Í "Ekkifréttum" var þetta helst......

Þetta er all skringileg frétt sem er á fréttavefnum mbl.is.

Það virðist sem sé teljast til frétta að fyrrverandi borgarstjóri R-listans telji borgarstjóraefni Samfylkingarinnar hæfast sem borgarstjóra og segist treysta því til starfans.  Eins og einhver myndi orða það "big news". 

Hverju megum við eiga von á næst?  Að Steinunn Valdís, núverandi borgarstjóri sendi frá sér svipaða fréttatilkynningu?  Eða borgarstjórinn sem var á undan Þórólfi, Ingibjörg Sólrún, á hún eftir að senda frá sér fréttatilkynningu, þar sem hún segist treysta Degi til starfans?

Eða koma þeir Birgir Ísleifur eða Davíð Oddsson með fréttatilkynningu og segjast treysta Vilhjálmi best til starfans?

Hvaða skilyrði skyldu menn nú þurfa að uppfylla, svona almennt, til þess að það teljist fréttaefni hvaða stjórnmálaflokk þeir hyggjast kjósa?  Eða getur hver og einn sem atkvæðisrétt hefur gengið að því sem vísu að mbl.is muni birta yfirlýsingu um hverjum hann treystir best til að gegna borgarstjóraembættinu og hvernig hann hyggst greiða atkvæði?

 


mbl.is Yfirlýsing frá Þórólfi Árnasyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Get ekki sagt að ég taki þetta nærri mér. Var einfaldlega bara hissa.

En auðvitað er þetta ekki verri útskýring en hvað annað. Nú er bara að bíða eftir því að íslendinga láti á þetta reyna og sendi mbl.is, yfirlýsingar um hvaða flokk þeir ætla að kjósa og hverjum þeir treysta best fyrir borgarstjóraembættinu, gæti verið gaman að því.

Hvað er annars netangið sem er best að nota fyrir svona tilkynningar?

G. Tómas Gunnarsson, 26.5.2006 kl. 03:10

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Sjálfur hef ég ekki kosningarétt í þessum kosningum, og hef því ekkert að tilkynna. En ég myndi vilja nota tækifærið og hvetja alla, sem eru ekki feimnir við að segja frá því hvað þeir kjósa, til að senda yfirlýsingu á ofangreinda vefslóð, um hvað þeir ætla kjósa og hverjum þeir treysta best til að verða borgar/bæjarstjóri í sínu byggðarlagi.

Það gæti verið gaman að sjá þetta allt saman í fréttunum.

Nú er bara að drífa sig.

G. Tómas Gunnarsson, 26.5.2006 kl. 03:25

3 Smámynd: Sylvía

já ég er að spá í að láta þjóðina vita um minn hug í þessum efnum

Sylvía , 26.5.2006 kl. 06:34

4 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Já, vissulega gera margir miklar kröfur til Morgunblaðsins, til dæmis yrði ég fyrir miklum vonbrigðum ef starfsbræður mínir hér myndu ekki birta yfirlýsingu frá Þórólfi Árnasyni um álit hans á einhverjum frambjóðenda í kosningunum.

Þó svo það komi kannski mörgum ekki á óvart að Þórólfur lýsi yfir stuðningi við Dag, þá hefði hann einnig getað sleppt því að senda frá sér þessa tilkynningu, enda alls ekki gefið að hann styðji framboð Dags.

Mín tilfinning er að Þórólfur hafi verið ástsæll borgarstjóri, þrátt fyrir afsögn sína, og þessi yfirlýsing geti skipt marga máli.

Steinn E. Sigurðarson, 26.5.2006 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband