Hin bjúrókratíska dýrð

Það getur verið vandasamt að passa almúgann fyrir öllum þeim illu fyrirtækjarekendum sem sækja að honum.  Það þekkja bjúrókratar um allan heim.

Víða hefur þeim þó tekist betur upp en á Íslandi, sem þrátt fyrir allt stendur nokkuð vel þegar borið er saman hve auðvelt er að koma á fót fyrirtækjum og standa í rekstri.

Það má lesa í nýlegri skýrslu Alþjóðabankans sem heitir "Doing Business 2015". Þetta er árleg skýrsla að mig minnir.

Skýrslan tekur til þátta s.s. hversu auðvelt er að stofna fyrirtæki, tengjast rafmagni, að fá lán, eignaskráning, byggingaleyfi, skattaflækjur, erlend viðskipti, vernd minnihluta fjárfesta og réttarkerfi.

Þar er Ísland í 12. sæti.  Í sjálfu sér ekki slæmur árangur, en þó er Ísland síðast af Norðurlöndum 5, þó aðeins 1. sæti á eftir Svíþjóð.

Danmmörk er hæst Evrópuþjóða, í 4. sæti, Noregur í því 6 og Finnland í því 9.  Eina Evrópuþjóðin sem nær að skjóta sér á milli Norðurlandaþjóðanna er Bretland í 8. sæti.

Staðan á Íslandi er því ekki slæm, en vissulega mikið svigrúm til framfara.

Það er líka ljóst að vandinn er "heimatilbúinn", því EEA/EES samningurinn eða aðrir alþjóðlegir samningar ættu ekki að standa í veginum fyrir því að Íslendingar gætu staðið í það minnsta jafnfætis Dönum.

Ef til vill er það ekki síst meira frjálsræði sem þarf til að Íslendingar geti staðið jafnfætis hinum Norðurlandaþjóðunum.

 


mbl.is Þvælast á milli stofnana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ojá - http://oi61.tinypic.com/jrqopk.jpg

Notandi (IP-tala skráð) 30.10.2014 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband