10.10.2014 | 16:59
Hver sæðisdropi ....
Það eru búnar að standa svo miklar deilur um færslu sem ég setti hér inn fyrir fáeinum dögum, um fóstureyðingar, að ég sé mig knúinn til þess að leita á næðir Monty Python.
Sjálfsagt flokkast þetta undir sjálfskaparvíti, en mig óraði ekki fyrir því að málið væri þetta "heitt". Ég hafði reyndar birt þessa sömu færslu, eða svo gott sem, löngu áður, en þess að fá sterk viðbrögð.
En nóg um það.
Það verður að líta á björtu hliðarnar og hafa gaman af lífinu.
Hér eru Monty Python, "Every Sperm Is Sacred". Reyndar ættu allir að horfa á "The Meaning Of Life" einu sinni á ári, eða svo. Ég held að ég hafi gert það í u.þ.b. 30 ár. Ekki verra að setja "Life Of Brian" í tækið sömuleiðis.
Hrein snilld.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Grín og glens, Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 17:02 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir þetta.
Húmorinn frábær og vekur hlátur.
Ákkurat sem þurfti í umræðuna.
Ennþá brosandi.
M.b.kv og
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 10.10.2014 kl. 19:19
Hvað sem Monty Python líður, þá hlýtur þú 21. aldar maðurinn G. Tómas Gunnarsson að átta þig á eðlismun sæðis og okfrumu, ekki satt?
Jón Valur Jensson, 11.10.2014 kl. 04:29
@Sigurður, gott að þú skemmtir þér. Húmor og hlátur eru gjarna vanmetin. Ekki síst af þeim sem virðast ekki búnir slíku.
En "Life of Brian" er ekki síður merkileg mynd og eiginlega jafn merkilegar voru umræðurnar sem fóru fram í Bresku sjónvarpi eftir að hún kom út. Á milli Monty Python manna og preláta.
@Jón Valur. Ég er ekki menntaður á lífeðlissviði, en ég reikna þó með að ég myndi þekkja mun á sæðis- og okfrumu, svona ef mér yrði sýnt í smásjá.
En hvar lífið byrjar hefur lengi verið deilt um. Ég leyfi mér að efast um að ég verði þess heiðurs aðnjótandi að slíkar deilur verði kveðnar niður á mínu hógværa bloggi.
En enn margir hafa verið þeirrar skoðunar að það sé siðferðislegur glæpur að hindra það að sæðisfrumur uppfylli tilgang sinn og hitti eggfrumu. Með öðrum orðum að nota getnaðarvarnir.
Þeir eru víst ennþá til, eða svo les ég og mér er sagt. Kannast þú eitthvað við slíka einstaklinga Jón Valur?
En ekki get ég sagt að ég hafi séð mínar eigin sáðfrumur, nema þá í stórum hóp, ill aðgreinanlegar, eiginlega bara svona grár massi.
En mér sagt að þær séu hreint ansi líflegar og já, hreyfi sig.
G. Tómas Gunnarsson, 11.10.2014 kl. 09:41
Góður. Jú katólskir banna getnaðarvarnir, enda þegar ég dvaldi í Glasgow hér um árið, 1962 - 3 var hægt að sjá hverjir voru katólskir á fjölda barna, hvort sem menn höfðu efni á slíku eða ekki.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.10.2014 kl. 10:01
Sáðfrumur (jafnvel milljón eintök) eru EKKI frjóvguð okfruma, eru EKKI með íbúandi kraft til að verða fullvaxin manneskja af sjálfri sér, með einni saman fæðu eða næringu og réttra aðstæðna (verndar). Þú sérð þetta skýrar hér:
Líf okkar byrjar við frjóvgun, þegar egg og sæði sameinast, sem hvort um sig hefur aðeins 23 litninga. Egg og sæði geta sem slík aðeins framleitt sáð- eða egg-prótín og -enzým, og hvorugt þeirra getur þróazt til að verða mannleg vera, heldur eru einungis hlutar af mannlegri veru. En eftir frjóvgun (getnað) er orðin til mennsk vera (human being), lífkerfi með 46 litningum, þeim heildarfjölda sem þarf til og er einkennandi fyrir hvern einstakling sem tilheyrir mannkyni. Þessi vera fer þá þegar að framleiða sér-mannleg prótín og enzým, stýrir vexti sínum og þróun sem mannleg vera, er þá þegar nýr, lifandi, mennskur einstaklingur, karl- eða kvenkyns (dr. Dianne N. Irving [2], sem byggir mál sitt á tilvitnunum í þessi sérfræðirit m.a.: W.J. Larsen: Human Embryology, 1997, R. O'Rahilly og Müller: Human Embryology and Teratology, 1994, K.L. Moore og Persaud: The Developing Human, 1998, og Bruce Carlson: Human Embryology and Developmental Biology, 1994).
Í leiðandi fræðiriti, Essentials of Human Embryology (1988) eftir Keith L. Moore, segir: “Mannleg þróun byrjar eftir sameiningu karlmanns-kynfrumu (sæðis) og kynfrumu konu (eggs) í ferli, sem þekkt er sem frjóvgun (getnaður).” Oxford Concise Medical Dictionary (1980) skilgreinir getnað þannig: “Upphaf þungunar, þegar karlmanns-kynfruma (sæði) frjóvgar kynfrumu konu (egg) í eggjastokkunum”. “Okfruman (zygote) er byrjun á nýju, mannlegu lífi (þ.e. fósturvísi (embryo)). Hugtakið “frjóvgað egg” á [einungis] við um þroskað egg sem frjóvgast af sæði; um leið og frjóvgunin er fullkomnuð, verður eggið að okfrumu”; eftir það er í rauninni ekki rétt að tala um “egg” (O'Rahilly & Müller, 16, sbr. Moore & Persaud, 2), þó að sumir ... kjósi að nota það villandi hugtak í skrifum sínum. Þessi okfruma er einnar frumu fósturvísir (unicellular embryo), sem skiptir sér og þroskast hratt á næstu dögum og vikum og er orðinn um 150 frumur, þegar hann festir sig að eigin frumkvæði í slímhúð legsins, eins og prófessor Erich Blechschmidt hefur lýst nánar."
Með þessum staðreyndum stend ég í skrifum mínum. En hvað kirkjuna kaþólsku snertir, þá er það ekki rétt, sem margir halda, að hún leggist alfarið gegn takmörkun barneigna. Hún samþykkir ábyrga fjölskylduáætlun (þótt hún taki stranga afstöðu gegn fósturdeyðingum). Nánar um þau mál kannski seinna.
Jón Valur Jensson, 11.10.2014 kl. 13:17
Þú hefur rétt fyrir þér með sáðfrumurnar, en ekki alfarið hvað snertir baráttu kaþólsku kirkjunar, og/eða meðlimum hennar gegn getnaðarvörnum, en það er önnur saga.
En mannkynið ræður reyndar yfir tækni til að para saman sæði og egg, og búa til börn, án þess að foreldrar þurfi að koma þar nálægt.
Og nú ku vera hægt að búa til eingetin börn í fyrsta sinn í sögunni, nema auðvitað ef menn kjósa að trúa á einhver þúsunda ára þjóðsögur, en það er önnur saga.
En vissulega er deilt um hvenær líf hefst, og jafnvel er deilt um hvað er líf.
Heilastarfsemi kemur þar mikið við sögu og hvenær "heilinn", eða það sem sumir vilja kalla "sálin", (ég er meira heila maður, en sálar, nema ef til vill hennar Jóns).
En um það verða menn líklega seint á eitt sáttir. Þess vegna stendur baráttan, og rifrildið, ekki hvað síst um hvort rétt sé að einhverjir eigi rétt á því að þvinga skoðunun sínum upp á aðra.
Ef við gefum okkur að engin kona sé neydd í fóstureyðingu, gegn vilja sínum. Hvers vegna ætti þá einhverri konu að vera meinað um fóstureyðingu gegn vilja sínum?
Aðeins vegna lagasetningar sem hefur verið keyrð í gegn, af einhverjum einstaklingum, sem eru þess fullvissir að þeir hafi rétt fyrir sér, og séu þess umkomnir að ákveða fyrir aðra?
Eigum við ekki einfaldlega að leyfa konum að ákveða hverjum þær trúa, en jafnframt reyna að búa þeim sem best umhverfi og aðstöðu, til þess að þær geti tekið upplýsta ákvörðun?
G. Tómas Gunnarsson, 11.10.2014 kl. 14:06
Þótt færslan fjalli um fóstureyðingar, þá fjallar myndskeiðið með Monty Python aðallega um getnaðarverjur sem kaþólskir menn megi ekki nota (fyrsti hlutinn er klipptur út, þar sem Michael Palin segir að kirkjan banni honum að nota smokk). En einnig sungið um að þeir menn sem eru ekki kaþólskir "sói sæðinu á jörðina og hvar sem er" og þá er væntanlega verið að vísa í sjálfsfróun. En sjálfsfróun er kaþólskum líka harðbannað a.m.k. skv. þessari kaþólsku vefsíðu:
http://www.beginningcatholic.com/catholic-teaching-on-masturbation.html
þar sem stendur ofarlega m.a.: "Yes. The Catholic teaching on masturbation says that masturbation is always morally wrong" (sic!) og síðan heldur þetta heimska bull á nefndri síðu áfram, sem ég hvet alla til að lesa.
En fólk sem er frjálst undan oki kaþólsku kirkjunnar og getur hugsað sjálfstætt álítur réttilega, að sjálfsfróun sé bæði góð og þörf iðja, bæði andlega og líkamlega. Og ég þori að veðja, að flestallir kaþólskir karlmenn í veröldinni stundi sjálfsfróun reglulega og sennilega flestar konurnar líka, eða trúa þeir því virkilega að Guð þeirra sé að fylgjast með?
Er einhver kaþólikki á þessari bloggsíðu sem getur svarað því?
Pétur D. (IP-tala skráð) 11.10.2014 kl. 14:29
Og hér er skoðun kaþólsku kirkjunnar á getnaðarvörnum:
http://www.beginningcatholic.com/contraception-and-religion.html
þar sem stendur ofarlega:
"Are contraception and religion mortal enemies?
The Catholic Church answers with a clear yes.
Why?
Þessi rök (ef rök skyldu kalla) er hreinlega óskiljanleg, því að þau hafa ekkert með getnaðarvarnir að gera.
Pétur (IP-tala skráð) 11.10.2014 kl. 14:38
Þegar Jón Valur skrifar: "En hvað kirkjuna kaþólsku snertir, þá er það ekki rétt, sem margir halda, að hún leggist alfarið gegn takmörkun barneigna. Hún samþykkir ábyrga fjölskylduáætlun ...", er það þá ekki í mótsögn við tilvitnun mína í síðustu athugasemd? Því að "contraception" er jú það sama og "takmörkun barneigna".
Pétur D. (IP-tala skráð) 11.10.2014 kl. 14:43
Fín færsla og fín umræða. Sýnir að Jón Valur Jensson byggir sínar skoðanir á því sérstaka sjónarmiði að okfruma sé mannvera. Þó svo okfruma hafi ekki heila, ekki taugakerfi, ekki hugsanir, minningar, eða bara neitt sem minnir á manneskju, nema vissar tilteknar SAMEINDIR.
Að segja að okfruma sé mannvera er svona álíka gæfulegt og að segja að DNA-sameind sé mannvera.
Nú er t.d. svo að sumar getnaðarvarnir virka þannig að okfrumur geti ekki fest í legslímhúð. Svona getnaðarvarnir myndi JVJ og skoðanasystkin líta á sem morðtól þar sem verið sé að drepa mannverur.
Þegar menn byggja "rök" sín á svona forsendum, þá er ekki skrýtið að rökræða gengur brösuglega.
Skeggi Skaftason, 12.10.2014 kl. 11:12
Gervi-Brahms ("Skeggi Skaftason", sem er ekki til í þjóðskrá) getur ekki predikað yfir lýðnum um fáfræði annarra. Hann ritar sjálfur: "Nú er t.d. svo að sumar getnaðarvarnir virka þannig að okfrumur geti ekki fest í legslímhúð."
Fer hann rétt með þetta, eða skjátlast honum kannski hrapallega?
Já, honum skjátlast ekki lítið. Einfrumungurinn okfruma (zygote) er það EKKI, sem festist í legveggnum eftir að hafa ferðast um eggjaleiðara niður í legið, heldur er það fósturvísir (embryo), sem þá þegar er kominn með um 150 frumur.
Samt er hitt að sjáfsögðu rétt, sem líffræðingar (sjá innlegg mitt 11.10. kl. 13:17) vita betur en Gervi-Brahms, að okfruman er þá þegar manneskjulegs eðlis, lifandi, mannleg vera, með allt (fyrir utan næringu) sem þarf til að verða fullvaxinn maður, ergo er hún þá þegar mannslíf. En fósturdeyðingar snúast reyndar ekki um að drepa okfrumur, svo að við getum sett þetta á sína hillu í umræðunni og snúið okkur að því, sem hér skiptir mestu máli.
Og æsti fósturdeyðingasinninn Gervi-Brahms ætti bersýnilega að hætta að gefa sig út fyrir að vera sérfróður á þessu sviði út á það eitt að hafa einhvern tímann rekið glyrnurnar í óskýrar sónarmyndir á skjá.
Jón Valur Jensson, 13.10.2014 kl. 01:31
"Pétur D." (enn einn felukarl) skrifar, greinilega ekki nógu vel upplýstur:
"Þegar Jón Valur skrifar: "En hvað kirkjuna kaþólsku snertir, þá er það ekki rétt, sem margir halda, að hún leggist alfarið gegn takmörkun barneigna. Hún samþykkir ábyrga fjölskylduáætlun ...", er það þá ekki í mótsögn við tilvitnun mína í síðustu athugasemd? Því að "contraception" er jú það sama og "takmörkun barneigna"."
En takmörkun barneigna á sér stað með ýmsu móti. Það að hafa ekki kynmök, heldur stunda algert skírlífi, er t.d. takmörkun barneigna. Það að nota örugg tímabil, þegar konan er ekki frjó (og það er megnið af tunglmánuðinum eða tíðahringnum), er einnig takmörkun barneigna, án þess að þar komi verjur (smokkur, hettan) eða lykkjan eða getnaðarvarnapillur eða hin rangnefnda 'neyðargetnaðarvörn' við sögu.
Kaþólska kirkjan hefur ekkert á móti ábyrgri fjölskylduáætlun þar sem notuð eru hin s.k. öruggu tímabil, og hún hefur jafnvel hjálpað til við að útbreiða þekkingu á því sviði, með Billings-aðferðinni o.fl. Það hafa einnig sjálfvaktar hreyfingar kvenna gert (alveg án tengsla við trú eða kirkju), meðfram vegna andstöðu við sífellda pillu-inntöku, sem haft getur óæskileg hliðaráhrif, og einnig í andstöðu við þá karlrembulegu tilætlunarsemi maka eða unnusta, að konan eigi alltaf að vera tiltæk til kynmaka.
Jón Valur Jensson, 13.10.2014 kl. 01:48
Jón Valur segir:
Ég veit ekki hvað skal kalla þetta, DNA-trú ?? Þú mátt alveg halda þetta.
Hvað varðar kynlífsráðgjöf kaþólsku kirkjunnar þá er það nú bara eins og hver önnur plága sem hrjáð hefur mannkyn. En sem betur fer fara áhrif kaþólsku kirkjunnar þverrandi, og t.d. á Írlandi og á Spáni er hún vart svipur hjá sjón og hefur ósköp takmarkað boðvald og "credibility".
Skeggi Skaftason, 13.10.2014 kl. 09:02
Kaþólska kirkjan hefur staðið gegn "Family planning" víðsvegar um heiminn og haldið fólki í gildru fátæktar, sem betur fer eru æ fleiri lönd sem hundsa ruglið í kirkjunni hans JVJ..
DoctorE (IP-tala skráð) 13.10.2014 kl. 12:06
Þetta var DNA-þekking, gerviskeggur.
Reyndu að finna einhvern erfðafræðing sem mótmælir því.
Og eins og fyrri daginn tekur gervidoktorinn ekkert tillit til orða minna í innlegginu kl. 01:48. (Eru það í alvöru tóm gervimenni sem voga sér að andmæla mér hér, fyrir utan síðuhafa?) Kannski hann reyni nú í 2. sinn að lesa og skilja:
"Kaþólska kirkjan hefur ekkert á móti ábyrgri fjölskylduáætlun þar sem notuð eru hin s.k. öruggu tímabil, og hún hefur jafnvel hjálpað til við að útbreiða þekkingu á því sviði, með Billings-aðferðinni o.fl. Það hafa einnig sjálfvaktar hreyfingar kvenna gert (alveg án tengsla við trú eða kirkju), meðfram vegna andstöðu við sífellda pillu-inntöku, sem haft getur óæskileg hliðaráhrif, og einnig í andstöðu við þá karlrembulegu tilætlunarsemi maka eða unnusta, að konan eigi alltaf að vera tiltæk til kynmaka."
Ég get dregið hér fram kaþólskar samþykktir, sem sýna þennan stuðning kaþólsku kirkjunnar við ábyrga fjölskylduáætlun, m.a. kom hann fram í Kaþólska kirkjublaðinu.
Jón Valur Jensson, 13.10.2014 kl. 12:31
Gervimenni... ?? Við erum raunverulegir, ólíkt átrúnaðargoði þínu :)
Spurning hvort JVO og frú hafi eingöngu notast við þessi "öruggu tímabil", eða bara gert það þegar átti að fjölga sér... dull life
DoctorE (IP-tala skráð) 13.10.2014 kl. 12:57
Pör, sem vilja eignast börn, en gengur kannski erfiðlega, hafa einmitt þann úrkost að reyna að nota þessi öruggu tímabil. Sama tækið til að mæla egglos (eða öllu heldur mucus, slímhúð, sem tengist egglosi), sem notað er til að sigla fram hjá frjóu tímabilunum, má einnig nota til að eignast barn. Hef ég ritað um þetta áður í Morgunblaðið.
Varðandi spurninguna um 'gervimenni' (orð sem var notað hér í yfirfærðri merkingu), þá er eitt ljóst: að þessi "DoctorE" hefur skrifað hér á Moggablogg í allmörg ár, en hvorki vitað um raunverulegt nafn né jafnvel kyn viðkomandi. Hitt hef ég séð: að ekki getur hér verið um eiginlegan doktor að ræða, því að margt, sem þessi aðili hefur látið frá sér fara, er (1) með svo skelfilegri stafsetningu, að naumast getur viðkomandi hafa komizt í gegnum ísezkukennslu menntaskóla, hvað þá lokið doktorsprófi, og (2) slík vanþekking á læknisfræðilegum málum komið fram í sumum innleggjum hans/hennar, að ekki getur verið um lækni ("doktor") að ræða. Því hef ég valið honum/henni heitið 'gervidoktor'.
Jón Valur Jensson, 13.10.2014 kl. 13:29
Stafsetningarlöggan failaði " ísezkukennslu"... td hahaha þú ert svo mikið fail JVJ.
Þykist vera fróðari og gáfaðri en flestir.. en fellur svo fyrir heimskulegustu sögu allra tíma, biblíunni :)
DoctorE (IP-tala skráð) 13.10.2014 kl. 13:37
Biblían er ekki [ein] "saga", heldur um 72 rit af margvíslegu tagi, speki- og spámannarit, sagnleg (historical) og lögbókarit, guðspjöllin um ævi og boðun Jesú, bréf og bænir, ljóð og prósi, m.m. Gervidoktorinn er í því að reyna að einfalda hluti og blekkja auðblekkta (sem eru þónokkrir til, vegna útbreiddrar vanþekkingar í þessum fræðum hér á landi) og hyggur sig svo fella mig á því atriði, að 1-2 takkar á tölvuborði mínu eru orðnir slappir -- og eins og nokkur myndi af fávísi einni saman tala um 'ísezkukennslu'!
Jón Valur Jensson, 13.10.2014 kl. 14:02
Vissi ég vel að JVJ myndi hengja sig á smáatriði.. þetta eru sögur en ekki saga; veit ég vel að þetta eru urmull af kjaftasögum og púra skáldskap sem stenst enga vitræna skoðun.
Kennir lyklaborðinu um mar :)
DoctorE (IP-tala skráð) 13.10.2014 kl. 14:14
Höldum áfram umræðunni um málefni síðunnar, það þarf ekki að sinna þessum óupplýsta manni/konu.
Jón Valur Jensson, 13.10.2014 kl. 14:21
Ég þekki fjölmarga erfðafræðinga. ÉG held að enginn líti svo á að okfruma sé mannvera, bara af því að okfruman sé með einstakt DNA, samsett úr tveimur kynfrumum úr ólíkum einstaklingum.
Þvert á móti er þessi mannveruspeki miklu frekar í ætt við trúarkenningu, þ.e.a.s. að okfruma sé mannvera.
Þá getum við alveg eins sagt að sáðfruma sé 'hálf' mannvera, því hún hefur jú hæfileikann til að verða að mannveru, hitti hún fyrir eggfrumu sem er til í tuskið. Er þá réttlætanlegt að drepa "hálfar" mannverur, t.d. með smokkum og sjálfsfróun?
Þú sérð að þín kaþólska frumuspeki leiðir okkur í ógöngur, herra Jensson.
Skeggi Skaftason, 13.10.2014 kl. 14:25
JVJ að tjúllast yfir þessu
En segir ekkert um þetta.. þar sem guðinn hans ætlar að pynta næstum allar manneskjur sem hafa fæðst að eilífu
DoctorE (IP-tala skráð) 13.10.2014 kl. 14:56
Í 1. lagi: málefnið: að mannleg okfruma er manns-eðlis, varðar EKKI málefni fósturdeyðinga eins og þær eru í reynd, né heldur baráttu lífsverndarsinna fyrir þau ófæddu börn/fóstur, sem gervibrahms og gervidoktorinn vilja feig eða ekki kannast við lífsrétt þeirra.
Meðan aðrir reyna að mæla með lífsrétti ófæddra, jafnvel að biðja fyrir þeim, fer slátrunin áfram óheft fram, en þessum gervikörlum nægir það ekki, heldur þurfa þeir að hæðast pg berja sér á brjóst sem einhverjir réttlætismenn!!!
Gervibrahms segist "þekk[ja] fjölmarga erfðafræðinga" og kveðst HALDA, "að enginn líti svo á að okfruma sé mannvera". En ekki nafngreinir hann/hún einn einasta þessara "fjölmörgu"! og hvernig getum við VITAÐ, að þessi Gervibrahms, sem enginn veit hver er, þekki yfirhöfuð nokkurn einasta erfðafræðing?!!! Og hvernig getur gervimennið þá ætlazt til þess, að nokkur hér taki mark á þessu sem RÖKSEMD inn í málið?!!!!!!!!
Geti Gervibrahms ekki nafngreint einn einasta erfðafræðing, sem hafi sömu skoðun og hann, er hann vitaskuld fallinn á prófinu.
Jón Valur Jensson, 13.10.2014 kl. 15:14
herra Jensson:
Ég held því fram að meira og minna allir erfðafræðingar séu mér sammála. Vilt þú ekki nefna svo sem einn íslenskan erfðafræðing sem tekur undir að okfruma sé mannvera?
Þessi umræða um okfrumur skiptir víst máli. Ég held því fram að fóstur á fyrsta fjórðungi meðgöngu séu ekki sjálfstæðar mannverur, og íslensk löggjöf sem heimilar stöðvun á þungun er grundvölluð á þessum skilningi.
Þú heldur því fram að mannvera myndist strax við frjóvgun eggs og myndun á okfrumu. Það eru ÞÍN RÖK sem eru algjörlega á skjön við læknisfræði og vísindi, svo mér finnst það vera þitt hlutverk að leita stuðnings við þín DNA-mannverufræði.
Skeggi Skaftason, 13.10.2014 kl. 16:07
Vísindamenn á þessum stofnunum líta EKKI svo á að fósturvísar séu manneskjur.
http://www.visir.is/rymka-a-log-um-stofnfrumurannsoknir/article/200660721039
Skeggi Skaftason, 13.10.2014 kl. 16:14
Þeir vita það vel, að þetta er mannlegt líf.
Einmitt þess vegna nota þeir þessa fósturvísa.
Hitt vita þeir líka, að löggjafarvaldið virðir ekki lífsrétt fóstursins. Þess vegna ganga þeir á lag við það, í eigin atvinnuskyni.
Og ekki gaztu nafngreint EINN erfðafræðing af öllum þeim "fjölmörgu" sem þú þóttist þekkja!
Ég kem aftur að ræða þetta mál.
Jón Valur Jensson, 13.10.2014 kl. 17:51
Gervi-Brahms til upplýsingar:
"The fusion of the sperm (with 23 chromosomes) and the oocyte ([egg konunnar] with 23 chromosomes) at fertilization results in a live human being, a single-cell human zygote, with 46 chromosomes--the number of chromosomes characteristic of an individual member of the human species. Quoting Moore [Keith L. Moore and T.V.N. Persaud, The Developing Human (Philadelphia: W.B. Saunders Company, 1998).]:
"Zygote: This cell results from the union of an oocyte and a sperm. A zygote is the beginning of a new human being (i.e., an embryo). The expression fertilized ovum refers to a secondary oocyte that is impregnated by a sperm; when fertilization is complete, the oocyte becomes a zygote."10
This new single-cell human being immediately produces specifically human proteins and enzymes11 (not carrot or frog enzymes and proteins), and genetically directs his/her own growth and development. (In fact, this genetic growth and development has been proven not to be directed by the mother.)12 Finally, this new human being--the single-cell human zygote--is biologically an individual, a living organism--an individual member of the human species. Quoting Larsen:
"… [W]e begin our description of the developing human with the formation and differentiation of the male and female sex cells or gametes, which will unite at fertilization to initiate the embryonic development of a new individual."13 "
Þetta er úr greininni:
When do human beings (normally) begin? – "scientific" myths and scientific facts (1999), er t.d. hér: http://ethics4lifenonoytomacruz.blogspot.com/2011/05/when-do-human-beings-normally-begin.html
Höfundurinn: Dr. Dianne Nutwell Irving, er: a former career-appointed bench research biochemist and biologist at the National Institutes of Health (NCI), did extensive graduate work in biology in the Department of Biology at Georgetown University (Washington, D.C.), and received her Masters and Doctorate Degrees in Philosophy from the Department of Philosophy at Georgetown University – concentrating in both the History of Philosophy and in Medical Ethics, and specializing in bioethics (at the Kennedy Institute of Ethics). Her doctoral dissertation (1991) on human embryo research was entitled, "A Philosophical and Scientific Analysis of the Nature of the Early Human Embryo."
Jón Valur Jensson, 13.10.2014 kl. 18:17
Gervi-Valur,
ég benti á þrjár virtar vísindastofnanir á Íslandi. Nöfn vísindamanna sem þar starfa er að finna á heimasíðum.
Hvað bentir þú á marga vísindamenn?? núll
PS
Maðurinn er fjölfrumu lífvera, svo hugtakið single-cell human being er ansi langsótt, nema hugtakið "human being" sé farið að merkja eitthvað allt annað ...
Skeggi Skaftason, 13.10.2014 kl. 22:33
Jæja, eru K.L. Moore, T.V.N. Persaud, William J. Larsen (Human Embryology heitir ívitnuð bók hans) og Dianne Irving skyndilega hætt að vera vísindamenn?! Hefur einhver nafnleysingi (og varla neinn vísindamaður sjáf[ur]) vald eða bessaleyfi til að lýsa því yfir?!!!
Jón Valur Jensson, 13.10.2014 kl. 23:29
Og þú getur leikið þér að orðinu "manneskja", gerviskeggur, og sagt ómögulegt, að lítt sýnileg okfruma sé "manneskja". Mannslíf er þar samt, af engri annarri líftegund en mennskri, eins og skýrt kemur í ljós hér á eftir og hefur reyndar nú þegar.
Og enga nafngreinda vísindamenn hefurðu enn bent á eða orð þeirra í þína átt, þótt stofnfrumurannsóknir séu gerðar hér á nokkrum stofnunum.
Jón Valur Jensson, 13.10.2014 kl. 23:33
Hér er alvörumaður – og alvöru-erfðafræðingur, einn sá færasti í veröldinni undir lok 20. aldar:
Lejeune var erfðafræðingur og barnalæknir, með doktorspróf í læknisfræði og einnig doktor í líffræðifrá Parísarháskóla; þeim skóla var skipt upp árið 1969 í tíu háskóla og einn þeirra René Decartes-háskólinn, en þar varð Lejeune prófessor í erfðafræði (enska heitið á því kennslusviði hans: fundamental genetics). Hann fekk mongólítabörn (með Down's-heilkenni) til meðferðar, og það var hann sem tókst að sanna, að þessi sjúkdómur kæmi til af auka-litningi, og vann að því að finna lækningu áhrifa sjúkdómsins á heilann. Meðlimur varð hann í mörgum vísindaakademíum (m.a. hinni kgl. sænsku) og heiðursprófessor við háskólana í Düsseldorf, Navarra (Spáni), Buenos Aires og einn í Chile, auk annarra heiðurs- og ábyrgðarstarfa. Hann lézt 1994.
Í ritinu The Tiniest Humans (ed. Robert Sassone) er Lejeune spurður (spurningar merktar með Q. - svör með A.):
Jón Valur Jensson, 14.10.2014 kl. 00:07
Og í beinu framhaldi (The Tiniest Humans, bls. 73-4), og hér fá ýmsir fáfróðir óvænt tækifæri til að læra nýja hluti um fósturvísinn, í lengstu klausunni:
Og hann kemur nánar inn á þetta a bls. 80.
Jón Valur Jensson, 14.10.2014 kl. 00:19
Ég tek ekki gild rök þessa Frakka þíns. Okfruma er ekki manneskja, það er mín bjargfasta skoðun.
http://en.wikipedia.org/wiki/J%C3%A9r%C3%B4me_Lejeune#Pro-life_work
Kaþólskur klikkhaus.
Skeggi Skaftason, 14.10.2014 kl. 07:46
Okfruma er mannleg lífvera, ekkert minna, það segja allir hæfir líffræðingar.
Þú hengir þig í orðin "Okfruma er ekki manneskja", gangandi út frá hversdagslegum eða eðlilegum skilningi á manneskjunni sem skyni gæddri, með fimm skilningarvit, heila, sál og skynsemi, ákveðið útlit, með höfuð og fjóra útlimi o.s.frv., og það er alveg sjálfsagt að skilja orðið manneskja þannig, en þetta er samt sama mannslífið og það, sem var í móðurlífi, jafnvel áður en heyrn kom til (hún er byrjuð að þróast í 8 vikna fóstri, orðin virk 16 vikna, fullþroskuð um 24-27 vikna) og áður en augun þroskast. Hjartað er komið í gang í þriggja vikna fósturvísi, viðbrögð byrjuð í 6 vikna frumfóstri, og þá eru einnig lifur, nýru og lungu mynduð, og degi seinna, á 43. degi, hefur ákveðið mynztur heilabylgna (EEC) kemur fram á tækjum. Rúmlega 9 vikna (65 daga) getur barnið kreppt hnefann og gripið um hlut sem strýkst við lófa þess. Það hoppar einnig upp og niður í móðurkviði með samhæfðum hreyfingum (nánar hér: Fyrstu vikur lífsins (með mynd)).
Og enn hefurðu ekki nafngreint einn einasta líffræðing, sem hafnar því, að okfruman sé mannlegt líf. Slíkir kjánar kunna að fyrirfinnast, en samstaða líffræðinga um hitt er sama sem alger, og ekki láta þeir óupplýstan dilettant eins og þig spila með sig.
Fyrst og fremst eru það vísindaleg rök, sem hér eiga við, og af þeim hef ég miðlað ærnum upplýsingum. Maður með gervinafn og gervimynd ætti að sjá sóma sinn í því að hafa hægt um bábiljur sínar og að eyða tíma annarra, þegar allt þetta er skýrt komið fram. Og fúkyrði í minn garð eða annarra bæta ekki málstað þinn, Gervibrahms!
Jón Valur Jensson, 14.10.2014 kl. 14:12
Jón Valur,
ég skil alveg hvað þú ert að fara og ég veit hvernig fóstur líta út. En ég er innilega ósammála þér og það er íslenskur vísindaheimur líka.
Þú veist það jafnvel og ég að þegar manneskja er orðin heiladauð, þá er hún tekin úr sambandi, hún er í raun og veru látin, ekki lengur álitin lifandi manneskja. Jafnvel þó svo hluti taugakerfis virki enn, og hjartað slái og líkaminn sýni einhver viðbrögð við áreiti.
Er slík manneskja "líf" ??
FRUMURNAR flestar lifa enn, en MANNESKJAN er ekki lengur til.
Ég hef undirritað yfirlýsingu um að líffæri í mér megi nota til líffæragjafar, ef mögulegt reynist eftir andlát mitt. Sömuleiðis erum við sammála um það ég og kona mín að ef við lentum í þeirri aðstöðu að eiga "umfram" fósturvísa, þá myndum við heimila að nýta þá til gagnlegra rannsókna. Vegna þess að þeir fósturvísar eru ekki mannverur.
Skeggi Skaftason, 14.10.2014 kl. 16:04
Skrifaðu undir nafni, og þá skal ég svara þér!
Jón Valur Jensson, 14.10.2014 kl. 16:20
Gott og vel, ef þú leggur árar í bát þá kveð ég að sinni.
Skeggi Skaftason, 14.10.2014 kl. 16:47
Ég lagði ekki árar í bát til að hætta hér, en hef verið upptekinn við annað.
Nenni ekki að fara út í allt þetta dauðaskilgreiningamál þitt núna (og var ekki til umræðu og breytir heldur engu um líf þeirra fóstra í móðurkviði, sem þú vilt feig), en þú átt að vita eins og ég, að ekki aðeins heiladauði er þar skoðaður, heldur líka hjartadauði.
Og þú breytir engu um framkomnar líffræðilegar staðreyndir með þessu skvaldri þínu. Og enn hefurðu ekki nafngreint einn einasta líffræðing, sem hafnar því, að okfruman sé mannlegt líf.
Sofðu nú vel á þessu.
Jón Valur Jensson, 17.10.2014 kl. 02:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.