Flugtak hjá Framsókn?

Það er alltaf varasamt að lesa of mikið út úr skoðanakönnunum og fylgisbreytingum í þeim.  Í þessari könnun eru ekki miklar breytingar.

Ríkisstjórnin tapar örlitlu fylgi, en ekkert sem telst breyting, örlítið fylgi færist á milli stjórnarandstöðuflokkanna og sömuleiðis á milli stjórnarflokkanna.

En mér þykir að mörgu leyti styrking Framsóknarflokksins athyglisverðust og þá að sama skapi fylgistap Sjálfstæðisflokksins.  Það stemmir nærri saman, munar 0.3 %stigum. 

En það er viðsnúningur frá því sem verið hefur, þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur náð að styrkja sig, en Framsókn sigið niður á við.

En að mínu áliti hefur fylgi flakkað nokkuð á milli þeirra og skoðanakannanir fyrir síðustu kosningar fannst mér gefa vísbendingar í þá átt.  Ég veit líka um all marga sem fluttu sig frá Sjálfstæðisflokki yfir til Framsóknar fyrir síðustu kosningar, sumir sem höfðu aldrei merkt við annað en D.

Þeir höfðu síðan verið að fikra sig til baka, en núna virðist koma, ef til vill tímabundið, bakslag í það.

Það sem ég held að sé stærsti áhrifavaldurinn í þeim efnum, er Reykjavíkurflugvöllur.  Þar hefur Framsóknarflokkurinn tekið mun einarðari afstöðu en Sjálfstæðisflokkurinn og það er að skila sér í fylgisaukningu nú.

Þó að það sjáist ekki í fréttinni, þá þykir mér líklegt að fylgisaukningin komi meira af landsbyggðinni, heldur en höfuðborgarsvæðinu.


mbl.is 33% stuðningur við ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband