Svo mælir stjórnmálamaður sem kjósendur höfnuðu

Það er líklega nokkuð teigjanleg skilgreining á því hver er stjórnmálamaður og hver ekki.  En varla getur talist nokkur vafi á því að Þorvaldur Gylfason er stjórnmálamaður.

Ef ég man rétt var Þorvaldur ekki aðeins í fyrsta sæti á framboðslista, heldur var, eða er, formaður stjórnmálaflokks, Lýðræðisvaktarinnar.

Hvort að það dugi til þess að hann haldi sér í sem mestri fjarlægð frá stjórnarskránni og vinnu henni tengdri á eftir að koma í ljós. 

En á ýmsan hátt má líklega segja að allri þeir sem buðu sig fram til stjórnlagaþings, hafi í raun orðið stjórnmálamenn, ef þeir voru það  ekki fyrir.

En vissulega, eins og áður sagði, má líklega deila um skilgreinguna á því.

En persónulega lýst mér ekki vel á það að halda happdrætti um hverjir eigi að breyta stjórnarskránni.


mbl.is Stjórnmálamönnum haldið frá málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Þetta er skringileg krafa hjá Þorvaldi - og líklega ekki framkvæmanleg. En hann reyndar skilgreinir nokkurvegin hvað hann á við með "stjórnmálamaður", þ.e. þeir sem eru í hlutverki talsmanna tiltekinna hagsmuna eða hagsmunahópa.

Væntanlega reiknar hann þá með að þjóðþing, eða þjóðfundur, verði í staðinn einhverskonar þversnið samfélagsins og taki þá afstöðu m.t.t. hagsmuna heildarinnar.

Ég er ekki viss um að það sé raunhæf hugmynd.

En það er rétt hjá þér að Þorvaldur er sjálfur stjórnmálamaður í þeirri merkingu sem hann leggur í hugtakið. Þannig að hann vill úthýsa sjálfum sér. Nema "stjórnmálamaðurinn" Þorvaldur ætli að sitja heima og senda "almúgamanninn" Þorvald í staðinn. Eða eitthvað ...

Kristján G. Arngrímsson, 6.11.2014 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband