Rangt, en ekki óskiljanlegt

Það er mjög algengt að einstaklingar telji að innflytjendur séu mun fleiri en þeir eru í raun og veru.  Ég hygg að fæstir séu því ósammála.  En það má líka spyrja sig að því hvort að það sé ekki eðileg "skynvilla"?

Líklega er það manninum eðlislægt að taka meira eftir þeim sem skera sig úr.  Því verður líklega seint breytt.  Því taka flestir meira eftir þeim sem eru öðruvísi í klæðaburði og tala tungumál landsins illa, eða með sterkum hreim.

Að því leyti er ekki óeðlilegt að margir ímyndi sér að innflytjendur séu fleiri en þeir eru.

Svo er líka hitt, að hjón sem bæði eru innflytjendur, eiga svo t.d. 3. börn sem ekki teljast innflytjendur, enda fædd í viðkomandi landi og teljast innfædd.

Hætt er við því að margir myndu telja þar 5. innflytjendur að ræða, ef þeir mættu fjölskyldunni í gönguferð.

Það flækir svo málið líklega enn frekar, þegar farið er að tala um einstaklinga af erlendum uppruna, því það ætti líklega við öll 5.

Hvenær hætta einstaklingar svo að vera af "erlendum uppruna"?  Líklega er ekki til neytt einhlítt svar við því.

En ég er sammála Morgan Freeman, þegar hann sagðist vera "american", ekki "african american", "I am not african", sagði Mr. Freeman.

En það þarf ekki að koma á óvart að skynjun, eða upplifun fólks sé á skjön við tölulegar staðreyndir, en á þessu máli eins og flestum öðrum eru margir fletir.

 


mbl.is Þú hefur sennilega rangt fyrir þér um allt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband