Allt opið, litlar breytingingar.

Þá er 5. og síðasta raðkönnun Gallup komin.  Ekki miklar breytingar frá því í gær, þó að % tölurnar flakki svo lítið til og niðurstöðurnar því örlítið "opnari" en áður.

Það munar minna á 8. manni Sjálfstæðisflokks og Framsóknarmanninum en í gær, en allt innan skekkjumarka þó.  En allt getur gerst.  En Sjálfstæðiflokkurinn vinnur á, sömleiðis Samfylkingin, aðrir tapa.  En allt innan skekkjumarka, engar stórar sveiflur.

Fréttablaðið var svo með aðrar niðurstöður í morgun, þar hafði Samfylkingin bætt í, Framsóknarmaðurinn úti og Sjálfstæðisflokkur með meirihluta í könnun NFS.  Það geta því allir fundið haldreypi í einhverjum könnunum.

En "stóra könnunin" er á morgun, það er því spennandi að sjá hvað gerist.

Persónulega tel ég að þetta velti allt á "nýtingunni" og þá vegur Framsóknarflokkurinn náttúrulega þyngst.  Ef hann nær ekki lengra en að fá næstum því mann, þá er afar líklegt að Sjálfstæðisflokkurinn nái meirihluta.

Að lokum fæ ég að láni smá texta af vef ruv.  www.ruv.is

"Athyglisverður munur er á fylgi flokkanna eftir hverfum í Reykjavík. Þannig nýtur Sjálfstæðisflokkurinn tæplega 57% fylgis í Grafarvogi en rétt rúmur þriðjungur kjósenda í 101 Reykjavík kýs Sjálfstæðisflokkinn. Þar kýs hins vegar fjórðungur kjósenda Vinstri græna en sá flokkur fær stuðning 5% kjósenda í Grafarvogi. Þriðjungur kjósenda í austurbænum kýs Samfylkinguna en umtalsvert færri í Árbænum, eða einn af hverjum fimm. Í Breiðholtinu ætla tæp 12% að kjósa Frjálslynda flokkinn en þann flokk kjósa aðeins tæp 3% íbúa í vesturbænum. Í vesturbænum nýtur Framsóknarflokkurinn innan við 2% fylgis en tæp 11% íbúa í Grafarholti ætlar að kjósa Framsókn."

Þetta er dálítið athyglisvert, svo ekki sé meira sagt.

Ég keypti öl og rauðvín í dag, nú er bara "snakkið" eftir og þá er ég klár.

 


mbl.is Allir flokkar fá borgarfulltrúa samkvæmt síðustu raðkönnun Gallup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband