26.5.2006 | 02:30
Að tala en segja ekki neitt....
Ég horfði/hlustaði á borgarafund í beinni á NFS í dag. Meira hlustaði en horfði, enda svo sem ekki í sjálfu sér um myndvænan atburð að ræða. Einhverra hluta hikstar líka alltaf myndin hjá mér, en hljóðið kemur nokk skýrt í gegn.
Hvað á nú að segja um frammistöðu frambjóðendanna? Enginn fannst mér skora nein stig þarna.
Líklega hefur Svandís staðið sig hvað best, þangað til hún fór að hnýta í þáttarstjórnendur vegna hvers það væri engin kona á meðal stjórnenda. Þar missti hún það. Lét síðan því sem næst króa sig af í því að segja að samstarf við Sjálfstæðisflokkinn kæmi ekki til greina, skiljanlegt, enda margir af þeirra stuðningsmönnum ekki hrifnir af Sjálfstæðisflokki, en samt, aldrei að láta mála sig út í horn.
Ólafur var eins og staður hestur, engu átti að slaka til, og kjósendur áttu að virða það við Frjálslynda að þeir hefðu ekki haggast. Ekkert af þeirra málum hafði þó komist í gegn, og ekki telst líklegt að þeirra mál komist í gegn, ef viðmótið er þetta. Til hvers á þá að kjósa hann? Til þess að það sé "nöllari" í borgarstjórn?
Björn Ingi rann nokkuð smurt í gegnum þáttinn, varðist fimlega þegar bréf Halldórs Ásgrímssonar bar á góma, og skoraði nokkra punkta þegar hann, einn frambjóðenda, áttaði sig á mistökunum sem Vilhjálmur gerði þegar hann dró skólagjöld inn í umræðuna. En hann sagði ekki neitt.
Vilhjálmur stóð sig nokkuð vel. Gerði mistök í sambandi með því að minnast á skólagjöld, en fór annars vel í gegnum þetta. Hefði þurft að hafa öflugri svör við árás þáttastjórnenda hvað varðaði ályktanir SUS (SUS er ekki í framboði, reykvíkingar þurfa svo sem ekkert frekar að eiga von á því að þeirra stefnumál verði ofan á þó að Sjálfstæðismenn nái hreinum meirihluta, frekar en að reykvíkingar þurfa að eiga von á því að ræstingar verði boðnar út í grunnskólum Reykjavíkur, ef Samfylkingin kemst til valda, þó að slíkt hafi verið framkvæmt af Samfylkingunni í Hafnarfirði. Það er ekkert nýtt að fleiri en ein skoðun finnist í stjórnmálaflokkum á Íslandi.) Sagði svo sem ekki mikið.
Það vakti athygli mína að þáttastjórnendur þurftu oftar en einu sinni að stoppa orðaflauminn sem stóð út úr Degi þegar hann komst að, samt sagði hann ekkert. Það var hins vegar eins og orðbunan öðlaðist sjálfstætt líf. Samt sagði hann ekki neitt, sem hægt var að skilja. Jú, nema það auðvitað að "framkvæmdaáætlun" er ekki "framkvæmdaáætlun". Það hafði reyndar komið fram áður.
Í heild sinni var þessi þáttur þokkaleg skemmtun, en engin "skandalíseraði", engin gerði afgerandi mistök, því held ég að þessi þáttur hafi ekki breytt neinu. Baráttan heldur sinni stefnu, það er 8. maður Sjálfstæðisflokks, eða Framsóknarmaðurinn sem verða inni.
En það er ennþá einn og hálfur sólarhringur þangað til kjörstöðum lokar, sitthvað gæti breyst.
Það er það sem gerir þetta svona skemmtilegt.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Bloggar | Facebook
Athugasemdir
Held að þú ættir að finna þetta hér: http://veftivi.visir.is/veftivi/listContent.do?treeId=2&progId=17842&sortBy=1
Annars er þetta endursýnt aftur og aftur held ég. Ég náði Reykjavíkurfundinum í beinni, en hlustaði með öðru eyranu á endurtekningu frá Ísafirði, Hafnarfirði, Akranesi og Reykjanesbæ, í dag.
Ekki hægt að segja að þetta séu neitt "groundbreaking" þættir, en NFS á þó heiður skilið fyrir að fara "rúntinn".
G. Tómas Gunnarsson, 26.5.2006 kl. 03:05
Held að þú ættir að finna þetta hér: http://veftivi.visir.is/veftivi/listContent.do?treeId=2&progId=17842&sortBy=1
Annars er þetta endursýnt aftur og aftur held ég. Ég náði Reykjavíkurfundinum í beinni, en hlustaði með öðru eyranu á endurtekningu frá Ísafirði, Hafnarfirði, Akranesi og Reykjanesbæ, í dag.
Ekki hægt að segja að þetta séu neitt "groundbreaking" þættir, en NFS á þó heiður skilið fyrir að fara "rúntinn".
G. Tómas Gunnarsson, 26.5.2006 kl. 03:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.