Laug Jóhanna Sigurðardóttir að þjóð og þingi?

Það vantar ekki að undanfarin ár hefur all nokkuð verið rætt um launakjör Seðlabankastjóra á Íslandi. Bæði þegar þau voru lækkuð og þegar Seðlabankastjóri fór í mál við Seðlabankann.

Nú hafa nýjar upplýsingar komið fram, í viðtali við Seðlabankastjóra í þættinum Sprengisandi. Ég hef ekki hlustað á þáttinn, en sá endursögn úr honum á vef Viðskiptablaðsins.

Þar segir:

 

 

 

Már Guðmundsson segist hafa rætt launakjör sín við Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra áður en hann hafi verið ráðinn í starf seðlabankastjóra. Þetta kom fram í viðtali við hann í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. Már segist hins vegar ekki hafa neitt skriflegt um þessi samskipti.

„Það voru kannski mín mistök," sagði Már. „Ég hafði verið í störfum þar sem orð standa og allir treysta öllum og var ekki alveg að átta mig á því inn í hvers konar samfélag ég var að koma en er reynslunni ríkari núna."

Már var spurður hvort honum þætti hann hafa verið svikinn af  fyrrverandi forsætisráðherra, eða öðrum, þegar laun hans hafi voru lækku.

„Já, að einhverju leyti er það þannig, en það er náttúrlega bara liðin tíð og henni verður ekki breytt," sagði Már. „Þegar ég kem hingað til lands og þetta ferli er að ganga yfir varðandi mína ráðningu, þegar ljóst var að ég hafði orðið efstur hjá dómnefndinni, sem var undir forystu Jónasar Haralds, sá ég að það var líklegt að mér yrði boðið starfið. Um líkt leyti berast mér fréttir af því að það sé komið fram þetta frumvarp um kjararáð. Mér var náttúrlega ekki alveg ljóst hvort það hefði einhver áhrif á mína stöðu."

 

Það merkilega er að þegar ég las þetta, kom upp í hugann að Jóhanna hefði svarið af sér öll afskipti af málinu.  Því leitaði ég til góðvinar míns Hr. Google, og fann eftirfarandi þingræðu:

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Það liggur fyrir að ráðuneytisstjórinn í forsætisráðuneytinu, Már Guðmundsson og Lára formaður bankaráðs hafa öll komið fyrir viðskiptanefnd og gert grein fyrir sínu máli. Í máli þeirra allra kom fram að ég hefði engin afskipti haft af þessu máli, engin loforð gefið og engin fyrirheit. Ráðuneytisstjóri minn upplýsti líka og sendi skriflega greinargerð inn í nefndina þess efnis að hún hefði engin loforð gefið í þessu efni, enda ekki á hennar færi. Lög og reglur gilda í þessu efni, um kjararáð, og það er alveg ljóst að hún hafði einungis milligöngu um að koma upplýsingum til Más Guðmundssonar sem formaður bankaráðs Seðlabankans hafði fengið í Seðlabankanum um launamálið. Það eru hennar einu afskipti af þessu máli.

Ég er að velta fyrir mér hvort þingmenn vilji virkilega hafa svona samskipti og áherslur í málum þegar kallað er eftir breytingum og nýjum tímum. (Forseti hringir.) Við erum í heilan mánuð búin að ræða þetta mál, allt hefur komið fram, (Gripið fram í.) það hefur allt verið skýrt (Gripið fram í.) og allt verið opið í því. (Forseti hringir.) Ég hef svarað öllum spurningum sannleikanum samkvæmt en ég hef ekki svarað því sem hv. þingmaður vill fá fram, að ég sé eitthvað sek (Forseti hringir.) í þessu máli og hafi leynt upplýsingum. Það hef ég ekki gert, það er alveg ljóst.

Það virðist blasa við í þessu máli, að annað hvort hefur Jóhanna Sigurðardóttir logið að þjóð og þingi, eða þá að Már hefur farið með ósannindi í viðtalinu á Sprengisandi.  Hann virðist reyndar vera orðinn nokkuð tvísaga í málinu, ef hann hefur borið það fyrir Viðskiptanefnd, að Jóhanna hafi engin afskipti haft af málinu.

Það hlýtur eiginlega að vera að sannleiksþyrstir Íslenskir fjölmiðlar komist til botns í þessu máli.

Persónulega fæ ég það á tilfinninguna að Már fari með rétt mál, og hafi undir þrýstingi afneitað afskiptum Jóhönnu fyrir nefndinni. 

En það er bara mín tilfinning.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það kemur ekki á óvart að Jóhanna hafi logið því hún missti alla tengingu við þjóðina á efri árum og laug bæði hægri og vinstri bara til að halda eftirlaununum og ná fram sýnu í lífinu hinir skipta engu máli.

Sigurður Haraldsson, 6.10.2014 kl. 11:43

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er ekki nokkur spurning að hún laug að þingi og þjóð.  Spurningin er bara hversu oft það var gert...................

Jóhann Elíasson, 6.10.2014 kl. 16:11

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það liggur allavega fyrir að Már hefur logið.Annaðhvort á Sprengisandi eða fyrir nefndinni.Einhverntíma hefði rúvvið stokkið til.

Sigurgeir Jónsson, 6.10.2014 kl. 21:14

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Trúlega hefur Jóhanna logið líka.

Sigurgeir Jónsson, 6.10.2014 kl. 21:15

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er alltaf erfitt að fullyrða í málum sem þessum, raunar varasamt.

En mín  tilfinning er að Jóhanna hafi logið í þingræðu sinni og Már jafnframt fyrir Viðskiptanefnd (ef Jóhanna fer með rétt mál, um að hann hafi neitað afskiptum hennar þar).

En þessu sýnir enginn áhuga, það þykir nokkuð sjálfsagt.  Mörgum þykir það kostur að stjórnmálamenn kunni að ljúga, rétt eins og Juncker sagði, þegar hlutirnar líta illa út, verða menn að ljúga.

G. Tómas Gunnarsson, 7.10.2014 kl. 07:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband