30.6.2014 | 07:05
Hvað snæða þeir í Kína?
Það er gott mál að kynna Íslenskar afurðir í Kína. Það er mikilvægt að Íslendingar reyni eftir fremsta megni að nýta sér fríverslunarsamninginn sem nú er í þann veginn að taka gildi.
Hinn Kínverski markaður er stór og vaxandi kaupgeta og eftirspurn erftir gæðavörum, jafnt matvælum sem öðru.
Framleiðendur af Íslenskri stærðargráðu þurfa ekki að komast inn nema á nema littla "niche markaði" í Kína til að um muni.
Það er einnig nauðsynlegt fyrir Íslendinga að dreifa útflutningi sínum á sem flesta markaði og vera ekki háðir neinum einum um of.
Það er því fyllsta ástæða fyrir Íslensk fyirtæki að horfa vongóðum augum til Kína og reyna eftir fremsta megni að koma sér fyrir á þeim stóra markaði.
Kynna íslenskar afurðir í Kína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.