Yfirburðir verðframsetningar í N-Ameríku

Ég man það enn hvað það fór í taugarnar á mér í fyrstu þegar ég var staddur í landi þar sem flest verð voru gefinn upp án sölu/virðisaukaskatts.

Það var í Frakklandi og á veitingastöðum voru sömuleiðis öll verð gefin upp án "þjónustugjalds", þannig að nokkuð snúið gat verið að reikna út hvað máltíðin myndi kosta, þegar upp væri staðið.  Síðan þurfti auðvitað að reikna með hæfilegu "þjórfé", eða "tipsi".

Síðar vandist ég því í Kanada að því sem næst öll verð voru gefin upp án söluskatts.

Og það var þar sem ég sannfærðist um yfirburði þess kerfis.

Þar gerðist nefnilega sá sjaldgæfi atburður að söluskattur var lækkaður.  Og auðvitað breytti það ekki miklu.  Því sem næst engu auðvitað.

Söluskattur var lækkaður um 1%.

En þar sem verð hafði ávallt verið gefið upp án söluskatts í verslunum, þá breyttist uppgefið verð ekki neitt.  

En "lokaverðið" breyttist auðvitað.  Það lækkaði.

Ef að eitthvað hafði kostað $1.99, þá gat kaupmaðurinn auðvitað ekki hækkað það verð, þó að söluskatturinn hefði lækkað.  Það stóð óbreytt.  Þegar söluskatturinn hafði hins vegar lækkað úr 14% í 13%, lækkaði endaverðið úr 2.28, í 2.26.

Ef til vill ekki reginmunur, en þó eftirtektarverður.

Það er einnig góður síður í Bandaríkjunum og Kanada að yfirleitt má lesa á öllum strimlum hvað mikið var greitt fyrir vörurnar og hvað mikið var greitt í söluskatt.

Annað er svo, að í flestum (ef ekki öllum) ríkjum og fylkjum Bandaríkjanna og Kanada er engin söluskattur á matvörum og munar vissulega um minna.

 

 


mbl.is Hækkun á matarskatti vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er góður punktur hjá þér

einhvern efast ég nú um að gegnsæi sé ástæðan fyrir þessu vestra

maður sér það fyrir sér að fljótlega á næsta ári þegar verð á td sjónvörpum hafa ekki lækkað mikið að þá sé um eldri birgðir að ræða og svo gleymist þetta eins og allt annað. eitt er víst venjulegur maður út á götu mun ekki hafa hugmynd hvort seljandinn á stjónvarpstækinu sé með hærri framlegð eða ekki eftir þessar breytingar.

tryggvi (IP-tala skráð) 9.9.2014 kl. 20:52

2 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Mikið til í þessu.

Þorsteinn Sverrisson, 9.9.2014 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband