11.9.2014 | 10:17
Löngu tímabært
Það er bæði eðlilegt og sjálfsagt að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka. Það er bæði eðlilegt og sjálfsagt að greitt verði atkvæði um slíkt á Alþingi, þó að í raun sé það líklega ekki lagaleg nauðsyn.
Það er áríðandi fyrir kjósendur að sjá hvernig umræðan verður á þingi og hverjir eru fylgjandi umsókn og aðild og hverjir eru á móti.
Nú eru liðin ríflega 5 ár síðan Alþingi samþykkti umsóknina. Hún var umdeild og fleiri en einn þingmaður lýsti því yfir að þeir væru á móti aðild Íslands að "Sambandinu", þótt að þeir greiddu atkvæði með þingsályktunartillögu um umsókn.
Það má því leiða sterk rök fyrir því að aldrei hafi verið meirihluti fyrir aðild á Alþingi.
Nú hefur "Sambandið" sjálft lýst því yfir að engin ný aðildarríki verði samþykkt næstu 5 árin. Það verða því hið minnsta 10 ár á milli umsóknar og því að Ísland ætti kost á aðild. Líklegt er að tíminn yrði lengri.
Það er því rökrétt að afturkalla umsóknina. Síðan má sækja um síðar, ef sýnt þykir að Íslenskir kjósendur kalli eftir aðild og fyrir því er traustur þíngmeirihluti.
Þá þarf að undirbyggja og búa umsóknina mun betur úr garði en ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna gerði og reyna að sameina þjóðina að baki henni. Það yrði líklega best gert með þjóðaratkvæðagreiðslu áður en umsóknin yrði send. Það eru líklega ein stærstu mistök (af mörgum) ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna að fallast ekki á slíkt fyrirkomulag.
Ísland hefur verið umsóknarríki í 5 ár, og ekkert miðað áleiðis í þeim málaflokkum sem mestu máli skipta.
Það er mál að linni, drögum aðildarumsóknina til baka.
Stefnt að afturköllun umsóknarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Umsókn um aðild að Evrópusambandinu var ekki til á íslandi, því miður fyrir Heilaga Jóhönnu, Össur hin Skarpa sem og ranatröllið „sannleiksfúsa.“
Heilög Jóhanna og Össur hin Skarpi ásamt hinum „æruverðugasta Steingrími af öllum Steingrímum“ smíðuðu í því í sameiningu þessháttar plagg og notuðu til brúks við það verk, nauðgunar maskínuna Heilaga Jóhönnu og flatti hún út allt þinglið Vinstri Grænna, og var það hágrátandi undir þeirri nauðung.
Það er því ekki ástæða til að kjósa um þetta mál heldur segja því upp svo sem ærlegir menn gera þá trúlofun hefur farið fram með hætti íslamista.
Hrólfur Þ Hraundal, 12.9.2014 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.