Leiðin liggur fram á við með fríverslunarsamningum

Það er fyllsta ástæða fyrir Ísland að sækjast eftir fríverslunarsamningi við Japan.  Íslendingar ættu að sækjast eftir fríverslunarsamningum við sem flesta.  Láta þau skilaboð liggja frammi að þjóðin sé opin fyrir og sækist eftir fríverslunarsamningum.

Fríverslunarsamningur við Japani væri mjög æskilegur og myndi án efa skila báðum þjóðum umtalsverðum ávinningi.

Það hlýtur svo að vekja athygli að fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögunnar er enginn annar en Össur Skarphéðinsson, fyrrum prímusmótor inngöngu Íslands í Evrópusambandið.

Össur veit að fjöldi ára er þangað til möguleiki er á því að sá draumur hans verði að veruleika.  Það sem meira er, það er all langt síðan hann gerði sér grein fyrir því.

Þess vegna dreif hann m.a. í því að klára fríverslunarsamning við Kína, eins og flestum ætti að vera í fersku minni.

Það má gefa Össuri plús í kladdann fyrir að gefast ekki upp og snúa sér að fullum krafti að fríverslunarsamningum.  En auðvitað færi það betur á að hann væri hreinskilinn við almenning hvað varðar það sem í raun er ekki hægt að kalla annað en viðræðuslit á milli Íslendinga og "Sambandsins".

 


mbl.is Kalla eftir fríverslun við Japan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband