Fátækt og lífsgæði

Það er ánægjulegt að sjá að þrátt fyrir allt stendur Íslenskur almenningur í heildina séð nokkuð vel, þó vissulega megi alltaf óska eftir frekari framförum.

En þegar ég las þessa frétt mundi ég eftir frétt sem ég las nýlega á vefsíðu Eistneska blaðsins Postimees.

Þar var talað um framfarir í aðbúnaði landsmanna og þó að þeim hafi miðað vel fram á veginn, er ég hálf hræddur um að Íslendingum þætti nóg um þau skilyrði sem margir þar búa við, sérstaklega í dreifbýlinu.

En frétt Postimees segir okkur að 5.5% Eistneskra heimila sæki ennþá sitt daglega vatn í brunn nálægt heimili sínu, hafi með öðrum orðum ekki rennandi vatn.  Það er þó mikil framför frá árinu 2000, þegar sama hlutfall var ríflega 11%.  Enn stærra er stökkið þegar horft er til síðasta áratugar síðustu aldar, en þá segir blaðið að rennandi vatn á í dreifbýlinu hafi verið fátítt.

Aðeins 3.5% heimila notast enn við útikamar, í samanburði við meira en 7% árið 2000.

Enn hafa 28.1% heimila ekki heitt vatn í heimilum sínu, og ríflega 12% hafa hvorki baðkar né sturtu.

Þó að hér sé fyrst og fremst talað um dreifbýli, er það ekkert einsdæmi að hús í borgum og bæjum hafi ekki heitt vatn, eða séu tengd miðlægum holræsalögnum.

Stærstu stökkið kom fljótlega eftir að Eistland endurheimti sjálfstæði sitt, en jafnt og þétt hefur ástandinu miðað í rétta átt.

"Sæluríki sósíalismans" skyldi innviði landsins eftir í hörmulegu ástandi.  U.þ.b. 50 ára herseta Sovétsins var landinu dýr, þó þótti lífið í Eystrasaltslöndunum almennt betra en annars staðar í Sovétríkjunum.

P.S.  Þess má geta hér í framhjáhlaupi að Íslendingar þiggja frá Eistlendingum afnot af ríflega 200 fermetra húsnæði í Kína, undir sendiráð, endurgjaldslaust.


mbl.is Lífsgæðin svipuð og fyrir hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband