Betra verð og stutt í jólin

Án þess að ég ætli að fullyrða um hvers vegna Íslendingar kjósa frekar að ferðast á haustin en að sumarlagi, dettur mér helst í hug að þar ráði verð, og svo aftur nánd við þá miklu gjafahátíð jólin.

Þar sem straumur erlendra ferðamanna til Íslands hefur margfaldast, þá verður eðlilega erfiðara að fá "gott fargjald" yfir háannatímann, það er að segja sumarið.

Það dregur líklega heldur ekki úr haustferðunum, að þá er komið nær jólum, og gott að versla jólagjafir erlendis.  Sé rétt haldið á spöðunum ná líklega margir að "borga upp" ferðina, eða stóran hluta hennar með því sem þannig sparast.

Svo dæmi sé tekið, má spara á bilinu 5 til 6000 krónur, með því einu að kaupa sér lítersflösku af þokkalegu koníaki í Fríhöfninni.  Sem er svo gott að dreypa á um jól og áramót. 

Það er því hagstætt að skreppa til útlanda á haustin.

 


mbl.is Íslendingar fara frekar út á haustin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband