Líklega Moggalygi

Nú sé ég ekki umfjöllunina í Morgunblaðinu, en vissulega er þetta fróðlegur moli sem kemur frá Ásmundi Stefánssyni.

Það verður líka fróðlegt að fylgjast með hvernig þetta á eftir að skila sér út í "umræðuna" og hvaða meðferð Ásmundur mun hljóta þar.

Sjálfsagt á hann eftir að fá dóma um að hann sé gengin í auðvaldsbjörgin, sé handbendi sjálfstökuslýðsins,  eða hann hreinlega hafi verið fenginn til að framleiða "Moggalygi".

En svo er það hitt, að það þetta með jöfnuðinn er erfitt að mæla og einstaklingum reynist auðvelt að fá fram misvísandi tölulega "staðreyndir".

P.S. Spái því að hin skemmtilega setning:  „Öfugt við það sem mjög stór hluti af vinstrisinnuðu fólki á Íslandi heldur fram, þá er jöfnuður mikill á Íslandi á alþjóðlegan mælikvarða.“, eigi eftir að rata í sögubækur.  Ja, nema auðvitað að "mjög stór hluti af vinstrisinnuðu fólki á Íslandi", eigi eftir að véla um með þær sömu bækur.


mbl.is Mikill jöfnuður á alþjóðlegan mælikvarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband