7.11.2014 | 09:04
Grikkir eurosins
Það er ekkert nýtt að það séu talinn mistök að Grikkland skuli hafa tekið upp euroið. En sú ákvörðun hefur líklega verið tekin á pólítískum forsendum frekar en hagfræðilegum.
Og það er er einmitt þar sem euroið stendur í sparibauknum. Euroið virðist byggt jafn mikið á pólískum grunni og hagfræðilegum, ef ekki meira.
Fyrstu ríkin til að brjóta reglurnar voru Þýskaland og Frakkland og gerðu það refsingarlaust. Útlit er fyrir að þau bæði brjóti reglurnar á þessu ári og jafnvel næstu, með ólíkum hætti þó, og verður enn er útlit fyrir að það verði refsilaust.
Draghi, bankastjóri Seðlabanka Eurosvæðisins, hefur staðið sig að flestu leyti afar vel við að halda svæðinu saman, en þar er vissulega við ramman reip að draga. Þarfirnar enda breytilegar frá landi til lands og skoðanirnar ekki síður.
Þeir eru orðnir býsna margir og landregnir grikkirnir sem euroið hefur gert aðildarlöndunum.
Mistök að leyfa Grikkjum að taka upp evruna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.