Engin leið fyrir Ísland að ganga í "Sambandið" næstu 5 árin. Tímabært að draga umsóknina til baka

Ef marka má frétt The Telegraph, hefur Jean-Claude Juncker lýst því yfir að engin ný ríki verði tekin inn í  Evrópusambandið næstu 5 árin.

Það þarf ekki að koma neinum á óvart.  Að mörgu leyti er þetta skynsamleg afstaða.

Það hefur lengi verið ljóst að takmarkaður áhugi hefur verið á meðal aðildarþjóða að taka inn ný ríki, enda margir þeirrar skoðunnar að "Sambandið" hafi nú þegar færst of mikið í fang.

En það er auðvitað engin ástæða fyrir Íslendinga að halda í umsókn sem ekki er að "gera sig", fyrir hvorugan aðilan, Íslendinga eða "Sambandið".

Meirihluti Íslendinga hefur gegnumgangandi í skoðanakönnunum lýst sig andsnúna "Sambandsaðild" og nú lýsir Juncker því yfir að engin ný ríki verði tekin inn í "Sambandið" næstu 5 árin.

Eftir hverju er þá ríkisstjórn Íslands að bíða?

Rétt er að draga umsókn Íslands til baka án frekari tafar.

Einbeita sér að frekari fríverslunarsamningum eins og frekast er unnt.

Síðar er hægt að sækja um aðild að "Sambandinu" ef sterkur vilji er fyrir því á meðal þjóðarinnar - að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Með umsókn sem væri betur undirbúin og undirbyggð en hrákasmíðin sem ríkisstjórn Samfylkingar og VG, Jóhönnu og Steingríms sendi til Brussel.

Sú umsókn fer í "bókina" sem einhver stærstu pólítísku mistök sem gerð hafa verið á Íslandi, og er þó af þó nokkru að taka.

 

 

 


mbl.is Kosinn forseti framkvæmdastjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afhverju hótaði Hamas að myrða þessa Palestínsku stúlku og alla fjölskyldu hennar? Afhverju er líf hennar nú í hættu í Bretlandi þar sem hún lifir sem flóttamaður. Hún er Malala Palestínu, fögur, hugrökk, gáfuð. Heimurinn ætti að hlusta á hana:

http://www.israelvideonetwork.com/this-palestinian-christian-woman-is-being-threatened-and-harassed-for-this-speech

Guðjón (IP-tala skráð) 16.7.2014 kl. 02:26

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér G.Tómas.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.7.2014 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband