Það er ekki langt síðan að ráðið var í stöðu stjóra Seðlabanka á Íslandi. Þrír af umsækjendunum þóttu hæfastir.
Eðlilega voru skiptar skoðanir um hver væri "bestur í djobbið". Ég held þó að segja megi að dæmt af skrifum í fjölmiðla, hafi Már Guðmundsson notið mestrar hylli. Ekki hvað síst hjá þeim sem segja má að séu hallir undir þá stjórnmálaflokka sem mynduðu síðustu ríkisstjórn. Ef til vill eðlilega, það var jú sú ríkisstjórn sem lagði á sig mikið umstang til að ráða Má.
Svo fór enda að Már Guðmundsson var endurskipaður seðlabankastjóri.
En nú ber svo við að sá sami seðlabankastjóri lýsir því yfir að staðan í Íslensku efnahagslífi sé að mörgu leyti öfundsverð.
Þá breytist nú heldur tónninn í garð seðlabankastjórans.
Hann sem var áður ómissandi fagmður, langbesti kosturinn til að gegna stöðu seðalbankastjóra og þar fram eftir götunum, er nú veruleikafirrtur, ómarktækur og þaðan af verra, sem er ekki ástæða til þess að hafa eftir.
En það er vissulega vandlifað í veröldinni og ekki síður í seðlabönkum - og það gildir ekki bara um þann Íslenska.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.