Dagar söngva og dansa

Á 5 ára fresti skunda Eistlendingar á sinn "þingvöll" og slá um söng og dans hátíð.  Þessi hefð er orðin 145 ára gömul, þó að í upphafi hafi eingöngu verið um söng að ræða, ef ég hef skilið rétt.

En þetta er mikil hátíð, yfir 30.000 þáttakendur og mér er til efs að víða sé hægt að hlusta á yfir 20.000 einstaklinga syngja saman.

Sönghátíðin hefst með heljarinnar skrúðgöngu frá Frelsis torginu (Vabaduse Väljak) að Söngva torgi (Laulu Väljak), þar sem risastórt svið er og sönghátíðin fer fram.

Í skrúðgöngunni eru flestir Eistnesku þátttakendurnir í þjóðlegum búningum og ganga undir merki síns kórs og sveitarfélags.

Hér að neðan eru nokkrar myndir frá skrúðgöngunni í gær, en fleiri má finna á Flickr síðunni minni.

Meiri upplýsingar um hátíðina má finna á  http://2014.laulupidu.ee/en/

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég var þarna fyrir fimm árum síðan. Það var mikil upplifun. Sjá hér.

http://asthildurcesil.blog.is/admin/blog/?entry_id=921340

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.7.2014 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband