Litlu þúfurnar

Þetta er merkileg mynd.  Ég hygg að út frá "ljósmyndalegri fagurfræði" (hvað sem það er) skori hún ekki mörg stig.

En þegar talað er um pólítískt mikilvægi þá verður annað upp á teningnum.

Þessi saklausa mynd, með þeim saklausa texta sem mætti ef til vill þýða sem "mynd frá Rochester", eða "staðan í Rochcester", olli því að einn af "skuggarráðherrum" Verkamannaflokkins var rekinn, eða sagði af sér, svona eftir því hverju menn vilja trúa.

En er Twitter færslan stór pólítísk og ber hún vott um "virðingarleysi fyrir kjósendum"?

Um það eru eðlilega skiptar skoðanir.

En myndin sýnir það sem væri líklega kallað raðhús, þrjá Enska fána og hvítan sendibíl.

En spurningin er m.a. hvernig sýnir það "stöðuna" í Rochester, eða á hvaða hátt er þetta "lýsandi mynd" frá Rochester?

Þá byrja skoðanirnar líklega að verða enn skiptari.  En vissulega er Enski fáninn sterk táknmynd, en fyrir hvað?  Hann hefur enga "opinbera stöðu" í Bretlandi eftir því sem ég kemst næst.  En hann hefur í vaxandi mæli verið notaður við ýmis tækifæri, ekki hvað síst tengdum Enska knattspyrnulandsliðinu.  Lengra aftur tengdist hann "Enskum þjóðernissinnum", s.s. BNP, en sú tengsl rofnuðu eftir að hann fór að verða notaður æ meir opinberlega.

En flóknara er að útskýra "táknræna meiningu" hvíts sendiferðabíls, ef hægt er að fullyrða að hann hafi einvherja.

En þó ekki sé hægt að fullyrða um til hvers hvítir sendibílar eru notaðir almennt, eru þeir oft (í Bretlandi, ef ekki víðar) tengdir smærri atvinnurekendum, verktökum, iðnaðarmönnum, einherjum sem er að reyna "að hífa sig upp", og rekur lítið fyrirtæki með fáum starfsmönnum.

En það var einmitt fyrirlitning á "þjóðhollustu" og "litla bisnessmanninum" sem Emily Thornberry, var sökuð um að sína með Twitterfærslu sinni.

Að Enski fáninn og litli atvinnurekandinn væri eitthað sem væri andstætt Verkamannaflokknum og öfugt.  Að svona væri "andrúmsloftið" á "UKIP slóðum". Að fáninn og hvíti sendibílinn væri eitthvað slæmt.  Eitthvað neikvætt fyrir Verkamannaflokkinn.

En eru Enski fáninn og "litli atvinnurekandinn" eitthvað neikvætt fyrir Verkamannaflokkinn?  Því verður líklega seint full svarað og mun seint verða fullt samþykki um.

En það sem gerist næst er að Ed Miliband, höfuð Verkamannaflokksins ákveður að þessi Twitterfærsla sé algerlega á skjön við stefnu flokksins og að Emily Thornberry verði að víkja úr "skuggaráðuneyti" hans.

Þannig tryggði hann að stór hluti af þeirri fjölmiðlaathygli, sem eðlilega hefði beinst að því að Íhaldsflokkurinn missti þingsæti til UKIP, beindist að því að Verkamannaflokkurinn var að reka (eða að hún ákvað að segja af sér) einn af "skuggaráðherrum" sínum.

Íhaldsflokkurinn hefði ekki getað óskað sér neins betra.

Var möguleiki að reyna að gera sem minnst úr mistökum Emily?  Var ástæða fyrir Ed Miliband að bregðast jafn harkalega við?

Það er ekkert endanlegt svar við því, og eflaust margar skiptar skoðanir uppi.

En eitt er víst, að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi, og að viðbrögðin við "hneykslinu" skipta oft meira máli en "hneykslið" sjálft.

Að því leyti ætti "tíst" Emily Thornberry, að vera lærdómur fyrir stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka um víða veröld.

P.S. Það er svo ástæða til þess að velta því fyrir sér, hve margir Englendingar, Bretar, eða hvað þá íbúar annara landa, hefðu vitað hver Emily Thornberry er, fyrr en þetta "misheppnaða tíst" fékk vængi á vefnum?


mbl.is Sagði af sér út af ljósmynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Ég hlustaði á margar útgáfur af vangaveltum um þessa mynd og hvers vegnaformanni Verkamannaflokksins varð svona uppsigað við hana. Hér var mynd af eignum hins venjulega vinnandi manns, fánar og fl.

Það hefur verið talað um að þingmenn Verkamannaflokksins séu komnir langt frá umbjóðendum sínum. Séu orðnar snobbfíkúrur  sem lifi í glæsivillum og hafi fæstir aldrei unnið ærlegt handtak. Fari úr háskólanum beint í pólitík. Tengslin við hinn vinnandi mann að mestu horfin.

Þarna sé snobbfíkura að horfa niður á hinn starfandi venjulega mann og hæðast að honum.

Snorri Hansson, 25.11.2014 kl. 02:36

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þetta er í sjálfu sér ekki stórmál, en mér þykir það samt verulega áhugavert.

"Hin ríkjandi stjórnmálastétt", eða hinir "hefðbundnu stjórnmálaflokkar" eru allir sakaðir um að vera úr tengslum við "hinn almenna mann".

Það gildir ekki bara um Bretland, heldur að segja má hinn "Vestræna heim". Stjórnmálamenn þykja steyptir í svipað mót, alast upp á flokksskriftofum og í skjóli eldri félaga hjá hinu opinbera og í hálf opinberum stofnunum.

Það er einmitt þess vegna að flokkar eins og UKIP, sækja á, þó að þeir komi "héðan og þaðan" og bæði frá hægri og vinstri.

En þessi litla Twitterfærsla, velti all nokkru hlassi.  Ég held að Miliband og brugðist of sterkt við, en vissulega er erfitt að meta það.

En þetta sýnir hvað eitt augnablik í pólítík getur haft mikil áhrif.

G. Tómas Gunnarsson, 25.11.2014 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband