Tímabært og gott val

Ég fagna því að Malala Yoursafzai skuli hafa hlotið friðarverðlaun Nóbels í ár, ásamt Kailahs Satyarthi.  Ég þekki ekki til starfa hans en mér sýnist þó að hann sé vel að þeim kominn.

Ég bloggaði reyndar hér, bæði 2012 og 2013 um að Malala væri verðugur Nóbelsverðlaunahafi.

Ég hef í sjálfu sér ekki miklu við að bæta það sem ég skrifaði áður, en fagna því að Malala hafi hlotið verðlaunin 2014.

En í fyrrnefndum bloggum, sagði ég meðal annars:

Þess vegna er áríðandi að baráttufólk, eins og Malala, njóti stuðnings og viðurkenningar.  Vissulega vekja aðgerðir þeirra og barátta upp obeldi og óeirðir, jafnvel með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

En það má ekki draga úr stuðningi við réttindabaráttu þeirra og stuðning við mannréttindi og mál og skoðanafrelsi.  Við megum ekki falla í þá gryfju að kaupa friðinn með því að fórna tjáningarfrelsi eða hverfa frá stuðning við baráttu einstaklinga eins og Malölu.

Friður sem keyptur er með þögn eða undanlátssemi, er falskur friður og gjarna skammlífur.

Ég vil óska verðlaunahöfunum báðum til hamingju og nefndinni með valið, sem mér þykir betra en flest undanfarin ár.

 

 

 


mbl.is Malala og Satyarthi fá friðarverðlaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Að Malala fái friðarverlaun Nóbels er hreint út sagt magnað og mun hafa mikil áhrif til góðs.

Málefnið ,framkoma hennar og málflutningur geri þessa ungu stúlku að stórmenni.

Það mun mikið að henni kveða í framtíðinni .

Það þarf að gæta hennar vel.

Snorri Hansson, 11.10.2014 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband