21.9.2014 | 15:00
Lettneska ríkissjónvarpið ásakar Rússneska sendiráðið um að aðstoða við ráðningu málaliða fyrir "aðskilnaðarsinna" í Ukraínu
Lettneska ríkisútvarpið ásakar í frétt sinni Rússsneska sendiráðið um að aðstoða við ráðningu málaliða fyrir "aðskilnaðarsinna" í Ukraínu, á Lettneskri grundu.
Í fréttinni kemur fram meðal annars:
Declining to reveal their identities, the anonymous prospective fighters explained that the Russian Federations embassy was prepared to quickly handle all of the necessary paperwork and even help volunteers with expenses.
...
We simply renounce (our) national citizenship and right there at the embassy they give you your tickets and youre off to Russia. They said they are just waiting for us to come and sign up. My thought is, Im prepared to go anywhere to fight, and I dont know how much time Ill spend there in Russia, but I will know that I am defending my identity, that I am a Russian and that I have a right to be Russian, he said.
Ef Rússneska sendiráðið er að aðstoða við ráðningu málaliða, er það auðvitað grafalvarlegt mál. Sömuleiðis er það að sjálfsögðu grafalvarlegt að bera slíkar sakir á sendiráð erlends ríkis.
En þetta sýnir að hvaða stig deilurnar eru að komast á þessum slóðum. Rússar virðast staðráðnir í að sýna "mátt sinn og megin", hvort sem það er með ráni á Eistneskum leyniþjónustumann, broti á Sænskri og Finnskri lofthelgi, eða með aðstoð við ráðningu málaliða á Lettneskri grundu.
Það er því ljóst að spennan vex og mun líklega gera það á næstu mánuðum og misserum. Rússar virðast æ djarfari, eftir því sem innrás og yfirtaka á héruðum Ukraínu gengur betur.
En baráttan á þessu stigi er ekki síst barátta um að koma upplýsingum á framfæri og "vinna" það stríð.
Eistneska ríkisstjórnin hefur t.d. nýverið samþykkt að Ríkisútvarpið opni rás sem sjónvarpi á Rússnesku.
En það er þó nokkur "hiti" í "kalda" stríðinu við Rússland.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.