Kjósendur hafa alltaf rétt fyrir sér -seinna kjörtímabilið - Nýr meirihluti

Það er ekkert vitlausara en að segja að kjósendur hafi valið rangt.  Það er með kjósendurna eins og sagt er um viðskiptavinina, þeir hafa alltaf rétt fyrir sér.

Það er fátt vitlausara en að láta val kjósenda fara í skapið á sér, hvað þá að saka þá um að hafa ekki vit á hlutunum eða þaðan af verra.  Það borgar sig heldur ekki að kalla þá sem maður óskar að styðji sig, eða sinn flokk síðar, öllum illum nöfnun eða saka þá um greindarskort.

Það þýðir ekkert að láta dóm kjósenda fara í taugarnar á sér, hann er réttur og endanlegur.

Auðvitað voru margir ekki sáttir við niðurstöðu sinna manna þegar atkvæði höfðu verið talin, það er oftast raunin.

Björn Ingi og Framsóknarmenn geta þó verið ánægðir, þó að fylgið sé ekki mikið, er það meira en þeim var spáð og Framsóknarflokkurinn hefur ennþá fulltrúa í borgastjórn.  Nú þegar þeir eru komnir í meirhluta er enn meiri ástæða til að gleðjast.

Frjálslyndir geta sömuleiðis verið ánægðir með sinn atkvæðafjölda.  Þeir sækja á, sem er oft erfitt fyrir smáflokka, sem vilja týnast inn milli þeirra stærri.  Það hlýtur vissulega að vera þeim vonbrigði að komast ekki í meirihluta, en þannig er lífið.  Spurningin er líka hvað þeir voru tilbúnir að gefa eftir?  Vaxandi orðrómur um að Frjálslyndir séu í viðræðum við Samfylkinguna um "yfirtöku" hafa svo ekki hjálpað upp á.

Vinstri grænir ættu einnig að vera nokkuð kátir, þeir stimpluðu sig vel inn í höfuðborginni.  Áföll eins og það að fulltrúi þeirra flutti sig yfir til Samfylkingar virðist ekkert hafa skaðað þá og þeir fá 2. örugga fulltrúa.  Mín skoðun er sú að meirihluti þeirra og Sjálfstæðisflokks hefði verið æskilegur, en VG lét Samfylkinguna mála sig svo lítið út í horn í þeim efnum, og virtist því ekki sækja það fast.  Perónulega myndi ég telja að þetta þyrfti að ræða í VG á næstu árum, og reyna að komast yfir "Sjálfstæðisflokksfóbíuna".

Sjálfstæðisflokkurinn vann á, en það er samt ekki hægt að segja að um raunverulegan sigur hafi verið að ræða, til þess hefði þurft meirihluta.  ca 43% er ekki alveg ásættanlegur árangur.  En þeir komust í meirihluta og það var vissulega það sem stefnt var að.  Nú ríður á að vinna vel á kjörtímabilinu og þá er aldrei að vita hvað getur gerst.  Ég held að Vilhjálmur verði ágætis borgarstjóri en spurningin er, hvort þetta verði hans siðasta kjörtímabil, eða heldur hann áfram og endurnýjar sig sem borgarstjóri?

Samfylkingin er líklega sá flokkur sem síst er ánægður með niðurstöðuna.  Ekki nóg með það að þeir séu í minnihluta, heldur hlýtur fylgi þeirra að valda þeim stórum vonbrigðum.  Þeir ná ekki einu sinni að toppa það fylgi sem Alþýðubandalagið hlaut á sínum besta degi.  Samt var öllu tjaldað til.  Formaðurinn valdi forstumanninn, ýtti til hliðar þeim sem höfðu staðið í eldlínunni.  Talað var um forystu nýrra tíma og það var eins og Ingibjörg væri að reyna að skapa "erfðaprins".  Sú tilraun mistókst herfilega, Dagur kemur ákaflega illa út úr þessum kosningum, og ég yrði ekki hissa þó að þetta yrði hans seinna kjörtímabil í borgarstjórn. 

Svo ég reyni að hljóma gáfulega og tala í líkingum, þá má segja að líklega verður Dagur að kveldi kominn eftir þetta kjörtímabil. Ég hef enga trú á því að Samfylkingarmenn líti til hans sem framtíðarleiðtoga eftir þetta.Að lokum vil ég minnast á það að lýðræðið tapaði örlítið í þessum kosningum, kjörsókn var með eindæmum léleg. Margir hafa minnst á það að málefnaágreiningurinn hafi ekki verið mikill, en skoðankannanir að baráttan var afar hörð og jöfn, og hefði það átt að skila fólki á kjörstað. Svo er það meirihlutinn, mér lýst í sjálfu sér ekki illa á hann, hefði þó líklega frekar kosið Sjálfstæðisflokk/Vinstri grænir, sterkari meirihluti, með ágætis meirihluta kjósenda á bakvið sig. En það er sjaldnast á allt kosið og ég vil minna fólk á að það er rétt að bíða með sleggjudómana, leyfum nýjum meirihluta að komast af stað og dæmum hann af verkum hans. 

 


mbl.is Staðan í Reykjavík breyttist ekki þegar lokatölur birtust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En ef kjósendur velja dæmdan síglæpamann, sem er ekkert á leiðinni með að fara á betri braut í lífinu, sem leiðtoga? Er það þá rangt val? ;)

Ég veit, ég er að snúa út úr ;)

Guðmundur D. H. (IP-tala skráð) 30.5.2006 kl. 19:29

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Nei, jafnvel undir slíkum kringumstæðum hafa kjósendur rétt fyrir sér. Þeir velja þann sem þeir treysta best til að fara með sína hagsmuni.

Kjósendur hafa alltaf rétt fyrir sér.

G. Tómas Gunnarsson, 31.5.2006 kl. 13:33

3 identicon

Hmmm.. Tæplega finnst þér þetta algilt um öll mál?

Guðmundur D. H. (IP-tala skráð) 31.5.2006 kl. 21:18

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég man eftir mörgum dæmum þar sem ég hef ekki verið sammála kjósendum. En að segja að þeir hafi haft rangt fyrir sér finnst mér of langt gengið.

En öll dæmi um það að einhverjum finnist kjósendur hafa haft rangt fyrir sér eru að sjálfsögðu vel þegin.

En hver ætti að dæma það?

G. Tómas Gunnarsson, 1.6.2006 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband