8.7.2014 | 08:19
30.000 söngvarar
Ég er ekki mikill eða góður söngvari. Engum myndi detta til hugar að biðja mig um að syngja, nema ef þyrfti að rýma húsnæði eða slútta partýi.
Ég telst heldur ekki mikill áhugamaður um söng og ekki líklegasti maðurinn til að sjást á sönghátíum eða kóramótum.
En samt sem áður varð ég auðvitað að drífa mig á Eistnesku sönghátiðina. Það er aðallega upplifunin, burtséð frá söngnum (sem var þó góður eins langt og mitt eyra nam), vera innan um 90.000 manns eða svo og hlusta á u.þ.b. 30.000 manna kór.
Veðrið var gott, líklega heldur um of gott og erfitt að taka myndir í glampandi sólskininu. En þetta var einstök upplifun, sem mun lifa með mér.
Hér eru myndir sem ég tók í gær, en fleiri má finna á Flickr síðunni minni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.