18.11.2014 | 08:23
Sjálfsagðar og réttlátar breytingar
Verandi mikill aðdáandi Íslenska nafnakerfisins, ég tel það vera yfirburðakerfi, er ég jafnframt hjartanlega sammála og fagna þessu frumvarpi.
Að sjálfsögðu er rétt að færa valdið og ábyrgðina yfir til foreldrana. Þeim er fyllilega treystandi til það velja nöfn á börnin sín.
Það mætti jafnvel bæta við frumvarpið, eða leggja fram annað seinna, sem auðveldaði einstaklingum að skipta um nafn síðar á lífsleiðinni, ef vilji stendur svo til.
Hvað varðar ættarnöfn, eða "fjölskyldunöfn", er það sjálfsögð réttindi og sanngirnismál að allir standi jafnir fyrir slíkum lögum. Íslensk ættarnöfn virðat öllu jöfnu erfast bæði frá móður og föður, og hljóta því fyrr eða síðar að ná yfirhöndinni hvort eð er. Það ætti varla að teljast frágangssök þeirri þróun verði flýtt eitthvað, eða að fleiri nöfn komi í pottinn.
En það kemur ef til vill líka ljós hvort að það er einhver raunverulegur áhugi fyrir því á meðal Íslendinga að halda í þessa hefð, nú eða að "vernda" Íslenskuna.
Því eins og segir í kvæðinu, "...það gerir enginn nema ég og þú."
P.S. Þó að bæði börnin mín séu fædd þar sem fullt frelsi ríir til nafngifta og ættarnafna, bera þó bæði nafn mitt með viðeigandi viðhengi, dóttir og son. En þau hafa jafnframt "ættarnafn", þó að dags daglega sé það ekki notað. Það var gert svo að í framtíðinni geti þau sjálf ákveðið hvernig tilhögunin verður. Til þess treysti ég þeim vel.
Allir fái að bera ættarnöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.