25% af sögunni sögð

Það má vissulega taka undir það að tæp 500 þúsund króna mánaðarlaun eru ekki ofrausn fyrir lækna.

En það breytir vissulega miklu ef viðkomandi hefur þreföld þau laun í yfirvinnu.

Þó að vissulega taki líklega flestir undir það þeir vildu geta lifað af dagvinnulaunum, held ég að þær væru ekki færri sem vildu vita hvernig það er hægt að hafa 3svar sinnum hærri laun fyrir yfirvinnu, en dagvinnu.

Það er líklegt að mörgum entist ekki vinnuþrek til slíks, allra síst í krefjandi starfi.

En það er auðvitað ekki rétt að ræða kjaramál heillar stéttar út frá einu dæmi, sem er í þokkabót óstaðfest.

En ef við leyfum okkur að slíkt, og gefum okkur að rétt sé með farið, þá eru heildarlaunin u.þ.b. 2. milljónir.

Þó hlýtur líka að koma upp sú spurning hvort að ekki væri möguleiki að 2. eða þrír einstaklingar sinntu þessu starfi, með u.þ.b. 650.000 í laun, fyrir dagvinnu.

Því varla hefur viðkomandi einstaklingur unnið meira en samsvarar dagvinnu 3ja einstaklinga, það eru jú bara 24 tímar í sólarhringnum.

Ef til vill þarf að skera upp kerfið frá grunni.


mbl.is Upplýsir ekki um heildarlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband