Æskilegt, en varasamt

Ég held að flestir geti verið sammála um það að æskilegt væri að skattayfirvöld kæmust yfir upplýsingar um undanskot Íslendinga frá skatti.

Að upplýsa lögbrot er æskilegt og eitt af hlutverkum yfirvalda.

En svo er það siðferðislega og lagahliðin.

Er alveg sama hvernig upplýsingarnar eru fengnar, hversu áreiðanlegar eru þær og síðast en ekki síst standast þær fyrir dómi.

Er réttlætanlegt að hið opinbera borgi t.d. "tölvuhakkara" stórar fjárhæðir fyrir upplýsingar sem hann hefur undir höndum eftir að hafa framið lögbrot?

Sama spurningin gildir auðvitað t.d. um starfsmann banka, sem kann að hafa tekið skjöl ófrjálsri hendi.

Geta yfirvöld varið það að ráða t.d "hakkara" til tölvuinnbrota?  Tæplega, en hver er þá munurinn?

Svo er það spurningin um áreiðanleikann.  Það er auðvelt að falsa skjöl nú til dags, nú eða reikningsyfirlit.  Það má nokkuð ganga út frá því sem vísu að þær stofnanir sem skjölin eiga eða þau koma frá munu neita að tjá sig um það sem þar kæmi fram.

Hvernig er þá hægt að sanna að þau séu rétt?

Og í framhaldi vaknar spurningin hvernig myndu dómstólar taka á slíkum "sönnunargögnum"?

Ef gögn sýna undanskot, viðkomandi einstaklingur neitar sök, og viðkomandi fjármálastofnun neitar að sjá sig um málið, hvers virði eru gögnin fyrir dómstólum?

En svo má velta því fyrir sér hvort að gögnin geti leitt skattayfirvöld á rétta slóð, og auðveldað þeim að finna sönnunargögn, jafnvel þó að þau sjálf geti ekki staðið sem slík fyrir dómi.

Þannig eru ýmis álitamál, en vissulega er það þess virði að skoða þennan möguleika nánar.

En ein og spurningunum hlýtur að vera, eru lögbrot í lagi, ef afbrotamaðurinn finnur eitthvað misjafnt um aðra með lögbrotinu?

P.S.  Til að enda þetta á léttu nótunum, verða menn að velta því fyrir sér hvort að þeir sem skjóta fé sínu undan sköttum, séu ekki einfaldlega áhugamenn um lægri skatta sem hafa ákveðið að gerast "aðgerðasinnar".

 

 


mbl.is Ljóstrað upp um leynilega reikninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband