8.7.2014 | 08:42
Ferðaþjónustan skapar Íslendingum miklar tekjur
Það alls ekki ólíklegt að krónan hefði gefið eitthvað eftir, hefði þeirra tekna sem ferðaþjónusta færir Íslendingum ekki notið við.
Ferðaþjónusta hefur vaxið með ævintýralegum hætti og hefur sprungið út á árunum eftir bankahrunið. Þar má að hluta til þakka hinni sömu krónu, sem seig verulega og gerði Íslandsferð að möguleika fyrir marga sem höfðu neitað sér um það áður.
Þó að ég hafi ekki skýra mynd af verðlagi á Íslandi í dag, efast ég um að það sé jafn hátt t.d. í dollurum og var árin 2006 og 2007 til dæmis. Mér hefur að vísu skilist að verðlagið á Íslandi hafi hækkað mjög ört undanfarna mánuði, en það væri fróðlegt að sjá samanburð á milli þessara ára og verðþróun í dollurum, t.d. frá 2005.
En auðvitað á svo ferðaþjónustan sinn þátt í hinum neikvæða viðskiptajöfnuði sem nefndur er í fréttinni. Slíkur fjöldi ferðamanna kallar að sjálfsögðu á aukin innflutning. Það þarf að flytja inn matvæli, áfengi, hreinlætisvörur, svo ekki sé minnst á hina stórauknu fjárfestingu í ferðaþjónustu.
En slíkur innflutningur skilar sér auðvitað margfallt til baka, þó að vissulega geti verið blikur á lofti hvað varðar fjárfestinguna, því varasamt er að treysta á að vöxturinn haldi áfram um ókomna tíð.
Ferðaþjónustan mikilvæg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Ferðalög, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.