Endurtekið efni? Degi hafnað aftur?

Þessi frétt vakti vissulega athygli mína þegar ég "browsaði" mbl.is í morgun.

Ég hef ekki lesið greinina (og á ekki von á því að ég festi kaup á henni), en þessi frétt gefur sýnishorn af þeirri stöðu sem gæti hæglega komið upp eftir kosningar, t.d. ef úrslitin verða eins og nýjast könnun Gallup gefur til kynna.

Bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hafa sagt að þau gefi ekki eftir að fá borgarstjórarstólinn, en ég man þó ekki eftir að hafa heyrt það skýrt og skorinort, að það yrði að vera oddviti viðkomandi flokks sem yrði borgarstjóri, en auðvitað getur það hafa farið fram hjá mér.

Þetta sýnir hvað viðræður um meirihutaviðræður eiga eftir að verða erfiðar (ef Sjálfstæðisflokkur nær ekki meirihluta) og þeim mun erfiðari sem fleiri flokkar koma að þeim.

Því tel ég æ meiri líkur á því að Sjálfstæðisflokkur verði í meirihluta, hvort sem það verður einn eða með öðrum (ég hef áður sagt að það tel ég ráðast af skiptingu atkvæða), samanber fyrri skrif hér á síðunni.

En nú er "stóra könnunin" á morgun.

 


mbl.is Líklegast að sátt náist um Steinunni Valdísi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband