnina. Miklum sveiflum á gengi fylgja gífurlegar fjármagnstilfærslur frá hinum verr settu til hinna betur settu.

Þess vegna vilja flestir íslenskir auðmenn halda í krónuna.

Ásmundur (IP-tala skráð) 25.11.2014 kl. 16:49

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég held reyndar að því sé nokkuð öfugt farið.  Flestir "Íslenskir auðmenn" vilja taka upp euro. Sérstaklega þeir "Íslensku auðmenn" sem hafa auðgast á fjármálastarfsemi, frekar en t.d. í útflutningsgreinum.  En það er önnur saga.

Því euroið hefur hvað best varðveitt fé.  Fé í bönkum og þar fram eftir götunum.

Það verndar ekki kaupmátt, því í mörgum þeim löndum sem nota euro hefur þurft að lækka launin.  Það verndar ekki fasteignaeigendur, því að í fjölmörgum löndum Eurosvæðisins hefur fasteignaverð hrunið.

En þeir sem eiga fé í banka, þeir eru auðvitað með sitt nokkurn vegin á hreinu.

Euroið hefur ekki styrkst frá því að það var tekið upp.  Það hefur hins vegar staðið nokkurn vegin í stað. Frá upphafi hefur dollarinn tapað u.þ.b. 6% af verðmæti sínum gagnvart euroi.  Með all verulegum sveiflum þó, en styrkingin getur ekki talist veruleg. 

Sveiflurnar eru hins vegar all nokkrar, og ef ég man rétt, er munur á hæst gengi dollars gagnvart euro og því lægsta u.þ.b. 93%  Það er að segja að þegar best lét (fyrir þá sem áttu dollara) keypti hann u.þ.b. 1.2 euro, en þegar verst lét keypti dollar aðeins tæp 63 sent.

Það er all nokkur munur á 15 árum.

Þegar gengi dollars gagnvart euroi er skoðað er hægt að draga þá ályktun að það hafi fyrst og fremst stjórnast af því hvernig Bandaríkjunum og Þýskalandi hefur vegnað.

Það má líka segja að þeim ríkjum Eurosvæðisins sem best hefur tekist að aðlaga sig að Þýskalandi hafi vegnað ágætlega, öðrum ekki.

Það má eiginlega segja að í það minnsta helmingur landa Eurosvæðisins eigi í erfiðleikum með þá aðlögun.

Það er líklega ekki hvað síst vegna þess að euroið stjórnast og hefur stjórnasta meira af pólítík en hagfræði.

Hvort að euroið er komið til að vera eða ekki er opin spurning.

Eins og kemur fram í fréttinni, og margir skrifuðu um 2012 og hafa skrifa um síðan, munaði ekki miklu að það springi.  Nóg var hættan til að þjóðir eins og Þýskaland og Holland létu vinna "plan B".  Líklega hafa fleiri þjóðir gert það.

Þau að seðlabanki Evrópusambandsins hafi að mörgu leyti staðið sig vel í baráttunni, er engin trygging fyrir því að euroið lifi, þó að ekkert bendi til þess akkúrat á þessari stundu að það hverfi.

G. Tómas Gunnarsson, 25.11.2014 kl. 17:59

3 identicon

Hvað áttu við með að litlu hafi munað að evran springi? Hvernig hefði það lýst sér?

Ef traust á ákveðinn gjaldmiðil minnkar eykst fjöldi þeirra sem vilja losa sig við hann og gengið lækkar. En vegna útbreiðslu evrunnar eru engar líkur á hamförum eins og með krónuna.

Að sjá fyrir sér að evran springi er kostuleg framtíðarsýn þeirra sem vilja hana feiga.

Það er auðvelt að færa rök fyrir því hvernig auðmenn geta hagnast á sveiflum á gengi krónunnar á kostnað almennings. Flestir þeirra eru svo gráðugir að þeir sjá ekkert athugavert við það.

Ég man eftir að hafa hlustað á þekktan auðmann lýsa því í útvarpi af miklum fjálgleik hvernig hann græddi á þessum sveiflum í aðdraganda hrunsins og í því.

En auðvitað eru til heiðarlegar undantekningar.

Ásmundur (IP-tala skráð) 25.11.2014 kl. 21:47

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það hefur margsinnis komið fram í fréttum hversu nálægt því euroið komst að "springa".  Það er að segja að samstarfið myndi "springa", euroið yrði "leyst upp" ef svo má að orði komast og þjóðirnar myndu þá taka upp sinn eigin gjaldmiðil.

Það er engin "kostuleg framtíðarsýn", heldur einfaldlega staðreynd.

Það var m.a. þess vegna sem Þýskaland og Holland (og líklega fleiri þjóðir) gerðu ráðstafanir til að taka upp eigin gjaldmiðil.  Vegna þess að á þeim tímapunkti var framtíð eurosins í "miklum vafa", svo að við komumst ekki sterkar að orði.

G. Tómas Gunnarsson, 26.11.2014 kl. 05:16

5 identicon

Þó að einstakar þjóðir búi sig undir að geta skipt um gjaldmiðil er það engin vísbending um að gjaldmiðillinn sé að "springa".

Þetta er einfaldlega merki um góða stjórnun sem Íslendingar mættu læra af. Góð stjórnun felst meðal annars í að vera við öllu búinn, einnig því ólíklegasta.

Ef evran verður ekki lengur til, gerist það þannig að um það verður tekin sameiginleg ákvörðun. Hún mun aldrei springa. Ef evran hverfur verður það vegna þess að hún sameinast öðrum stórum gjaldmiðli. Ekkert slíkt er þó fyrirsjáanlegt.

Ef gjaldmiðill nýtur ekki lengur trausts hrynur gengi hans. Þó að gengi evrunnar, eins og annarra stórra gjaldmiðla, hafi farið upp og niður hefur hann alveg frá því að kreppan hófst alla tíð verið í góðum málum gagnvart helstu gjaldmiðlum heims.

Það er skýrasti vitnisburðurinn um að það eigi ekki við nein rök að styðjast að evran hafi verið við það að springa .

Ásmundur (IP-tala skráð) 26.11.2014 kl. 10:15

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Euroið, eða eurosamastarfið (nokkuð sami hluturinn) var talið í hættu á að "springa" og raunar ólíklegt að Þjóðverjar og Hollendingar hefðu yfirgefið það nema einmitt það hefði gerst.

Og þeim þótti nauðsynlegt og skynsamlegt að undirbúa sig undir það.

Ef ríkin hefðu t.d. ákveðið eitt af öðru að yfirgefa samstarfið, er líklegt að euroið hefði "sprungið" á til þess að gera fáum mánuðum.

Svo lengi sem Þýskaland heldur sig við euro, mun það njóta verulegs trausts.

Það er hagur margra (ekki bara innan Eurosvæðisins) að euroið haldist frekar hátt skráð.  Það tryggir þokkalegan kaupmátt á innfluttu "dóti", jafnvel þó að efnahagsástandið sé upp og ofan.

Á undanförnum vikum hafa birst nokkur fjöldi vandaðra fréttaskýringa um hvað "tilvera" eurosins stóð tæpt um hríð.  Þessar fréttir af Þjóðverjum og Hollendingum gera ekkert annað en að styðja þær.

En þú getur farið með möntrurnar þínar eins lengi eins og þig lystir, það fer lítið í taugarnar á mér.

G. Tómas Gunnarsson, 26.11.2014 kl. 10:53

7 identicon

Vinsamlegast komdu með hlekki á vandaðar fréttaskýringar um að evran hafi verið við það að springa.

Og útskýrðu fyrir mér hvernig það getur gerst að gjaldmiðill, sem er við það að springa, hefur styrkst gagnvart bandaríkjadollar og bresku pundi.

Vandamál tengd evru eru eðlilegir byrjunarerfiðleikar. Enginn verður óbarinn biskup. EMU lærir af reynslunni svo að lokum hafa erfiðleikarnir leitt til að evran hefur styrkst nægjanlega til að sinna hlutverki sínu vel og örugglega.

Af hverju notarðu ekki íslenska orðið yfir evru? Ég hef aldrei séð euro notað í íslenskum texta nema hjá þér.

Ásmundur (IP-tala skráð) 26.11.2014 kl. 14:59

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

http://www.ft.com/indepth/how-euro-was-saved

Hér er einn hlekkur sem ég hafði í minni ....  

Síðan nóv 2012, þegar Eurokreppan stóð sem hæst, hefur euroið ekki styrkst gagnvart dollar, þó að það hafi vissulega gert það á tímabili.

http://fxtop.com/en/historical-exchange-rates.php?A=1&C1=USD&C2=EUR&DD1=31&MM1=10&YYYY1=2012&B=1&P=&I=1&DD2=26&MM2=11&YYYY2=2014&btnOK=Go!

Það á sér auðvitað margar skýringar. Auðvitað er marg búið að "leysa" Eurokreppuna og Juncker er að gera það eina ferðina enn núna, ef marka má fréttir.

En Seðlabanki Evrópusambandsins hefur eins og ég hef áður sagt staðið sig býsna vel.

Svo koma inn í kaup "hagsmunaaðila" eins og Kínverja, og einnig t.d. Svissneska seðlabankans sem keypti euro eins og enginn væri morgundagurinn á tímabili.  Bara til að nefna örlítinn hluta af skýringunum.

Hvað varðar notkun mína á orðinu euro, þá nota ég hvorki evra eða dalur. Ég nota euro og dollar. 

Á einhverju tímabili notaði ég orðið evra, en fannst það eiginlega hjákátlegt.  Þess utan, ef svo illa færi að Ísland myndi taka upp euro, þá myndi ekki standa "evra" á seðlunum.  Það yrði euro.

Spáin fyrir framtíðarkross á dollar/euro er euroinu ekki hagstæður, en það þarf ekki að vera slæmt fyrir Eurosvæðið.  Staðreyndin er auðvitað sú að euroið er bæði van og ofmetið, eftir því hvaða land svæðisins er rætt um.

G. Tómas Gunnarsson, 26.11.2014 kl. 15:15

9 identicon

Gjaldmiðill, sem er við það að springa, hrynur og það fljótt. Það getur nákvæmlega ekkert komið í veg fyrir það. Það er hægt að hægja á hruninu en ekki stöðva það. Það sem þú nefnir hefur ekkert að segja í þessu sambandi.

Áróðurinn gegn evrunni á sér skýringar. Bæði Bandaríkjamenn og Bretar vilja hana feiga. Hún ógnar stöðu bandaríkjadollars sem helsta viðskiptagjaldmiðils heims og veikir pundið sem hefur orðið áð lúta í lægra haldi fyrir evrunni.

Bandaríkjamenn og Bretar nánast einoka alþjóðlega efnahags- og fjármálaumræðu í Evrópu vegna þess að hún fer fram á tungumáli þeirra auk þess sem City og Wallstreet hafa mikið vægi í þessu sambandi.Þetta skýrir allar hrakspárnar sem hafa misst marks.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 27.11.2014 kl. 09:37

10 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Alls ekki, þá að talin hafi verið veruleg hætta á því að Eurosvæðið liðaðist í sundur og euroið hyrfi eða "springi", þá var það hvorki né er óumflýjanlegt.

Og það tókst að bjarga því, í það minnsta um sinni.  Meðal annars eins og hefur komið fram með góðri vinnu í Seðlabanka Evrópusambandsins og með verulegri aðstoð frá Bandararíska seðlabankanum.  Það er reyndar allt eins líklegt að fjármálakerfið í Evrópu hefði farið algerlega á hliðina og þá allt eins líklega euroið með, hefði Bandaríski seðlabankinn ekki verið til í "geimið". 

Það ætti að nægja til þess að lélegar samsæriskenningar um "hatur" USA á euroinu, séu ekki teknar alvarlega.

G. Tómas Gunnarsson, 27.11.2014 kl. 11:42

11 identicon

Hér er um hreina hagmunagæslu að ræða og því fráleitt að tala um samsæriskenningar. Enginn vafi er á því að evran ógnar bæði Bandaríkjunum og Bretum hvorn með sínum hætti.

Þegar þannig háttar til litast málflutningurinn af hagmununum og áróðurinn verður ómarktækur. Tilgangurinn helgar meðalið. Þegar einmitt þessir sömu aðilar nánast einoka umræðuna þá verður til "sannleikur" sem stenst enga skoðun.

Ásmundur (IP-tala skráð) 28.11.2014 kl. 08:08

12 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er ljóst að Bandaríski seðlabankinn taldi það ekki þjóna hagsmunum sínum eða Bandaríkjanna að láta euroið "gossa", heldur tók hann mikinn þátt í því að bjarga því og sumir vilja meina að því hefði ekki verið bjargað án þátttöku hans.

Bandaríkin hafa enga sérstaka hagsmuni af því að euroið hverfi.

Það er eins með Svissneska seðlabankann. Hann hefur ekki keypt hundruð milljarða euroa í neinum annarlegum tilgangi.

Hann er einfaldlega að tryggja að Svissneski frankinn styrkist ekki gegn euroi umfram ákveðið mark.  Það tryggir ákveðið samkeppnishæfi Svissneskra útflytjenda.

Því hefur hann prentað franka eins og enginn sé morgundagurinn og keypt euro.  Haldið gengi euros í raun hærra en það ætti að vera.

Ekkert samsæri, heldur einfaldlega ákveðin klókindi.

G. Tómas Gunnarsson, 28.11.2014 kl. 08:34

13 identicon

Bandaríski seðlabankinn hefur engin áhrif á umræðuna. Hvað hann gerir breytir ekki þeirri staðreynd að evran hefur grafið undan dollar í alþjóðlegum viðskiptum og mun halda því áfram.

Að lokum gæti dollarinn farið halloka gagnvart evru enda íbúar ESB-landa yfir 500 milljónir á móti rúmlega 300 milljónum bandaríkjamanna. Það er því skiljanlegt að Bandaríkjamenn vilji evruna feiga.

Sama á við um Breta enda hefur staða pundsins veikst verulega með tilkomu evrunnar. Hér er ekki um neitt samsæri að ræða heldur einungis fyrirsjáanleg viðbrögð við ákveðnum aðstæðum.

Kaup Svissa á evrum er traustsyfirlýsing á evru. Þó að vissulega hafi tilgangurinn verið að koma í veg fyrir hækkun á gengi frankans þá hefðu þeir keypt pund, dollar eða annan gjaldmiðil ef þeir hefðu haldið að evran væri við það að springa.

Ásmundur (IP-tala skráð) 28.11.2014 kl. 15:12

14 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Svisslendingar keyptu euro, vegna þess að þeir töldu sig verða að halda uppi gengi þess.  Áhættan er ekki eins mikil og hún lítur út fyrir að vera, enda verða Þýsk ríkisskuldabréf greidd, hvort sem það yrði í euroum eða mörkum.  Ef að markið tæki við myndu Svisslendingar kaupa það. Þeir hafa littlar áhyggjur af samkeppnishæfi sínu við Grikkland, Spán, eða Portugal.  Þeir hafa fyrst og fremst áhyggjur af samkeppnishæfi sínu gagnvart Þýskalandi.

Það eru engir ríkir hagsmunir fyrir Bandaríkin að euroið hverfi, til skamms tíma myndu auðvitað mikið af fjármunum flýja yfir í dollar, slíkt gerist alltaf þegar mikill órói er á mörkuðum.

En staðreyndin er sú að gjaldmiðill Þýskalands myndi hægt og rólega taka yfir hlutverk eurosins.  Sú þróun var reyndar byrjuð áður en euroið kom til sögunnar.  Þýska markið þótti enda gott, og efnahagsstjórnunin styrk.

Þannig t.d. í A-Evrópu, var Þýska markið alltaf aðalgjaldmiðillinn og ríki eins og Eistland, nýsloppið undan helsi Sovétsins, bundu gjaldmiðil sinn við Þýska markið.  Það var enda að mörgu leyti, miðað við kringumstæður, rökrétt ákvörðun.

G. Tómas Gunnarsson, 28.11.2014 kl. 16:26

15 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Gleymdi að minnast á það að almennt er talið að Svisslendingar muni tapa á þessum euro kaupum sínum þegar upp verður staðið.  En það er einfaldlega fórnarkostnaður sem þeir hafa ákveðið að sætta sig við, til að varðveita samkeppnishæfi landsins.

Það kostar hvort eð er ekki mikið að búa til Svissneska franka í tölvunni.

G. Tómas Gunnarsson, 28.11.2014 kl. 16:28

16 identicon

Svisslendingar óttuðust að gengi frankans myndi hækka svo mikið að samkeppnishæfni þeirra myndi skaðast.

Gengi gjaldmiðla er í raun ekkert annað en verðgildi þeirra í hlutfalli við verðgildi annars gjaldmiðils. Þess vegna er það í raun sami hluturinn að halda gengi frankans niðri og að halda gengi evru uppi ef evrur eru keyptar fyrir franka.

Aðalatriðið er þó það að Sviss hefði aldrei getað haldið gengi dollarans uppi ef hann hefði verið við það að springa. Kaup Svisslendinga á evrum eru því ótvíræð traustsyfirlýsing á framtíð evrunnar.

Að sjálfsögðu þurfa ríki að standa við sínar skuldbindingar þó að þau skipti um gjaldmiðil. Hins vegar er það mikið hættuspil að sitja uppi með mikið fé gjaldmiðli sem er við það að springa

Ásmundur (IP-tala skráð) 28.11.2014 kl. 17:10

17 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Dollarinn getur í sjálfu sér ekki sprungið eins og euroið.  Það gerir mismunirinn á mynt þjóðar og myntbandalagi.

Það er alveg rétt, að hefðu Svisslendingar ekki ákveðið að kaupa "ótakmarkað magn" af euroum, hefði gengi euroins sigið svakalega, ef ekki hreint út sagt hrunið (það er stórt gengissig eða fall).

Þannig átti Sviss sinn þátt í því að "bjarga euroinu".  Þeir vildu eins og þú segir, halda gengi eurosins uppi og frankans síns niðri.  Eins og allir vita er (nema margir eurospekingarnir finnst mér oft á tíðum) er (of) hátt gengi alls ekki nein blessun.

Það að "lítið" land eins og Sviss geti haldið gengi euros uppi (sem það gerði þó vissulega ekki eitt) er ekki traustsyfirlýsing fyrir euroið.

Fræðilega getur Sviss haldið gengi dollars uppi (og hefur tekið þátt í slíkum aðgerðum), en ef að Seðlabanki Bandaríkjanna kærði sig ekki um slíkt, væri það í raun engin leið fyrir Svissledningana.  Bandaríkin eru það mikið sterkari.

Það er ekki mikið hættuspil að sitja með mikið af ríkisskuldabréfum Þjóðverja, þó að þau séu í euroum.

Ef euroið springur, er ekki gott að segja að gengi Þýska marksins yrði ákveðið í skiptunum (þó er til ákveðið gengi enn), en markið myndi næsta örugglega styrkjast, öfugt við flestur myntir annara þjóða á Eurosvæðinu.

Þýsk skuldabréf gætu því mjög líklega (ekkert er öruggt) skilað góðum hagnaði.

Þess vegna bera Þýsk skuldabréf mun lægri vexti en skuldabréf annara ríkja á Eurosvæðinu.

G. Tómas Gunnarsson, 28.11.2014 kl. 18:18

18 identicon

Með því að kaupa evrur lækkaði gengi frankans gagnvart evrum og gengi evru gagnvart franka hækkaði. Þessi kaup Sviss höfðu hins vegar mjög lítil áhrif á gengi evrunnar gangvart ensku pundi, bandaríkjadollar eða öðrum gjaldmiðlum en svissneskum franka.

Vegna þess hve Sviss er fámennt land, þótt auðugt sé, hefur það ekki bolmagn til að hafa nein veruleg áhrif á gengi evrunnar nema gagnvart eigin gjaldmiðli. Þess vegna er það af og frá að Sviss hafi bjargað evrunni frá falli með kaupum á evrum eða yfirleitt getað það.

Það má líkja þessu saman við stórframkvæmdir á Íslandi.Þá hækkar gengi krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum vegna þess að erlendu lánsfé til framkvæmda er skipt í krónur.

Jafnvel þó að lánsféð sé að öllu leyti í sama gjaldmiðli hefur það engin áhrif á gengi þess gjaldmiðils gagnvart öðrum gjaldmiðlum en krónu vegna þess hve lánsféð er lítið sem hlutfall af erlendu gjaldmiðlunum.

Auðvitað er Sviss margfalt stærra en Ísland. En munurinn í þessu sambandi er sá að meðan að kaup á krónum hefur engin áhrif á innbyrðis gengi annarra gjaldmiðla hefur sala á frönkum óveruleg áhrif.

Hitt er ljóst að þetta voru mikil evrukaup á svissneskan mælikvarða sem hefðu auðvitað aldrei átt sér stað nema vegna þess að evran naut trausts hjá Svisslendingum.

Ásmundur (IP-tala skráð) 28.11.2014 kl. 22:27

19 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Auðvitað hefur gengi gjaldmiðils gegn einum gjaldmiðli, áhrif á gengi hans gagnvart öðrum.  Það segir sig eiginlega sjálft.  Annars skapast misræmi sem auðvelt er að notfæra sér.  Euroið hélt því ekki aðeins styrk sínum gegn Svissneska frankanum, heldur einnig gagnvart öðrum myntum.  Sem eðlilegt er, vegna þess að Sviss bjó til mikla eftirspurn eftir euroum.

Sviss er auðugt land og hefur keypt ótrúlegt magn af euroum. Svo dæmi sé tekið hefur Sviss næsta örugglega keypt svipaða eða hærri upphæð heldur en Juncker og félagar vonast til að nýi "Björgunarsjóðurinn" verði á endanum.

Upphæðin er líklega á nær 20föld sú upphæð sem "Sambandið" ætlar að leggja fram.

Og Juncker og félagar eru að vonast eftir að þetta hafi áhrif ekki satt?

En auðvitað kostar það Sviss ekki mikið að "búa til franka" í tölvunni, og kosturinn er sá að þetta fer ekki mikið út í efnahaginn, vegna þess að mikið af því er einfaldlega parkerað í Sviss.

Euroið naut í sjálfu sér ekki svo mikils trausts hjá Sviss, þeir töldu sig þurfa að hífa upp gengi þess til að halda samkeppnishæfi sínu.

Þeir kaupa svo mestmegnis Þýsk (og annarra N-Evrópulanda) skuldabréf, sem þeir telja að verði greidd, hver sem gjaldmiðillinn verður.

Þeir munu því aldrei þurfa að sætta sig við alvarlegt tap, þó að það gæti vissulega orðið eitthvað.

Það eru ríkin og efnahagsstjórnunin hjá ríkjunum sem skapa traustið.  Ekki gjaldmiðillinn, og það skiptir í raun engu máli hvað hann heitir.

Þess vegna er talað um að það verði að hafa sameiginlega skuldabréfaútgáfu hjá Euroríkjunum, vegna þess að sum ríki njóta lítils traust, þó að þau gefi út skuldabréf í euroum, á meðan önnu njóta mikils og myndu gera það burtséð frá því í hvaða gjaldmiðli þeirra skuldabréf eru.

G. Tómas Gunnarsson, 29.11.2014 kl. 08:23

20 identicon

Jafnvel þó að Sviss hefði ómælt fé til að hafa áhrif á gengi evrunnar gagnvart franka þá verða áhrifin á gengi annarra gjaldmiðla alltaf hlutfallslega mjög lítil.

Ef Svisslendingar myndu kaupa svo gífurlega mikið magn af evrum að það hefði veruleg áhrif á gengi evru gagnvart öðrum gjaldmiðlum myndi svissneski frankinn lækka svo gífurlega að það myndi stórskaða Sviss.

Ef Svisslendingar kaupa svo mikið af evrum að gengi evrunnar gagnvart svissnesku franki hækkaði um 20% þá mundi gengi evrunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum varla hækka meira en 1%. Gengi svissneska frankans myndi einnig falla mikið gagnvart öðrum gjaldmiðlum en evru.

Það skiptir engu máli hvort Svisslendingar kaupa evrur eða örugg skuldabréf í evrum. Áhættan er hin sama. Gjaldmiðill sem er við það að springa hrynur áður en annar gjaldmiðill tekur við af honum. Skiptigengið verður því mjög lágt.

Eigendur evra eða skuldabréfa í evrum munu því tapa miklu fé ef gengi evrunnar hrynur. Svisslendingar eru annálaðir fyrir fjármálavit. Mikil evrukaup þeirra eru því óhjákvæmilega traustsyfirlýsing á evru.

Ásmundur (IP-tala skráð) 29.11.2014 kl. 10:44

21 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Svisslendingar hafa líklega (án þess að ég viti svo mikið um það) keypt mismunandi löng skuldabréf Þjóðverja (og nokkurra annara ríkja).  Áhættan af slíku er svo gott sem engin (en ekkert er áhættulaust), sem sést best á því að á sumum bréfum Þjóðverja hafa verið neikvæðir vextir.

Þar sést mat markaðarins á líkunum á því að Þjóðverjar borgi ekki skuldir sínar.  Ef það væri fyrst og frem trú á gjaldmiðlinum, væru önnur euroríki með sömu eða mjög svipaða vexti.  Svo er ekki.

Sviss hefur í sjálfu sér ótakmarkað af frönkum til að kaupa euro fyrir. Hvar heldur þú að þeir hafi fengið þá franka sem þeir hafa keypt fyrir hingað til?  Eignastaða seðlabanka þeirra hefur bólgnað út, þeir voru ekki að breyta öðrum eignum í euro.

Svisslendingar sögðust einfaldlega kaupa hvað sem þyrfti af euroum til að halda í það minnsta genginu 1.2 (ef ég man rétt).  Þeim var alveg sama þó að euroið yrði sterkara.

Rétt eins og Draghi sagðist gera hvað eina (eða allt) sem þyrfti til að bjarga euroinu.

Bæði orð Svisslendinga og Draghis höfðu gríðarleg áhrif.

Gengi eurosins hækkaði (eða lækkaði minna, eftir því hvað við á) gagnvart öllum öðrum gjaldmiðlum vegna kaupa Svisslendinga.  Aukin eftirspurn eftir euroum (sem Svisslendingar bjuggu til) tryggði það.

Ef euroið springur, og ákveðið gengi nýrra/gamalla gjaldmiðla verður sett gegn euroinu, er næsta víst að gengi Þýska marksins verður með þeim hætti, og/eða mun styrkjast, þannig að þeir sem eru með Þýsk skuldabréf í höndunum munu líklega frekar hagnast en tapa.

Það gæti brugðið til beggja vona með skuldabréf frá Euroríkjum, lang hættulegust væru líklega skuldabréf frá S-Euroríkjunum.

Svisslendingar töldu sér ógnað, ef euroinu yrði leyft að síga eins og markaðurinn stefndi í og að.

Því gripu þeir inn í.  Það er engin sérstök traustsyfirlýsing, heldur sjálfsvörn.

G. Tómas Gunnarsson, 29.11.2014 kl. 12:20

22 identicon

Lágir vextir í Þýskalandi (jafnvel neikvæðir) sýna traust á evru.

Mun hærri vextir í sumum öðrum evrulöndum skýrist af stöðu þeirra sem er mun erfiðari en Þýskalands. Vaxtamunurinn er vegna þess að það eru meiri líkur á þær standi ekki í skilum.

Ef evran væri eða hefði verið við það að springa hefðu öll evrulöndin búið við háa vexti vegna þeirrar áhættu sem fylgdi gjaldmiðlinum.

Auðvitað er áhættan mikil af að kaupa ótraustan gjaldmiðil eða skuldabréf í ótraustum gjaldmiðli jafnvel þó að skuldabréfin séu til langs tíma.

Í fyrsta lagi er óvíst um varanlegar afleiðingar á þjóðir sem lenda í slíkum hremmingum sem hrun gjaldmiðils veldur.En jafnvel þó staðan jafni sig að lokum getur það tekið langan tíma.

Tapið verður samt mikið vegna þess að gjalddagar eru oftast með jöfnu millibili yfir lánstímann.

Enginn með viti kaupir evrur eða skuldabréf í evrum í miklum mæli til langs tíma nema hann beri traust til gjaldmiðilsins. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 29.11.2014 kl. 14:27

23 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Akkúrat, staða landanna er mun erfiðari en Þýskalands, þrátt fyrir að þau noti sama gjaldmiðilinn.  Þar af leiðir sú einfalda og rökrétta ákvörðun að að er ríkið/þjóðin sem skapar traustið, en ekki gjaldmiðilinn.

Basic stöff.

Þýskaland myndi ekki búa við háa vexti,þó að það byggi við eigin gjaldmiðil.

Gjaldmiðilinn skiptir ekki máli, ef viðkomandi treystir því að viðkomandi ríki, greiði andvirði skuldabréfsins.

Fyrir Svisslendinga skiptir það meira máli að halda uppi gengi eurosins, heldur en hvort þeir tapi á "fjárfestingunni".  Þetta eru eftir allt bara "seðlabankapeningar".

G. Tómas Gunnarsson, 29.11.2014 kl. 14:43

24 identicon

Þetta er ekki rökfræði upp á marga fiska enda dregurðu þá ályktun að úr því að efnahagsástand í mismundi evruríkjum hefur áhrif á vexti þeirra þá hafi ekkert annað áhrif á þá.

Að halda því fram að gjaldmiðillin hafi ekki nein áhrif á vexti er furðulegt af Íslendingi. Vegna ónýtrar krónu höfum við búið við miklu hærri vexti en evruþjóðir.

Þetta er gott dæmi um þá afneitun sem Íslendingar eru haldnir. Ég hef lítið orðið var við að helstu fórnarlömb krónunnar vilji losna við hana. Þeir vilja bara losna við verðtrygginguna sem myndi gera ástandið enn verra.

Úr því að ótraustur gjaldmiðill Íslands veldur háum vöxtum benda lágir vextir í Þýskalandi til þess að landið búi við traustan gjaldmiðil.

Ásmundur (IP-tala skráð) 29.11.2014 kl. 17:53

25 identicon

Það er jafnslæmt að tapa "seðlabankapeningum" og öðrum peningum.

Þegar seðlabanki prentar peninga verða ekki til ný verðmæti. Þegar frönkum fjölgar með seðlaprentun minnkar verðgildi hvers franka. Þegar ríkið tapar "seðlabankapeningunum" hverfa þeir ekki af markaði. Þeir komast í eigu annarra.

Þetta er því alvörutap. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 29.11.2014 kl. 18:30

26 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það vill enginn tapa peningum.  Hvorki "seðlabankapeningum" né  öðrum.  En það er enn verra, ef landið tapar samkeppnishæfi, atvinnuleysi rýkur upp, fólk fer að flytjast á brott, verðhjöðnum gerir vart við sig o.s.frv.

Það er það sem Sviss taldi sig horfast í augu við ef frankinn yrði of sterkur um lengri tíma.

Og vissulega halda þeir á verðmætum fyrir "seðlabankapeningana".

Vextirnir eru síðan það lágir að það kostar ekkert fyrir þá að halda penningunum í Svissneskum bönkum.

Hvað varðar vextina þá sýnir einmitt mismunandi vextir hjá Euroþjóðunum að efnahagstjórnunin skiptir máli, meira en gjaldmiðilinn.

Þegar Íslensk fyrirtæki gefa út skuldabréf í euroum, fá þau að sjálfsögðu ekki s-ömu vexti og Þýskaland, þó að skuldabréfin séu í euroum.  Það sama gildir um Portugal, Spa´n, Grikkland og raunar öll önnur lönd eurosvæisins.

Þannig að eitthvað annað hlýtur að verka á vextina en gjaldmiðillinn.

Ísland þarf háa vexti vegna þess að efnahagsstjórnunin hefur um langt skeið ekki verið góð.

Þó að Ísland tæki upp euro, fengi það aldrei sömu vexti og Þýskaland, alla vegna ekki á meðan ég lifi.

G. Tómas Gunnarsson, 29.11.2014 kl. 19:16

27 identicon

Þegar gjaldmiðillinn er ónýtur er ekki hægt að aðskilja efnahaginn og gjaldmiðilinn.

Gengishrun um helming á nokkrum mánuðum og illeysanleg gjaldeyrishöft skrifast á ónýtan gjaldmiðil og eru um leið stór þáttur í hve illa hefur tekist til um efnahagsstjórnunina.

Vantraust á efnahagstjórnun á Íslandi eru því að miklu leyti krónunni að kenna. Án gjaldeyrishafta er óhjákvæmilegt að vextir verði hér háir meðan krónan er enn gjaldmiðillinn vegna þess að annars yrði mikill fjármagnsflótti úr landi.

Enginn með viti geymir fé í krónum ef jafnháir vextir bjóðast í traustari gjaldmiðlum.

Um leið og Ísland ákveður að taka upp evru munu vaxtakjörin batna. Það mun þó taka tíma að ná svipuðum kjörum og best þekkist i ESB. Hve langan tíma það tekur veltur alveg á því að Íslendingar velji sem fyrst hæfa menn til að fara með stjórn landsins.

Svisslendingar þurftu ekki að kaupa evrur til að standa vörð um samkeppnishæfni sína og hátt atvinnustig. Þeir hefðu eins getað keypt aðra gjaldmiðla eins og bandaríkjadollara og pund.

Að þeir völdu evru sýnir að þeir báru mikið traust til hennar.

Ásmundur (IP-tala skráð) 29.11.2014 kl. 21:42

28 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Svisslendingar keyptu euro, vegna þess að þeir þurftu að láta euroið styrkjast, auka eftirspurnina eftir því.  Það voru fyrst og fremst euro sem streymdu inn í Sviss, því traust á euroinu fór hratt minnkandi.

Þess vegna vörðu þeir franki/euro krossinn.  Ekki einhvern annan kross.

Þeir eiga auðvitað "slatta" af bæði dollurum (Bandarískum og Kanadískum) og pundum.  En það eru ekki þeirra helstu samkepnisríki og samstarfsríki.

Til að ná fram þeim áhrifum sem þeir þurftu, þurfti frankinn að veikjast gagnvart euro.  Ergo, þeir keyptu auðvitað euro.  Gengi þess hefði auðvitað veikst það mikið ef þeir hefðu strax selt þau euro sem þeir keytpu fyrir franka, fyrir dollara eða pund. 

Það er ekki svo ýkja langt síðan Kanadadollar var talinn hálf hlægileg mynt.  Talað var um "peso norðursins" og svo framvegis.  Kanadadollar keypti í kringum 60 Bandarísk sent.

Efnahagsstjórnunin í Kanada var enda ekki góð.  Þó að Trudeau sé "legend" í Kanada, er það ekki fyrir efnahagsstjórnun eða fjármálavit.

Talin var raunveruleg hætta á að Kanada yrði "gjaldþrota".  En Kanada hefur náð að snúa við blaðinu og Kanadadollar er álitin frekar traustur gjaldmiðill, hann er oft að finna (ekki í miklum mæli þó) í gjaldeyrisvarasjóði annarra ríkja og efnahagsstjórnun í Kanada þykir með ágætum, þó að alltaf séu einhverjar skiptar skoðanir eins og gengur.

Euroið er fyrst og fremst gjaldmiðill nokkurra traustra ríkja, og annarra síður traustvekjandi.  Traustvekjandi ríkin vega þó mikið meira í heildar efnahagslífi og stjórnum Euroríkjanna.

Þýskaland og Holland bjuggu til neyðaráætlun um að yfirgefa euroið, til að hafa í bakhöndinni. Þau töldu möguleika á því að þau yrðu að grípa til slíks.

Hvað heldur þú að hefði orðið um "hinn trausta gjaldmiðil" ef það hefði orðið raunin?

Hins vegar gætu lönd eins og Grikkland, Eistland (sem er þó með góða efnahagsstjórn), eða Belgía horfið af Eurosvæðinu án mikilla langtímaáhrifa.  Best að taka það fram að það er þó einungis mitt mat.

Ef þú skoðar bankavexti víðs vegar um "Sambandið" þá kemstu að því að þeir eru ekki hinir sömu.

Ég tel næsta víst að ef Ísland tæki upp euro, myndu vextir lækka.  Þeir yrðu þó líklega alltaf yfir meðaltali.  Líklegt er að verðbólga yrði oftast yfir meðaltali líka, rétt eins og hefur til oftast verið í Eistlandi.

Töluverð hætta væri á því að vextir yrðu á köflum jafnvel undir verðbólgu, eins og gerðist í löndum eins og Spáni og Írlandi.  Sem aftur þýddi gríðarinnspýtingu á lánsfé með gríðar húsnæðisbólu o.s.frv.

Íslendingar kynntust þessu líka, þegar "allir" ætluðu að græða fé á því að taka lán í erlendum myntum.

G. Tómas Gunnarsson, 30.11.2014 kl. 08:07

29 identicon

Með kaupum Svisslendinga á dollurum hefði gengi svissneska frankans lækkað gagnvart evru (eða gengi evrunnar hækkað gagnvart frankanum ef þú vilt frekar orða það þannig).

Ef Svisslendingar hefðu vantreyst evru hefðu þeir því getað keypt dollara til að lækka gengi eigin gjaldmiðils.

Lækkun á gengi frankans gagnvart evru hefði ekki orðið alveg jafnmikil með kaupum á dollurum en munurinn hefði verið lítill. Dollarar hefðu því orðið fyrir valinu ef evran hefði ekki notið trausts.

Með kaupum á dollurum eða evrum hefði gengi frankans lækkað gagnvart öllum gjaldmiðlum að öðru óbreyttu. En gengi dollars og evru gagnvart öðrum gjaldmiðlum hefði sáralítið breyst.

Ef Svisslendingar hefðu viljað lækka gengi evru gagnvart öðrum gjaldmiðlum en evru með kaupum á evru hefðu þeir þurft gífurlegt magn af frönkum.

Jafnvel þó að ekki hefði staðið á því að útvega nógu mikið magn af frönkum hefði það ekki verið lausn vegna þess að gengi frankans hefði þá lækkað allt of mikið.

Ásmundur (IP-tala skráð) 30.11.2014 kl. 10:45

30 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Munurinn hefði orðið töluverður, því eftirspurn eftir euroi (sem allir voru að skipta í franka) hefði ekki aukist.  Ef öll þau euro hefðu verið á seljandamarkaði, án stórs kaupanda hefði gengi eurosins auðvitað sigið hressilega, frankinn líklega staðið nokkuð í stað og dollar/pund styrkst.

Það var auðvitað ekki það sem Sviss vildi.

Þess utan hafa bæði Bandaríkin og Bretland vísvitandi veikt gengi sinna gjaldmiðla (eða hindrað styrkingu þeirra, allt eftir hvernig á það er litið), með massívri peningaprentun (QE), sem Sviss hefði lent á móti. 

Það hefur seðlabanki "Sambandsins" ekki getað gert svo neinu nemur (þó að þeir hafi beitt ýmsum "stealth" aðgerðum, m.a. vegna lagalegra flækja á Eurosvæðinu og andstöðu ýmsissa euroríkja.

Enn er þó talað um möguleika á seðlaprentun á Eurosvæðinu eftir áramót, en enginn veit hvort af verður, hvort að það endi þá fyrir Þýska stjórnlagadómstólnum, eða öðrum dómstólum, og þar fram eftir götunum.

Það er einmitt einn af veikleikum Eurosvæðisins, uppbygging eurosins og erfið ákvarðanataka.

Það hefur ekki vafist fyrir Bandaríkjamönnum og Bretum, enda hefur þeim gengið mun betur að vinna sig út úr kreppunni en Eurosvæðinu, sem þarf að horfast í augu við massívt atvinnuleysi og ótttast verðhjöðnun.

Kraftur og viðbrögð eigin seðlabanka geta haft veruleg áhrif á efnahagsmál.  Dollarinn væri til dæmis næsta örugglega sterkari, ef ekki hefði komið til seðlaprentunar, en efnahagur Bandaríkjanna væri ekki betri, þvert á móti.

Um þetta má m.a. lesa í frétt Reuters í dag.

http://www.reuters.com/article/2014/11/30/us-global-economy-weekahead-idUSKCN0JE07P20141130?feedType=RSS&feedName=topNews

G. Tómas Gunnarsson, 30.11.2014 kl. 11:26

31 identicon

Vegna stærðarmunar á svissneskum franka og evru hafa kaup Svisslendinga á evrum haft lítil áhrif á gengi evrunnar gagnvart dollar.

Þess vegna hefðu Svisslendingar eins getað keypt dollara til að lækka gengi eigin gjaldmiðils.

Að tala um að evran hefði fallið, frankinn staðið í stað en gengi dollars og punds hækkað verulega stenst enga skoðun.

Í fyrsta lagi er út í hött að tala um gengisbreytingar gjaldmiðils nema gagnvart áveðunum öðrum gjaldmiðli eða fyrirfram gefinni myntkörfu.

Ef miðað er við myntkörfu með öllum helstu gjaldmiðlum heims eftir vægi þeirra er ljóst að kaup Svisslendinga á evrum hefði að öðru óbreyttu leitt til verulegrar lækkunar á svissneskum franka en óverulegrar hækkunar á evrunni.

Dollarinn hefði staðið í stað. Með öðrum orðum hefði frankinn lækkað verulega gagnvart evru en mjög lítið gagnvart dollar.

Ásmundur (IP-tala skráð) 30.11.2014 kl. 14:11

32 identicon

Það er meinleg villa í síðustu setningunni. Svona er hún rétt:

Með öðrum orðum hefði frankinn lækkað verulega gagnvart evru en aðeins minna gagnvart dollar.

Ásmundur (IP-tala skráð) 30.11.2014 kl. 14:17

33 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er rétt að staða gjaldmiðla virkar í "allar áttir" ef svo má að orði komast.

En ef einn "kross" er áberandi "vinsæll", það er að segja að "trendið" er t.d. úr euroi í Svissneska franka, hefur það auðvitað sterkust áhrif á þá tvo gjaldmiðla.

Skoðaðu hvað var að gerast á krossinum Chf/Eur frá 2010 til dagsins í dag.

http://fxtop.com/en/historical-exchange-rates.php?A=1&C1=CHF&C2=EUR&DD1=01&MM1=01&YYYY1=2010&B=1&P=&I=1&DD2=28&MM2=11&YYYY2=2014&btnOK=Go!

Hér er svo aftur USD/Eur kross

http://fxtop.com/en/historical-exchange-rates.php?A=1&C1=USD&C2=EUR&DD1=01&MM1=01&YYYY1=2010&B=1&P=&I=1&DD2=28&MM2=11&YYYY2=2014&btnOK=Go!

Á þessu er verulegur munur. 

Svissneski frankinn hafði styrkst um 42% gagnvart Euroi, farið úr 67 sentum í 96.  Stefnid á 1 euro.  Þá tók Svissneski seðlabankinn sig til og sagði við kaupum eine mikið af euroi og þarf til að halda stöðugu gengi, við prentum eins mikið af frönkum og þarf til

Það voru "allir" að flýja úr euroinu.

Því þurfti einhver að kaupa euroin og halda þeim, annars hefði söluþrýstingur áfram verið til staðar.

En þeir hefðu auðvitað getað haldið euro í reiðufé, en fannst auðvitað mun skynsamlegra að kaupa skuldabréf, sérstaklega Þýsk, þó að á tímabili væru vextirnir neikvæðir, þannig að þeir þurftu að borga fyrir að breyta yfir í skuldabréf.

Þannig er nú traust þeirra á euroinu.

G. Tómas Gunnarsson, 30.11.2014 kl. 15:45

34 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þessi frétt varpar svo að hluta til ljósi á hvað hefur verið að gerast, og hvað gæti átt eftir að gerast.

http://www.telegraph.co.uk/finance/commodities/11263651/Voters-reject-plan-to-force-Switzerland-to-stockpile-gold.html

G. Tómas Gunnarsson, 30.11.2014 kl. 17:58

35 identicon

Það er enginn munur á því að kaupa ákveðinn gjaldmiðil eða skuldabréf í honum að því er traust á gjaldmiðlinum varðar.

Áhættan með skuldabréf er þó meiri vegna þess að hættan á að útgefandi skuldbréfanna standi ekki i skilum bætist við hættuna á lækkun á gengi gjaldmiðilsins.

Þessi línurit sem þú vísar á staðfesta það sem ég hef verið að segja. Á meðan gengi svissneska frankans gagnvart evru hækkaði mikið frá upphafi tímabilsins fram á haust 2011 var gengi bandaríkjadollars gagnvart evru hið sama í upphafi tímabilsins og haustið 2011. 

Annars er ekki hægt að draga neinar óyggjandi ályktanir um áhrif kaupa Svisslendinga á evrum á það hvernig gengi gjaldmiðla hefur þróast vegna þess að svo margt annað hefur áhrif á gengið.

Það eru alltaf töluverðar sveiflur á gengi gjaldmiðla. Þessi evrukaup Svisslendinga eru því væntanlega aðeins eitt af mörgu sem hefur haft áhrif á gengisþróunina. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 30.11.2014 kl. 18:27

36 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ef þú ert að tala um dollar, eða pund, er ekki mikill munur, end þegar margar mismunandi þjóðir er að ræða, er mikill munur, eins og markaðurinn með skuldabréf mismunandi Euroþjóða sýnir.

Ef eingöngu væri dæmt eftir gjaldmiðlinum, væru vexttirnir auðvitað þeir sömu, enda um að ræða sama gjaldmiðilinn.

Þetta er basic.

Gengi frankans hækkaði, vegna þess að "allir" voru að selja euro og kaupa franka.  Tvöföld virkni.

Á sama tíma var Bandaríski seðlabankinn að prenta dollara í gríð og erg.  Dollarinn styrkist ekki við það.

Auðvitað er fleira sem hefur áhfrif en kaup Sviss.  Til dæmis kaup Kínverja á euroum, sem hélt uppi kaupgetu Euroþjóða á Kínversku góssi, og styrkti útflutning Kína.

Eru einhverjar hagtölur sem þú getur fundið frá þessum tíma sem rökstyðja hátt gengi, eða styrkingu eurosins?  Og þá er ég að tala um Eurosvæðisins í heild, en ekki Þýskalands eða N-Evrópuríkja.

G. Tómas Gunnarsson, 30.11.2014 kl. 18:50

37 identicon

Gengi evrunnar var í upphafi á pari við dollar. Nú kostar evran 1.25 dollara. Það sýnir best styrk hennar.

Ásmundur (IP-tala skráð) 1.12.2014 kl. 09:43

38 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Gengi euros í upphafi var ekki á pari við dollar.  Ekki rugla. En það er rétt að á þeim rétt ríflega 15 árum sem euroið hefur verið til, hefur það styrkst ofurlítið.

Upphaflega gengi euros var 1.1667 dollar.  Nú stendur 1.2483, eða svo.

Hæst fór það í u.þ.b. 1.6 (ég man ekki nákvæma tölu).

Munurinn er nú ekki meiri þrátt fyrir að Bandaríski seðlabankinn hafi varið í einhverja massivustu seðlaprentun sem þekkst hefur, og þannig keyrt niður dollarann (eða öllu heldur hindrað styrkingu hans á tímabili).

En styrkurinn er ekki í euroinu, heldur að miklu leyti í Þýskalandi (og nokkrum öðrum ríkjum).  Enda væri gjaldmiðill Þýskalands mun sterkari hlutfallslega, en euroið er nú, ef Þýskaland hefði eigin gjaldmiðil.

En auðvitað hentar það Þýskalandi ágætlega að vera með veikari gjaldmiðil en ella.  Það er gott fyrir útflutninginn.

En þó að varasamt sé að spá, sérstaklega um framtíðina eins og maðurinnn sagði.  Eru flestar (en ekki allar) spár á þá lund að euroið eigi eftir að veikjast meira (gagnvart dollar) á næstu misserum.

G. Tómas Gunnarsson, 1.12.2014 kl. 10:09

39 identicon

Þegar sala á evrum hófst var viðmiðunarverðið 1 dollar.

En á frjálsum markaði seldist hún í upphafi á yfirverði. Gengið lækkaði svo langt niður fyrr dollar áður en mikil uppsveifla hófst og gengið nærri tvöfaldaðist á nokkrum árum.

Síðan hefur gengið farið upp og niður og er núna í niðursveiflu svo að vegið meðaltal síðustu mánaða er vel yfir 1.30 sem er betri viðmiðun um styrk evrunnar en núverandi verð.

Frá því að evruseðlar voru fyrst gefnir út hefur gengi evrunnar hækkað mikið gagnvart dollara og pundi.

Ásmundur (IP-tala skráð) 1.12.2014 kl. 10:52

40 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Euroið kom til sögunnar 1. janúar árið 1999.  Þá á u.þ.b. 1.16.   Það reis örlítið í upphafi, en féll síðan í árslok niður nokkurn veginn 1.dollar.

Það var síðan gripið til neyðaraðgerða af hálfu G7 til að styrkja euroið árið 2001.

Þegar fyrstu euroseðlarnir komu svo í gagnið, 1. desember (þú ættir að skála fyrir því í dag) árið 2001, var gengið komið niður í 0.8898 og fór fljótlega aðeins neðar.

En síðan hefur gengið legið upp á við, með sveiflum þó.

En ef þú skoðar hvað hefur verið að gerast á sama tíma, er það nákvæmlega umbreytingin á Þýskalandi, að lang mestu leyti.

Þýskaland, sem var "the sick man of Europe", fór í umfangsmiklar umbætur og hefur verið á uppleið æ síðan.

G. Tómas Gunnarsson, 1.12.2014 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband