Allir þurfa að horfast í augu við gjörðir sínar

Það verða allir að horfast í augu við gjörðir sínar.  En flestir hafa líklega einhvern tíma fallið í þá freistingu að reyna að forðast að gera það fyrir annara augum.

En fyrir þá sem taka þátt í stjórnmálum og starfa fyrir almenning og þiggja laun af skattfé hans, er hægt og á að gera meiri kröfur til.

Ég skal fúslega viðurkenna að ég hef aldrei sett mig til hlýtar inn í "lekamálið", en það er ljóst að það fellur í flokk með málum sem hafa vaxið eins og snjóbolti, vegna lyga, undanfærslna og óheiðarleika.

Málið vatt upp á sig og öðlaðist sjálfstætt líf, vegna þess að Gísli kaus að horfast aðeins í augu við gjörðir sínar í einrúmi.

 

 


mbl.is „Verð að horfast í augu við gjörðir mínar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband