24.9.2014 | 19:27
Bankaráð Seðlabankans klofnaði í afstöðu til þess hvort best færi á því að Már Guðmundsson greiddi eigin málskostnað gegn bankanum
Eins og fram kemur í fréttinni (sem færslan er hengd við) hefur meirihluti bankaráð Seðlabanka Íslands ákveðið að best fari á því að Már Guðmundsson, seðlabankastjóri endurgreiði bankanum, þann málskostnað sem bankinn hafði áður lagt út fyrir.
Það er þó rétt að það komi fram að bankaráðið klofnaði í afgreiðslu sinni á málinu og skilaði minnihluti ráðsins séráliti, þar er lagst gegn þeirr ákvörðun og talið að rétt væri að sú ákvörðun, sem tekin var af fyrrverandi formanni ráðsins, að Seðlabankinn greiddi málskostnaðinn stæði.
Síðuhaldari mun ekki veita nein verðlaun þeim sem giska rétt á nafn þeirra flokka sem fulltrúar sem mynduðu minnihlutann í ráðinum, sitja fyrir.
Ef til vill nægir að segja að það séu þeir flokkar sem gjarna vilja líta á sig sem fulltrúa almennings, "litla mannsins".
Ef til vill telja þeir Má Guðmundsson, seðlabankastjóra, "lítinn kall".
P.S. Eitthvað virðast skoðanir Hildar Traustadóttur á þessu máli sveiflast til.
![]() |
Greiða ekki málskostnað Más |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:05 | Facebook
Athugasemdir
Það er ekkert óeðlilegt við það að einstakir bankaráðsmenn hafi ekki talið sanngjarnt að Már greiddi málskostnaðinn. Verður ekki bankinn að bera ábyrgð á störfum formannsins? Már neitaði að áfrýja málinu til hæstaréttar ef hann þyrfti að greiða kostnaðinn.
Það var því ákvörðun bankaráðsformannsins að Már skyldi áfrýja á kostnað bankans. Einnig má spyrja sig hvort ekki sé sanngjarnt, þegar maður fær ekki þau laun sem samið er um, að maður fái úr því skorið hvort það standist lög, án þess að bera mikinn kostnað.
Það er því ekki síður spurning hvort þeir sem ákváðu að Már skyldi greiða kostnaðinn hafi stjórnast af pólitík. Kannski urðu menn hræddir við að styggja Davíð Oddsson sem hamaðist á þessu máli í tilraun til að koma í veg fyrir endurráðningu Más.
Ásmundur (IP-tala skráð) 25.9.2014 kl. 21:32
@Ásmundur Ég get ekki sagt að það komi mér á óvart að þú skulir stökkva til og verja þetta.
En það er fyllilega óeðlilegt að bankaráð taki þá ákvörðun að borga málskostnað bankstjóra, gegn bankanum.
Sérstaklega er það óeðlilegt þegar farið er með það sem leyndarmál, eins og gert var í þessu tilfelli. Svo langt var gengið í í breiða yfir þessa staðreynd, að hún var ekki borin undir bankaráðið og Seðlabankinn gerði kröfu um málskostnað á hendur Má við réttarhöldin.
Það er hlýtur því að vera rökrétt að "sóló" gjörningur fyrrverandi formann bankaráðs gangi til baka.
Bankaráð getur ekki tekið ábyrgð á ákvörðunum sem teknar eru án samráðs við það. Líklega með hætti sem getur stangast á við lög um Seðlabankann.
Hvað var eðlilegra en að Seðlabankinn lyti ákvörðun Kjararáðs eins og aðrar ríkisstofnanir?
G. Tómas Gunnarsson, 26.9.2014 kl. 07:04
G. Tómas, þú virðist ekki gera þér grein fyrir aðalatriði málsins. Sá munur er á SÍ og öðrum ríkisstofnunum að seðlabankinn er sjálfstæður. Auk þess var Már ekki starfandi í seðlabankanum þegar kjararáð tók ávörðun um launalækkun.
Ég hef ekki tekið neina afstöðu í því hvort launalækkunin hafi verið óréttmæt. Hins begar finnst mér eðlilegt að seðlabankinn láti reyna á sjálfstæði sitt og einnig að Már vilji fá úr því skorið, án mikils kostnaðar af hans hálfu, hvort launalækkunin væri lögmæt. Einnig tel ég hæpið að mistök Láru komi niður á Má sem neitaði að áfrýja málinu ef hann þyrfti að greiða kostnaðinn.
Það kemur hins vegar ekki á óvart þótt harðir sjálfstæðismenn lúti í gras fyrir annarlegum hvötum Davíðs Oddssonar. Margir hafa farið flatt á að gera það ekki. Hann virðist enn vera áhrifamesti maður innan flokksins þrátt fyrir lítinn trúverðugleika. Menn virðast einfaldlega hræðast ofstopa hans.
Ásmundur (IP-tala skráð) 26.9.2014 kl. 08:37
@Ásmundur Og af hverju heldurðu þá að Seðlabankinn hafi gert kröfu á hendur Má um málskostnað í réttarhöldunum?
Það að einstaklingur sem er formaður bankaráðs fari fram úr sér í samtölum við Má og síðan gjörðum. Framkvæmi í raun ólöglegar athafnir, ættu frekar að leiða til rannsóknar á Láru, en stuðningi við Má.
Ólöglegar aðgerðir Láru geta ekki verið grunnur að ákvörðunum bankaráðs, eða hvað?
G. Tómas Gunnarsson, 27.9.2014 kl. 07:36
G. Tómas, ég vildi aðeins benda á að málefnalega er ekkert athugavert við að minnihluti bankaráðsins taldi ekki rétt að Már greiddi þennan kostnað.
Ég hef fært rök fyrir því án þess að taka afstöðu með hvorki minnihlutanum né meirihlutanum. Með því að benda á að minnihlutinn hafi eitthvað sér til málsbóta er ekki verið að segja að meirihlutinn hafi það alls ekki.
Ein helsta meinsemd í stjórnmálum á Íslandi er þessi skilyrðislausa fylgispekt við sinn flokk. Málefnaleg umræða á því erfitt uppdráttar sem hamlar mjög allri framþróun.
Ásmundur (IP-tala skráð) 27.9.2014 kl. 09:15
Staðreyndin er sú að Lára og Már, því Már er það greindur einstaklingur að hann veit vel að ákvörðun sem þessi þarf að fara fyrir bankaráð, vissu frá upphafi að í raun voru þau að taka ólöglega ákvörðun.
En í trausti þess að það væri hægt að breiða yfir hana, framkvæmdu þau hana.
Að hluti bankaráðsmanna sjái ástæðu til að reyna að verðlauna fyrir slíkt, er stórundarlegt og í raun siðleysi.
G. Tómas Gunnarsson, 27.9.2014 kl. 13:30
Ég hef heldur ekki tekið neina afstöðu til þess hvort að launalækkunin hafi verið réttmæt eður ei. Held reyndar að Már hefði átt hærri upphæðina skilið, en það er algert aukaatriði um umræðunni.
Lögbrotið, leyndarhjúpurinn og allt það rugl verður aðalatriðið.
Hefði Lára farið með málið fyrir bankaráð og það samþykkt þar, hefði það ábyggilega vakið mikla athygli. En það hefði verið heiðarlegt og farið eftir réttri leið.
En það þorði Lára líklega ekki að gera, því fór sem fór.
G. Tómas Gunnarsson, 27.9.2014 kl. 13:33
Í þessa umræðu má bæta þessari frétt.
Í raun er talið þar að líklegra sé, að framið hafi verið lögbröt, heldur en ekki. Það er það hugsanlega lögbrot sem minnihluta bankaráðs vill þá leggja til grundvallar ákvörðun sinni.
Að mínu mati gat bankaráð ekki annað en hafnað því að greiða málskostnað Más.
P.S. Það er svo aftur rannsóknarefni fyrir atferlisfræðinga, hvers vegna síðasta hálmstrá margra er gjarna að draga DO inn í umræðuna, en það er önnur ella eins og stundum er sagt.
G. Tómas Gunnarsson, 28.9.2014 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.