Að flytja eða ekki flytja - til Akureyrar

Fyrirhugaðar flutningur Fiskistofu til Akureyrar hefur eðlilega vakið athygli og umræður.  Það er ekki á hverjum degi sem ríkisstofnanir eru fluttar út á landsbyggðina.

Eðlilega sýnist sitt hverjum.

Í mínum huga skiptir tvennt meginmáli.

Er vilji fyrir því að flytja ríkisstofnanir út á landsbyggðina?

Hvernig er best staðið að því?

Sjálfur er ég fylgjandi því að flytja stofnanir út á landsbyggðina, en það má auðvitað finna rök á móti því einnig.

En þó að ég sé þeirra skoðunar að varasamt sé að hafa afskipti af staðsetningu einkafyrirtækja, gildir annað um ríkisstofnanir, sem eðli hlutarins samkvæmt eru kostaðar af landsmönnum öllum og eiga í flestum tilfellum að þjóna þeim öllum.

Og ef flytja á ríkisstofnanir út á land, eru varla margir staðir hentugri en Akureyri og ég ímynda mér að fáar stofnanir henti betur til flutnings út á landsbyggðina en Fiskistofa.

En hvernig er best að standa að flutningum sem þessum?

Eftir því sem ég hef komist næst, stendur ekki til að leggja starfsemina niður í Reykjavík, þar verður eftir sem áður all öflug starfstöð.  Það er enda eðlilegt.

Það má sömuleiðis velta því fyrir sér hvað er gott að flytja stóra "bita" af stofnunum í einu, og hvað ætti að gefa sér langan tíma til þess.  Sömuleiðis er vert að hafa í huga hvað langur tími ætti að líða frá tilkynningu um flutning, þangað til flutningur hefst.  Það gefur starfsfólki tíma til að meta stöðu sína, jafnvel finna sér nýtt starf, nú eða t.d. fyrir maka til að þreifa fyrir sér með starf á nýjum stað, ef áhugi er fyrir því að flytja.

En fyrirtæki og stofnanir eru ekki reknar fyrir  starfsfólkið. Jafn sjálfsagt það er að reyna að gera vel við starfsfólk, hafa jafn fyrirtæki sem stofnanir, flutt, dregið saman seglin, lagst niður o.s.frv. í gegnum tíðina og verður svo í framtíðinni einnig.

Það er ekkert óeðlilegt að Fiskistofa flytjist norður á Akureyri, ekki óeðlilegra en reiknað er með að Sýslumannsembættið á Akureyri verði lagt niður og Akureyri sinnt frá Húsavík.  Mig rekur ekki minni til að stéttarfélög hafi lagt í mikla baráttu gegn þeim hugmyndum, alla vegna ekki enn.

Það er alltaf ástæða til þess að velta upp hugmyndum um hvernig betur megi standa að hlutunum, en það þýðir ekki að hlutirnir eða hugmyndirnar séu ekki þess virði að framkvæma þær.

P.S.  Svo að gagnsæið sé í hávegum haft, er auðvitað rétt að taka fram að þó að bloggari hafi ekki komið til Akureyrar í háa herrans tíð, er hann fæddur þar og uppalinn.  Það hefur þó ekki að ég tel haft nein veruleg áhrif á þessi skrif. :-)

 

 


mbl.is „Aðferðafræðin skiptir öllu máli“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband