Rússneskar ögranir. Hið "kólnandi" stríð

Það hefur vakið athygli mína hve lítið er fjallað um brottnám Rússa á Eistneskum leyniþjónustumanni nú nýverið.

Það er sáralítið sem fjallað hefur verið um það í alþjóðlegum fjölmiðlum, þó að vissulega hafi verið fjallað um það í  fréttum.

Ég sá tvær fréttir um málið á Eyjunni, en það er eina umfjöllunin sem ég hef séð í Íslenskum fjölmiðlum.

Þó má segja að þetta sé atvik sem sanni með áþreifanlegum hætti að nýtt "kalt" stríð sé hafið, enda leyfi ég mér að efast um að sambærilegt atvik hafi átt sér stað síðan í "kalda stríðinu".

Vissulega eru tvær útgáfur af því hvar atburðurinn gerðist, á Eistnesku landsvæði eða Rússnesku.  Flest virðist þó benda til þess að Eistlendingar fari með rétt mál og Rússneska leyniþjónustan hafi einfaldlega ráðist yfir landamærin og rænt hinum Eistneska leyniþjónustumanni.  Rétt er að hafa í huga þó að Rússneskir hermenn (og ef til vill leyniþjónustumenn einnig), virðast ekki hafa yfir að ráða fullkomnum staðsetningarbúnaði, og eiga það til að "villast" yfir landamæri eins og gerðist í Ukraínu.

En að öllu gamni slepptu, þá er þetta ekki atburður sem er léttvægur.

Hafi Rússneska leyniþjónustan farið inn í Eistland og rænt þar starfmanni þarlendrar leyniþjónustu er um gríðarlega alvarlegan atburð.

Hafi Eistneskur leyniþjónustumaður verið gripinn Rússlandsmegin (sem ég persónulega hef ekki trú á að sé sanna útgáfan) er sömuleiðis um mjög alvarlegan atburð að ræða.

Það er vert að hafa það í huga að því hefur verið haldið fram að aðalstarf þess einstaklings sem Rússar rændu, hafi verið að berjast gegn og afla upplýsinga um skipulagða glæpastarfsemi.  Það hefur svo vakið ýmsar vangaveltur, hvers vegna Rússneska leyniþjónustan hafi talið nauðsyn að "fjarlægja" hann. 

Það er ljóst að Rússar virðast ganga skipulega fram með ögranir, ef ekki beint ofbeldi eins og í dæminu hvað varðar Eistneska leyniþjónustumanninn.

Annar angi af því eru tilraunir þeirra til að sækja til saka þá íbúa Litháen, sem neituðu að inna af hendi herþjónustu í Sovéska hernum árið 1990 og 91.

Það er því nokkuð ljóst að "kalt" stríð er skollið á í A-Evrópu, og nokkur hiti í því eins og dæmið í Eistlandi sýnir.

Það er líklegt að álíka dæmum eigi eftir að fjölga og ég yrði ekki hissa ef netið yrði vinsæll vettvangur fyrir "kalt" stríð.  Þar eru margir möguleikar til að skapa óróa og óvissu og valda andstæðingnum óþægindum.

Fyrir þá sem vilja kynna sér málið frekar má benda á vefi Eistneska ríkisútvarpsins á ensku og Postimees (Póstmaðurinn eða Pósturinn).

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll - G. Tómas / sem og aðrir gestir þínir !

Hvaða ''ögranir'' - eru Rússar nú að hafa í frammi ?

Hélt - að þú vissir ágætlega / að það eru hjúin Obama og Merkel kerlingin og leppar þeirra: sem eru einna skeinuhættust Heimsfriðnum - með öllu sínu brölti - undanfarin ár og áratugi Tómas minn.

Manstu Víetnam stríðið ? Þá: voru möguleikar fjarskiptanna ekki þeir sömu og í dag / og einkar auðvelt fyrir Washington stjórnina að ljúga öllu mögulegu og ómögulegu - upp á þá Víet Cong liða: sem og Norður- Víetnama / líkt og Kambódíukonung o.fl.

Hvað - þennan Eistlending varðar / ættu Rússar að losa sig við hann - HIÐ SKJÓTASTA / hafi þeir þá tekið hann höndum: öllum er hollast að umgangangast lið eins og : Eistlendinga / Letta og Litháa hið allra minnsta:: dyggustu undirlægjur Þjóðverja í ESB - að Skotum og Írum kannski einna helzt: frátöldum.

Jah - þvílikt Tómas minn. ''Ögranir'' Rússa hvað ? ágæti drengur !

Með beztu kveðjum - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.9.2014 kl. 15:35

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Sagan hefur ef eitthvað, breytt því hvernig litið er á Vietnam stríðið.   Þar hefur einmitt sýnt sig að áróður hinna "vinstri sinnuðu" afla, sem oftar en ekki lutu stjórn Sovétsins átti við lítil rök að styðjast.

Það þýðir ekki að framganga Frakka, eða Bandaríkjamanna hafi verið flekklaus.

Rússar hafa viðurkennt, og aldrei þrætt fyrir, að hafa Eistlendinginn undir höndun, þeir hafa hann í sínu fangelsi.

Eftir þinni málafylgju, ættu þeir að láta hann lausan, en litlar líkur eru á því.  Slíkt væri enda ekki Rússa háttur, sem eru líklegri til að bera upp á hann upplognar sakir og dæma hann til Gulagsvistar upp á sirka 20 ár.

Þeir sem eru undirlægjur Sovétsins/Rússa falla yfirleitt í lægsta flokk hjá mér.  Mér sýnist það blasa við þér, Óskar Helgi.

G. Tómas Gunnarsson, 9.9.2014 kl. 19:50

3 identicon

Sæll á ný - G. Tómas !

Þér að segja: bjóst ég nú við andsvörum vísum frá þér síðuhafi knái / en við hrokanum og drambinu í svari þínu til mín reiknaði ég nú ekki í þínu fari - Tómas minn.

Og - yfirlýstur fjandi Sovétsins er ég / og hefi alla tíð verið - þó svo fölskvalaus í huga hafi verið til þessa - til Rúriks Hersis (862 - 879) og eftirmanna hans flestra / þó: tímabilið 1922 - 1991 teljist að sjálfsögðu ekki - þar með.

Með kveðjum þó - en hugsi er ég samt / að nokkru //

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.9.2014 kl. 20:42

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Svar mitt var all nokkuð sniðið eftir athugasemd þinni sem var full af drambi og þjóðernishatri, nokkuð sem ég kæri mig lítið um.

Hvernig á annan veg er hægt að skilja orðalag sem:  " öllum er hollast að umgangangast lið eins og : Eistlendinga / Letta og Litháa hið allra minnsta:: dyggustu undirlægjur Þjóðverja í ESB - að Skotum og Írum kannski einna helzt: frátöldum."

Það er lítill munur á Rússlandi Pútins og Sovétinu, þannig að ég geri ekki mikinn greinarmun á aðdáendum þessar stjórnkerfa.  Hvort að skammstafirnar segi NKVD, NKGB, KGB, FSB, eða eitthvað annað er ekki það sem skiptir máli.

Fylgjendur þeirra falla í lægsta flokk hjá mér.

G. Tómas Gunnarsson, 9.9.2014 kl. 21:12

5 identicon

Sæll á ný - G. Tómas !

Hafðu þína hentisemi / ég mun halda mig fast: við minn keip - eftir sem áður.

Og - bið ég þína formföstu síðu: vel að lifa.

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.9.2014 kl. 15:33

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það eru allir frjálsir að sínum skoðunum, en mér geðjast þær mismikið og þykir ekki ástæða til að fara í felur með það.

Þannig er það og verður.

G. Tómas Gunnarsson, 10.9.2014 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband