5.7.2014 | 08:00
Hljómar líklega
Þessi frétt hljómar trúverðuglega. Hún er mun trúverðuglegri en ýmsar aðrar fréttir sem sagðar hafa verið um áhuga Costco undanfarna daga.
Því miður er það svo að ýmsum Íslenskum fjölmiðlum hættir til að fara undarlega stíga í fréttaflutningi.
Þannig fóru að birtast fréttir í ýmsum Íslenskum fjölmiðlum um hálfgerða kröfugerð Costco á hendur Íslenskum stjórnvöldum. Þegar þessi frétt er lesin kemur í ljós að þær fréttir virðast ekki eiga við nein rök að styðjast.
Ef til vill var framsetningin fyrst og fremst með þeim hætti til reyna að setja Costco í neikvætt ljós og gefa þeim sem fyrir eru á markaði tækifæri til að stíga fram með yfirlýsingar?
Hér er hins vegar fjallað um málið að rólegan og yfirvegaðan hátt.
Það stemmir við mína reynslu (sem viðskiptavinur) af Costco, þar sem verslanirnar eru lagaðar að þeim lögum og reglum, þar sem þær starfa. Eru þess vegna eðlilega mismunandi, bjóða yfirleitt nokkuð gott úrval af "local" vörum þó að kjarninn sé hinn sami og framsetning.
En það kemur mér ekki á óvart að mikið sé lagt í undirbúninginn, þó að ákvörðun hafi ekki verið tekin. Þannig vinnur Costco og hefur ferla og undirbúning á hreinu.
Það hlýtur sömuleiðis að vera Íslendingum umhugsunarefni að lágmarkslaun sem Costco hefur ákveðið fyrir sitt fyrirtæki séu hærri en lágmarkslaun á Íslandi.
En það stemmir við það sem ég hef heyrt. Costco hefur gott orð á sér sem vinnuveitandi, borgar ágætis kaup, gerir vel við sitt fólk og að starfsmannavelta sé frekar lítil.
Það hljómar ef til vill undarlega, en í þeirri Costco verslun sem ég hef verslað mest í, þekki ég orðið mörg andlitin og þau kannast við marga af kúnnunum.
Costco sker sig sömuleiðis frá öðrum verslunum sem ég hef stundað, með því að við útgöngudyr stendur alltaf starfsmaður (eða menn) og fara yfir strimilinn og gjóa augunum yfir körfuna.
Næstu alltaf þegar krakkarnir voru littlir og voru með mér, teiknaði starfmaðurinn lítið skrípó, eða í það minnsta kosti broskall og afhenti krökkunum.
Mér er nær að halda að það hafi verið "polisía" í versluninni.
Gríðarleg vinna lögð í komu Costco | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Matur og drykkur, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:29 | Facebook
Athugasemdir
Já fjölmiðlar hér heima hafa kynnt þetta mál með miklum ólíkindum, er það eftir öðru.
Ekki nóg með að reynt sé að láta Costco líta illa út heldur er sömu fjölmiðlum mikið í mun að láta íslensk stjórnvöld líta illa sérlega út í þessu máli, eins og þau séu hinn versti dragbítur og hér gildi voðaleg höft og hindranir.
Látið er í veðri vaka að Costco muni aðeins koma hér gegn þeim skilyrðum að takmörkunum á innflutningi hrárrar kjötvöru verði aflétt, að verslunin fái lyfsöluleyfi og að áfengi verði selt í verslun þeirra.
En það að bandaríska verlunarkeðjan Costco telji sér hag í því að fjárfesta hér og hefja hér umfangsmikinn verlunarrekstur er auðvitað mikið fagnaðarefni fyrir land okkar og þjóð og um leið beinlínis viðurkenning á að Ísland hafi heil mikið að bjóða og hér sé eftir heil miklu að slægjast í viðskiptunum.
Þetta allt saman rímar auðvitað mjög illa við stöðugan fréttaflutning sömu fjölmiðla um "ónýta Ísland" og að hér inn í krónu hagkerfið vili enginn koma til að fjárfesta.
Þess vegna búa þau til svona upphrópana fréttaflutning til þess að gera þetta allt saman mjög tortryggilegt !
Gunnlaugur I., 5.7.2014 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.