Þeir taka kraftinn úr sturtuhausum, ryksugum og "sameiginlega markaðnum".

Einn kunningi minn sagði, "þeir eru fínir í sturtuhausunum og ryksugunum, hafa hellings vit á hárþurkum, en þegar kemur að viðskiptum og "sameiginlega markaðnum" skila þeir auðu.

Ef einhver hefur ekki þegar giskað á hverja hann var að tala um þá eru það "kommisarar" og þingmenn "Sambandsins".

Það kannast líklega flestir við tilskipanir um að lækka vattafjölda í rykugum og að minnka vatnsnotkun í sturtuhausum.

Það kannast sömuleiðis líklega margir við að hafa heyrt talað um mýtuna að "Sambandið" og þó sérstaklega euroið, hafi aukið, svo um munar milliríkjaviðskipti á milli "Sambandsríkja", og þó sérstaklega á milli ríkja sem hafi sama gjaldmiðil, eins og "Eurosvæðisríkin" hafa.

En það er þó fjarri sannleikanum.

Innri markaðurinn sem hlutfall af útflutningstekjum bæði "Sambandsríkjanna" sem heildar og einnig Eurosvæðisríkjanna, hefur dregist saman.  Það er svo merkilegt að eins og sjá má á línuritinu hér að neðan, þá nær þetta hlutfall hámarki sínu stuttu fyrir árið 2000 hvað varðar Eurosvæðið, en stuttu eftir 2000 hvað varðar "Sambandið í heild..

Það er ekkert sem bendir til þess að breyting verði hvað þetta varðar á næstu árum.  Hnignunin hefur verið verulega skörp síðust 4 árin.

Innan "Sambandsins" virðis euroið sömuleiðis skipta litlu máli.  Viðskipti hafa t.d. aukist mun hraðar á milli Þýskalands og Bretlands, en á milli Þýskalands og Frakklands.

Ef til vill væri ráð að leggja frá sér ryksugurnar og sturtuhausana og snúa sér að því að lífga upp innri markaðinn.

En líkurnar á því eru .....

 

EU intratrade

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Línuritið er ættað héðan.


mbl.is Sturtur verða vatnsminni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þetta er nokkuð sem ekkert þíðir að fjasa um, þó að vattnið hér renni engum til gagns.

Þetta ómenska samband þarf ekki svo lengi að þrýsta, til að værukærir þingmenn fái samúð með vélhjartanu sem sífellt þarf meira rafmagn sér til viðhalds við skírslugerðir.

Hrólfur Þ Hraundal, 29.10.2014 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband