Óttinn við hið óþekkta. Múslimar þurfa að kynna trú sína og afstöðu safnaðarins til samfélagsmála

Nú er mikið talað um andúð eða jafnvel hatur á múslimum og söfnuði þeirra á Íslandi.  Margir vilja kenna um umræðu um moskubyggingu fyrir nýafstaðnar borgarstjórnarkosningar.

Það er auðvitað skelfileg einföldun, en umræðan dró ef til vill athyglina að ótta margra Íslendinga við aukin umsvif múslima á Fróni.

Og óttin á sér eflaust margar skýringar.  Ekki hvað síst að fjölmiðlar, bæði Íslenskir og ekki síður erlendir, flytja flesta daga fréttir af margvíslegum ofbeldis og mannréttindabrotum sem framin eru í nafni trúar múslima.  

Mörgum einstaklingum hættir til að óttast hið óþekkta og óttinn magnast upp í "hópsálinni".

Það er því nauðsynlegt að söfnuðir múslima á Íslandi kynni trú sína og afstöðu safnaða sinna til samfélagsmála fyrir Íslendingum.

Það er reyndar Íslenskum fjölmiðlum til skammar að það skuli ekki hafa verið gert og auðvitað ættu múslimar sömuleiðis að leggja metnað sinn í að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

Teljast Íslensku söfnuðirnir til súnnía eða shíta? Eða einhvers allt annars?

Hafa söfnuðir þeirra t.d. jafnréttisstefnu, og ef svo er í hverju er hún fólgin?  Hver er afstaða Íslensku safnaðanna til sharia laga? Hver er afstaða þeirra til klæðnaðar kvenna?  Eru þeir fylgjandi eða andstæðir búrkum?  

Hver er staða samkynhneigðra innan safnaðanna? Hver er afstaða þeirra til umskurðar kvenna? Finnst þeim sameiginlegir sundtímar í grunnskólum ásættanlegir?  Er að þeirra mati ásættanlegt að Íslenskir fjölmiðlar birti myndir af spámanninum?

Hvað finnst söfnuðum múslima á Íslandi um nauðungarhjónabönd?  Hvað finnst þeim um hjónabönd systkinabarna? Er að þeirra mati munur á hvort að múslimskur karlmaður kvænist "heiðingja", eða hvort að múslimsk kona giftist utan trúarinnar?

Hafa margir í söfnuðunum á Íslandi yfirgefið trúnna og er einhver refsing við því?

Þiggja söfnuðir múslima á Íslandi erlenda styrki, og ef svo er, hverjir eru helstu styrktaraðilarnir?  Verður moska byggð og/eða rekin að hluta eða öllu leyti fyrir erlenda styrki?

Þetta eru bara nokkur atriði, og eflaust eru mörg önnur atriði sem vert er að bæri á góma.  Þessi upptalning hjá mér endurómar hluta af þeirri umræðu sem ég hef rekist á, bæði í innlendum og erlendum fjölmiðlum.

Ég held að það væri þarft fyrir söfnuði múslima að kynna trú sína, starfsemi og sjónarmið og í raun ótrúlega slakt af Íslenskum fjölmiðlum að hafa ekki haft forgöngu um slíka kynningu, frekar en að hleypa í "æsingagírinn".

Frekari umræða um stöðu og starfsemi trúfélaga og aðkoma opinberra aðila að henni væri sömuleiðis þörf.  

Íslendingar þurfa að ákveða hvernig þeir vilja að henni sé háttað til framtíðar, ekki með upphlaupum yfir einstaka atburðum.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Amal Tamini, systir Salmanns Tamini sem er Iman (prestur) í því trúfélagi sem mun vera í nýju moskunni hefur lýst því yfir á prenti að bróðir hennar hafi ekki viljað tala við hana í mörg ár afþví að hún valdi að giftast Íslendingi. Veit ekki hvort það er einhver vísbending um hjónabönd. Salmann sjálfur hefur líst því yfir að hann muni aldrei gifta samkynhneigða í moskunni (enda gerir ekki nema ein moska í öllum heiminum það og hún er ekki viðurkennd af öðrum múslimum). Það er hægt að finna svör við öllum spurningunum sem þú settir upp sjálfur, og eðlilegast að fólk geri það. Efni sem kemur frá trúfélögunum sjálfum til utanaðkomandi, hvort sem það er frá kristnum, múslimum, Hare Krishna, Vottum Jehóva eða Vísindakirkjunni er alltaf í og með áróður (sem á að veiða nýja meðlimi í söfnunðina). Þess vegna er betra að hvetja fólk sjálft til að afla sér upplýsinga um alla hluti. Stjórnmálaflokkar, trúarlegir söfnuðir og samtök koma ekki fram með hlutlaust efni um sjálfan sig. Upplýsingaöflun ætti að vera kennd í skólastarfi og hvernig hægt er að þekkja muninn á áróðri annars vegar og hins vegar hatursáróðri (sem eru tvær hliðar á sama óhlutlausa peningnum) og hins vegar upplýsingum (sem er það sem skynsamur maður aflar sér sjálfur).

Pétur (IP-tala skráð) 14.6.2014 kl. 11:26

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þó að ég hafi lesið ýmislegt um Islam í gegnum tíðina, þekki ég lítið til starfsemi Islamskra söfnuða, en ég ímynda mér að þeir séu misjafnir og starfi eftir misjöfnum reglum. Rétt eins og þekkist í öðrum trúarbrögðum.

Auðvitað er ekki hægt að taka allt trúanlegt sem kemur frá trúarsöfnuðum (frekar en flestum öðrum klúbbum og samtökum), en ég myndi samt sem áður telja að það væri fengur að því fyrir alla, bæði múslima og aðra Íslendinga að söfnuðirnir kynntu starfsemi sína, sjónarhorn og afstöðu til samfélagsmála.

Þó ég hafi lesið margt misjafnt um starfsemi ýmissa söfnuða múslima, leyfi ég mér ekki að álykta sjálfkrafa að Íslensku söfnuðirnir starfi eftir sömu reglum eða siðum.

Trúarbrögð eins og flest annað eru síbreytileg og í stöðugri þróun, kristni er gott dæmi um það.

Sjálfur hef ég kosið að sneyða hjá þátttöku í þeim, ég hef ekki getað séð neina skynsemi í þeim.  

Sjálfur veit ég ekki hvar helst og best er hægt að finna upplýsingar um starfsemi múlimskra söfnuða á Íslandi, en ábendingar í þá átt eru vel þegnar.

G. Tómas Gunnarsson, 14.6.2014 kl. 11:54

3 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Fjandinn sjálfur getur kynt áform sín, en ekki þarmeðsagt að ég hafi háhuga á honum. Svona er min afstaða eftir 35 ára nærveru við muslima.

Eyjólfur Jónsson, 14.6.2014 kl. 14:11

4 identicon

Söfnuður Salmann Tamini, sem leyfir ekki samkynhneigð hjónabönd, og, nema systir hans sé að ljúga, ekki heldur hjónabönd ekki-múslima-karla og múslima-kvenna, er mun frjálslyndari en hinn söfnuðurinn, en iman þess safnaðar sem ég man ekki hvað heitir (hann starfar í Ýmis húsinu) lýsti því yfir á sínum tíma að samkynhneigðir stundi margir hverjir barnarán, en dró síðan þá yfirlýsingu til baka. Salmann Tamini sagðist styðja að höggva hendur af þeim sem gerast sekir um stuld á Útvarpi Sögu (og upptakan er á heimasíðu þeirra), en dró síðan orð sín til baka. Hvað þessir menn sem ekki virðast geta staðið við orð sín hugsa í alvörunni veit ég ekki, en þeir eru leiðtogar þessara trúfélaga. Hvort bæklingar frá söfnuðum þeirra myndu "upplýsa" einhvern, það leyfi ég mér að efast um. Mér sýnist þessir menn ekki geta verið sjálfum sér samkvæmir eða vita hvað þeir standa fyrir sjálfir og leyfi mér því að taka orð þeirra ekki alvarlega fyrst þeir gera það ekki sjálfir.

Pétur (IP-tala skráð) 14.6.2014 kl. 14:22

5 identicon

Systir Salmanns Tamini hélt því líka fram að bróðir hans hefði gert sitt besta til að gera hana hornreka í samfélagi múslima og stuðlað að því að þeir hættu alveg að umgangast hana eftir að hann fordæmdi hana. Hvort hún er bara að ljúga þessu, veit ég ekki, en get ekki séð hvað hún ætti að græða á því. Múslimar hér efast ég um séu neitt stórhættulegt fólk, en mér sýnist lítið sem ekkert sé að marka leiðtoga þeirra sem sífellt eru dragandi orð sín til baka, og það þótt annar þeirra hafi búið hér áratugum saman og tali góða íslensku. Ég skil ekki afhverju ég ætti að taka mark á samtökum sem hafa ekki marktæka leiðtoga.

Pétur (IP-tala skráð) 14.6.2014 kl. 14:25

6 identicon

Andlegur leiðtogi Ýmis safnaðarins tjáir sig. Segir samkynhneigð hvetja til mannrána. Dró svo orð sín að hluta til til baka og sagði það ekki svo hér á landi. http://www.dv.is/frettir/2013/7/18/samkynhneigd-hvetur-til-mannrana/

Andlegur leiðtogi frjálslyndra múslima á Íslandi tjáir sig um að höggva eigi hendur af múslimum. Dró síðan orð sín til baka að hluta, sagðist hafa sagt hluti sem hann meinti ekki afþví hann hafði verið reiður. Lét þar við sitja eftir því sem ég best veit og fór ekkert nánar út í afsökunina eða tók fram hvað það væri sem hann hefði sagt og ekki meint. Kannski hef ég rangt fyrir mér?

http://www.utvarpsaga.is/frettir/637-salmann-hlynntur-aflimun-%C3%BEj%C3%B3fa-%C3%AD-refsingarskyni.html#.U5xctZR_umk

Múslimar á Íslandi? Eflaust ágætis fólk.

Leiðtogar þeirra? Ómarktækir, ósamkvæmir sjálfum sér, ekki menn orða sinna, ekki menn hvers orð er að marka, standa ekki við orð sín, ætti ekki að taka trúanlega. Bara mín skoðun. Sama og skoðun mín á flestum íslenskum stjórnmálamönnum og mörgum íslenskum prestum.

Pétur (IP-tala skráð) 14.6.2014 kl. 14:33

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

G.Tómas, ég er ekki viss um að fyrirsögnin þín eigi við: "Óttinn við hið óþekkta".

Múslimatrúin er umdeild vegna þess að birtingarmynd hennar er óaðlaðandi -  en alls ekki óþekkt. 

Kolbrún Hilmars, 14.6.2014 kl. 17:17

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Eyjólfur  Auðvitað svarar hver fyrir sig, en ég held að Íslendingar hefðu gott af því að taka slíka umræðu og fræðast um hvernig söfnuðir múslima á Íslandi starfa og viðhorfum þeirra til mála samfélagsins.

@Pétur.  Ég get tekið undir sjónarmið þín hvað varðar flesta stjórnmálamenn, presta og trúarleiðtoga.  En ég leyfi mér að efast um að forsvarsmenn múslima söfnuða verði þeir síðustu sem kjósi að draga ummæli sín til baka, eða biðjast afsökunar á þeim.

En það dregur ekki úr nauðsyn þess að starfsemi söfnuða múslima sé kynnt fyrir Íslendingum og færi auðvitað best að samhliða kynningu múslima, myndu Íslenskir fjölmiðlar kynna sér starfsemina og reyna að varpa á hana hlutlausu ljósi eins og kostur er.

@Kolbrún.  Birtingarmynd trúarkenninga múslima er viðurstyggilega víða um heim.  Það sama má segja um ýmsa kristna söfnuði.  Það þarf t.d. ekki að leita lengra en til Írlands til að finna nýlegar fréttir um það.

Það þýðir ekki að starfsemi kaþólsku kirkjunnar á Íslandi hafi verið eða sé með sama sniði (þó að ýmislegt miður fallegt hafi átt sér stað þar einnig).

Það er birtingarmyndir múslimatrúar sé miður falleg víða, gerir það í mínum huga enn nauðsynlegra að kynna og upplýsa Íslendinga um starfsemi trúfélaganna á Íslandi, þannig að þeir geti myndað sér skoðun út frá því sem er að gerast á Íslandi, en ekki því sem hefur gerst hér og þar um heiminn á undanförnum árum.

Þar ættu fjölmiðlar auðvitað að vera í fararbroddi.

G. Tómas Gunnarsson, 14.6.2014 kl. 17:38

9 identicon

Ef þú vilt kynna þér eðli Islams trúar þá skaltu gúggla á Hamed Abdel-Samad.

Hann er sonur egypsks imans, en er nú búsettur í þýskalandi.

Hann hefur tekið mikinn þátt í umræðunni um islam og hefur m.a.komið fram í

mörgum sjónvarpsþáttum.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 14.6.2014 kl. 17:51

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góðar spurningar ýmsar seturðu hér fram í grein þinni, Tómas.

Ætti ekki að vera í lagi fyrir Íslendinga, að þetta komi í ljós (byggt á Washington Post): Rúmur meirihluti múslima í ýmsum löndum vill dauðarefsingu vegna fráfalls frá islam (smellið!) -- þarna er um að ræða: Malasíu, Jórdaníu, Palestínu (sjálfstjórnarsvæði Palestínuaraba) -- 59% múslima hafa þetta viðhorf þar -- Egyptaland, Pakistan og Afganistan (og hörðust er afstaðan í síðastnefnda landinu: 78% vilja dauðarefsingu fráfallinna frá islam). Lægri tölur eru svo frá ýmsum löndum, en þó 36% í Bangladesh og 38% frá Írak.

Jón Valur Jensson, 14.6.2014 kl. 18:41

11 identicon

Íslenskir fjölmiðlar eru málsvarar annars vegar auðmanna og elítunnar (sem sést best á því að allir sem ætluðu að tala um bankana voru reknir, Sigmundur Ernir var bara eitt dæmi!) Hins vegar eru þeir málsvarar meirihlutans, pólítísks rétttrúnaðar og viðtekinna skoðanna almennings. Þeir geta aldrei varpað sönnu ljósi á minnihlutahópa og það getur enginn fræðst um þá í raun sem hefur ekki vitsmuni eða getu til að sjá um þá fræðslu sjálfur, fyrir sjálfan sig.

R (IP-tala skráð) 14.6.2014 kl. 18:56

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Giftingar í Islamstrú eru dáldið öðruvísi en íslendingar nútímans eiga að venjast - en að sumu leiti minna þær á giftingar eins og þeir tíðkuðust á Íslandi fyrir ekkert löngu síðan ss. á 19.öld.

Meginatriðið er samningurinn. Lagalegi samningurinn. Þar sem fulltrúar tilvonandi hjóna semja sín á milli um ráðahaginn, fjárhagsleg atriði oþh.

Sjálf athöfnin þarf ekkert að fara fram í mosku. Og það þarf ekkert endilega imman, að eg tel.

Brúðurinn þarf ekki einu sinni að mæta heldur getur hún sent tvö vitni fyrir sína hönd, að eg ætla líka.

Samt sem áur eru giftingarsiðir og serimoníur mismunadi milli landa. Hvert land hefur sína lókal siði og venjur og sona.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.6.2014 kl. 19:32

13 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það væri mjög gott innlegg í umræðuna um Islam, ef þeir múslimsku söfnuðir sem hér eru starfandi, svöruðu einhverjum af þeim spurningum, sem síðuhöfundur setur fram, í aldeilis ágætum pistli.

Helsti þröskuldur vitrænnar umræðu á Íslandi eru hins vegar ömurlegt metnaðarleysi og á stundum hreinn fíflagangur í fjölmiðlum hér á landi. Hérlend blaða og fréttamannastétt, hefur sennilega aldrei verið ver saman sett, en nú um stundir.

Góðar stundir.

Halldór Egill Guðnason, 14.6.2014 kl. 21:36

14 identicon

Helsti þröskuldur vitrænnar umræðu á Íslandi er að enn sé til fólk sem dettur í hug að venjulegir fjölmiðlar, hvort sem er hér á landi eða annars staðar, séu uppspretta raunverulegra upplýsinga um nokkurn skapaðan hlut. Það er vitsmunaleg leti og ómennska og menntunarleysi sem veldur því.

R (IP-tala skráð) 14.6.2014 kl. 22:27

15 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

R.: Niðurstaðan úr þinni "umræðu" um þetta tiltekna málefni?

Halldór Egill Guðnason, 14.6.2014 kl. 23:59

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þ.e.a.s. að hjónaband samkvæmt Íslam er ekki sakramenti, sem kallað er, heldur meira félagslegur samningur milli aðila. Inn í samninginn er hægt að setja ýmis skilyrði frá eigin hendi eða þeirra aðila er um sýsla fyrir hönd mótpartanna.

Þ.e. að þetta virðist þá borgarlegt dæmi og snúast um félagslega þætti og fjárhagsleg atriði.

Er nefnilega dáldið sneddý.

Hitt er svo annað, að hin ýmsu lönd hafa ákveðar reglur og lög um hvernig hjónaband er gilt oþh.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.6.2014 kl. 02:21

17 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Bestu þakkir til allra fyrir innlitið og innleggin.  Sérstkar þakkir fyrir að halda innleggjunum á kurteisari nótunum, það kann ég vel að meta.

@Hörður.  Þökk fyrir upplýsingarnar.  En þetta upplýsir þó lítið um afstöðu og sjónarhorn hinna Íslensku safnaða.

@R.  Deili ekki sjónarhorni þínu á Íslenska fjölmiðla, þó að ég sé ekki of hrifinn af mörgum þeirra.  Sigmundur Ernir komst á þing og hefði því átt að vera í góðri aðstöðu til að koma afstöðu sinni á framfæri, en ég varð þó frekar lítið var við hana.

@Ómar.  Bestu þakkir fyrir þessa fróðleiksmola.  Slíkt fyrirkomulag hefur varla neitt lagalegt gildi á Íslandi.  Imam eða aðrir forsvarsmenn Íslensku söfnuðanna hafa hins vegar líklega leyfi til hjónavígsla.  Ég veit það ekki fyrir víst, en finnst það eiginlega hljóti að vera, en hjón hljóta eftir sem áður að þurfa vígsluvottorð eða hvað sem það heitir aftur.  Sömuleiðis hljóta aðfluttir múslimar að koma með opinber gögn til að skrá hjónaband sitt hjá Hagstofu, til að öðlast réttindi hjóna.  En það er rétt að fyrirkomulag hjónabanda er mismunandi land frá landi.  Einfaldasta og skilvirkasta fyrirkomulagið er líklega í Frakklandi.  Þar sér hið opinbera um hjónavígslur og enginn annar.  Hin nýgiftu geta svo látið hvern sem er blessa sambandið, en enginn er í hjónabandi sem sá sem hið opinbera hefur vígt.

Það er víðast hægt að gera nokkurn veginn hvaða samning sem er í kringum giftingar, t.d. kaupmála.  En í fæstum tilfellum er það ígildi vígslu.

@Halldór.  Það er alltof algengt að taka einföldustu leiðina.  Skella í krassandi fyrirsögn og láta innihaldið mæta afgangi.  Margir Íslenskir fjölmiðlar finnst mér líkjast "spjallborðum" meir og meir.  Að leiða saman tvo einstaklinga af andstæðum pólum finnst mörgum fjölmiðlum svo hápunktur "balanseraðar", upplýstrar og vandaðar umfjöllunar.   Vissulega er erfitt að halda úti góðum fjölmiðlum í littlu landi þar sem fæst má kosta nokkuð, en það ætti þó að vera hægt að gera betur.

G. Tómas Gunnarsson, 15.6.2014 kl. 07:54

18 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Jón.  Ágætur punktur í umræðuna og sjálfsagt að ræða.  Segir þó eins og margt annað ekkert um afstöðu hinna Íslensku safnaða.

Það er einmitt sem mér hefur fundist vanta, að umræðan snúist um afstöðu þeirra og eftir henni verði leitað.  Ekki týnt til dæmi um það sem tíðkast hér og þar um heiminn og sjálfkrafa fært yfir á Íslensku söfnuðina.

Ekki frekar en það sem nýverið var í fréttum frá Írlandi, á að yfirfærast yfir á Íslenska kaþólikka.

G. Tómas Gunnarsson, 15.6.2014 kl. 07:58

19 identicon

Saga Norður Írlands er mjög einstök og sérstök og ástandið þar gjörólíkt nokkru öðru kaþólsku landi af sögulegum ástæðum sem eru einsdæmi og þúsundir sagnfræðinga hafa helgað líf sitt engu öðru en að skilja það. Þannig að þetta er eins og að taka dæmi af einhverjum með mjög sjaldgæfan erfðasjúkdóm og setja í samhengi við almennar umræður um heilsu. Að sjálfsögðu eigum við að læra af nágrannalöndum okkar, mistökum þeirra og því sem vel var gert, því múslimasamfélagið á Íslandi, ólíkt kaþólska samfélaginu á Norður Írlandi, er á engan hátt sérstakt eða áhugavert, heldur algjörlega dæmigert samansafn múslima í öðrum vestrænum löndum. Múslimum gæti fjölgað mikið í náinni framtíð, því gjörningur Gunnars Smára og fleiri er orðinn vel auglýstur á fjölda Islamskra vefsíðna og ímynd múslima af Íslandi er að verða mjög jákvæð og þeir gætu farið að streyma hingað, sem er auðvitað bara besta mál. Og þá þarf að vera tilbúinn að taka á móti þeim og skoða vel ástandið í nágrannalöndunum og gera ekki sömu mistök.

. (IP-tala skráð) 15.6.2014 kl. 14:23

20 identicon

Það eina sem er sérstakt við samfélag múslima á Íslandi er að það er hlutfallslega mjög lítil prósenta af þjóðinni og mjög nýtt á nálinni, miðað við múslimasamfélög annars staðar í Evrópu. Þetta eitt og sér veitir því þó enga sérstöðu eða gerir það spennandi. Norður Írland aftur á móti er einsdæmi í nútíma mannkynssögu og ótrúlega margt sem skilur þá frá öðrum löndum og það eru kenndir sérstakir kúrsar um Norður Írland (sem einstakt case, ekki til að skilja heildarmyndina) í félagsfræði/mannfræði/sögu/þjóðfélagsdeildum ótal háskóla um allan heim.

. (IP-tala skráð) 15.6.2014 kl. 14:26

21 identicon

Ómar skrifar:

"Brúðurinn þarf ekki einu sinni að mæta heldur getur hún sent tvö vitni fyrir sína hönd, að eg ætla líka".

Þetta þykir mér mjög líklegt.  Konurnar hafa nefnilega bara aukaaðild að hjónabandinu skt. íslam.  Þær eru búfénaður sem gengur kaupum og sölum.  Beljan þarf venjulega ekki að mæta þegar gengið er frá sölusamningi vegna hennar.

immalimm (IP-tala skráð) 16.6.2014 kl. 12:19

22 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sennilega eru múslimaelskendur líka ánægðir með hversu auðvelt er fyrir karlmann að skylja í íslamahjónabandi: Senda bara konuni SMS " Ég er skylinn við þig, ég er skylinn við þig, ég er skylinn við þig."

En auðvitað getur konan ekki gert það sama.

Kveðja frá Seltjarnarnesi

Jóhann Kristinsson, 16.6.2014 kl. 13:08

23 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@ .  Ég ætla ekki að dæma um hvort að samfélagið á Írlandi (þú ritar N-Írlandi, en ég held að þú hljótir að meina Írland) er einsdæmi, það getur verið sem 'land´, en það er ekkert einsdæmi að söfnuðir fari 'verulega út af sporinu', hvort sem er í kristni eða öðrum trúarbrögðum.

@Immalimm  Góður punktur, en það er einmitt fjöldinn allur af slíkum atriðum sem gerir það að verkum að mínu mati, að Íslensku söfnuðirnir ættu að kynna trú sína, afstöðu til ýmissa þjóðfélagsmála og stofnana þess.  Það er ljóst að slíkar athafnir, eða 'samningar' hafa takmarkað eða ekkert gildi gagnvart Íslenskum lögum.

@Jóhann.  Ég veit ekki um lagagildi þessa í mismunandi ríkjum múslima, en trauðla yrði þetta tekið gilt fyrir Íslenskum dómstól.  Enn enn og aftur sýnir þetta hve gott væri að útskýrt væri og dæmi tekin um hvernig (eða hvort) trúfélög múslima aðlaga sig að Íslensku samfélagi.

G. Tómas Gunnarsson, 17.6.2014 kl. 08:39

24 identicon

Það eru engin teljandi vandræði á Írlandi lengur og hafa ekki verið í hundrað ár. Norður-Írland er annað land en Írland. Það tilheyrir Bretlandi eins og Wales og Skotland. Kannski ágætt að læra grunnskólalandafræði? Saga ÍRA og hryðjuverka og slíkt takmarkast orðið við Norður-Írland, ef þú vissir það ekki. Írar, fólkið á Írlandi (önnur þjóð en Norður-Írar) hafa engan áhuga á hryðjuverkum.

. (IP-tala skráð) 17.6.2014 kl. 13:50

25 identicon

Saga Írlands var reyndar mjög sérstök. Írar hafa verið fórnarlömb mikils kynþáttahaturs gegnum aldirnar og skrifuð hafa verið svipuð rasistarit gegn þeim og svörtu fólki. Um tíma unnu svartir þrælar við hlið Íra á plantekrum í Bandaríkjunum sem er ástæða þess að margir frægir blökkumannaleiðtogar, frelsishetjur sem frægir tónlistarmenn, áttu írskar ömmur og afa og bera írsk ættarnöfn. Þú ættir að læra meir um þína eigin nágranna áður en þú veist allt og skilur. Þú getur fundið þetta allt á netinu. Miðað við Íra hafa múslimar á Vesturlöndum aldrei upplifað mismunun eða kynþáttafordóma og hafa enga afsökun. Að bera sama múslima á Vesturlöndum við Íra hér áður fyrr (sem er orsök hryðjuverkanna) er svipað og að bera saman síguna, sem víða hafa enn engin mannréttindi, við Armena sem búa á Vesturlöndum. http://www.dailykos.com/story/2013/12/27/1265498/-The-slaves-that-time-forgot

. (IP-tala skráð) 17.6.2014 kl. 13:55

26 identicon

Svo þú skiljir þetta aðeins betur. Lykilatriðið við að skilja vandræðin á Norður Írlandi er að þetta er ekki trúarstríð, heldur stríð kaþólikka (fólk sem er genetískt séð af írskum uppruna og var kúgað og undirokað, fyrirlitið og beitt kynþáttafordómum) og fólks af enskum uppruna, sem var valdastéttin og vill svo til að er mótmælendur. ÍRA var stofnað mest með fé frá Bandaríkjunum, af stóru leyti til af trúlausu fólki eða fólk sem er bara kaþólsk að mjög takmörkuðu leyti. Þetta er eiginlega kynþáttastríð, þó um hvítt fólk sé að ræða, svipað og Þjóðverjar beittu gyðinga harðræði, þó þýskir gyðingar hafi flestir verið, að útlitinu til, "hvítir". Trú skiptir þarna mjög litlu máli og IRA á marga stuðningsmenn sem eru algjörlega trúlausir og jafnvel meðlimir trúleysingjasamtaka auk IRA (og ég hef hitt svoleiðis fólk sjálfur). Hryðjuverk múslima í Evrópu og Bandaríkjunum eru aftur á móti framin af heittrúar fólki og kjarna ástæðunnar fyrir þeim er ekki að finna í rasisma. Þú getur ekki borið saman epli og appelsínur og fáfræði mun aldrei hjálpa neinum málstað, þannig að það er betra að afla sér fyrst upplýsinga og tala svo og taka ekki dæmi á fáfræðisgrundvelli.

. (IP-tala skráð) 17.6.2014 kl. 14:20

27 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það sem ég var að vísa til í upphaflega í athugasemd minni nr. 2. þegar ég talaði um Írland (sem ég hélt að þú værir að tala um), var fundur um 800 líka af börnum á ýmsum aldri á svokölluð heimili fyrir ógiftar mæður.  Það eru langt í frá að það séu 100 ár síðan það gerðist.

Það sem ég var að meina að þó að kaþólikkar hafi hagað sér með þvílíkum hætti, er engin ástæða til að ætla að kaþólíkkar á Íslandi hafi hagað sér, eða viljað haga sér á sambærilegan hátt.

Ég þekki vel muninn á N-írlandi og Írlandi og skil reyndar ekki alveg hvers vegna þú kaust að færa N-Írland inn í umræðuna, en þessir fróðleiksmolar eru þó velkomnir hér, alltaf gaman af slíku.

G. Tómas Gunnarsson, 17.6.2014 kl. 15:11

28 identicon

Já, G. Tómas Gunnarsson, þetta var ekki trútengdur atburður sem þú ert að tala um, heldur örþrifaráð því fátæktin var slík ekki var hægt að greftra börnin. Ef þú þekktir sögu Írlands og að Írar voru sendir nauðugir viljugir í þrældóm til BNA og fleira og að þar dó stór hluti þjóðarinnar reglulega úr hungri meðan Bretar höfðu nóg að borða, þá myndir þú skilja að þetta er varla í frásögu færandi í þeirra sögu og menningu. Ég hélt þú værir að tala um IRA sem enginn maður styður lengur á Írlandi en nýtur stuðnings margra Norður Íra. Írar eru aftur á móti mun trúaðri en Norður-Írar. Mörg dæmi eru t.d. um að samkynhneigðir hafi flutt frá Írlandi til Norður Írlands til að vera lausir við fordóma. Norður Írar sækja almennt ekki kirkjur heldur og hafa viðhorf lík Skandinövum til flestra hluta, en kaþólskir Norður Írar styðja samt margir enn IRA, því það hafa aldrei verið trúarleg samtök heldur er slíkt tilbúningur fáfróðra.

. (IP-tala skráð) 17.6.2014 kl. 15:55

29 identicon

Síðan gleyma menn að mótmælendur á Norður Írlandi hafa líka reglulega verið með hryðjuverk, svo öll umræða um þau mál og samanburður við múslima sem margir viðhafa (þó þú hafir ekki verið að því) er algjörlega fáránlegur. Þú berð ekki saman epli og appelsínur. Þú gætir allt eins kallað uppgang nazismans í Þýskalandi "trúarstríð" og deilurnar á Norður Írlandi. Trú kemur málinu varla nokkurn hlut við, meðan hryðjuverk múslima eru af trúarlegum toga. Trú og kynþáttahatur er einfaldlega ekki það sama (Gyðingar teljast "ethnískur" hópur, ekki trúarhópur, og þú þarft ekki að vera trúaður til að teljast gyðingur).

. (IP-tala skráð) 17.6.2014 kl. 15:58

30 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@ .   Ég hef ekki minnst einu orði á ástandið á N-Írlandi, það hefur þú einn verið um.

Auðvitað er þessi misþyrming og ill meðferð á börnum, jafnvel eftir dauðann á Írlandi trúartendur, enda heimilin rekin af kaþólskum söfnuðum og jafnvel nunnureglum.  Einstæðum mæðrum var einfaldlega þröngvað þarna inn og illa farið með þær og börn þeirra, þar sem þær og þau voru útskúfuð úr Írsku samfélagi þar sem kaþólska kirkjan hafði ógnartök á og hegndi þeim fyrir "syndina".

Það kostar ekki mikið að grafa fólk, þannig að fátækt er engin afsökun.

Hvort að gyðingar eru trúarhópur eða ethnískur hópur hefur verið deilt um.  Það að þeir séu ethnískur hópur er skilgreining nazista (og ýmissa sporgöngumann þeirra) fyrst og fremst.  Enda eru einstaklingar sem eru gyðingatrúar af mörgum mismunandi upprunum.

G. Tómas Gunnarsson, 17.6.2014 kl. 16:38

31 identicon

Það er engin að afsaka Íra þarna, en fátæktin var raunverulega svona mikið. Mæðrum var drekkt hér á Íslandi í drekkingarhyl af Lúthersku kirkjunni fyrir að eiga börn í lausaleik. Við höfum ekkert með að hafa okkur yfir Íra í þessu samhengi, nema síður sé. Þingvellir eru táradalur og ekkert þjóðarstollt.

Nei, það hefur aldrei verið deilt um það hvort gyðingar séu etnískur hópur, nema einmitt af nazistum og slíkum sem töldu þá kynþátt og svo halda sumir fáfróðir þeir séu trúarhópur. Samkvæmt gyðingum sjálfum eru þeir fyrst og fremst etnískur hópur í sama skilningi og margir ættbálkar. Og þeir eiga rétt á að skilgreina sig sjálfir.. Þú getur gerst meðlimur flestra ættbálka gegnum vígsluathöfn, ættbálks gyðinga líka. Ættbálkur og kynþáttur er ekki það sama.

. (IP-tala skráð) 17.6.2014 kl. 17:33

32 identicon

Skv. skilgreningu Gyðingdóms sjálfs ertu gyðingur ef móðir þín (eða langalangalangalangalangalanga...út í hið óendanlega amma þín var gyðingur, og það hvort sem þú ert gulur, svartur, grænn eða albínói) Getir þú sannað slíkt á pappír, og það þó þú hafir verið meðlimur Al Quaeda eða sérst páfinn sjálfur, þá ertu velkominn að taka þátt í öllum trúarathöfnum Gyðingdóms og þú mátt flytja til Ísraels, þar sem þú telst þá Gyðingur. Sama gildir ef þú gerist gyðingur, eða getur sannað á pappír að langalanglangalangalangalanga...út í hið óendanlega amma þín í móðurlegg hafi gengist undir þá vígsluathöfn. Þessi skilgrening hefur ekkert breyst í mörg þúsund ár og mun ekkert breytast. Mjög frjálslyndir gyðingar hafa þó breytt henni á þann veg að taka karllegginn þarna með.

. (IP-tala skráð) 17.6.2014 kl. 17:37

33 identicon

Reyndar er til sértrúarsöfnuðurinn Karaítar, pínulítill minnihluti innan Gyðingdóms sem hefur verið aðskilinn frá venjulegum gyðingum í margar aldir sem hefur þetta akkurat öfugt. Ef þú getur sannað á pappír að langalangalangalangaafi þinn annað hvort hafi verið gyðingur eða gengið í gegnum vígsluathöfn, þá ert þú gyðingur í augum karaíta, en móðurleggurinn skiptir þá engu máli. Talið er að almennt sé dæmt eftir móðurætt, en ekki föðurætt, afþví þannig var hægt að forða fórnarlömbum nauðganna frá því að börnin teldust ekki gyðingar.

. (IP-tala skráð) 17.6.2014 kl. 17:43

34 identicon

Svona til gamans þá er meirihluti Ísraela reyndar trúlaus (en lítur á sig sem gyðinga) og það var meirihluti þýskra gyðinga líka (en þeir litu á sig sem gyðinga), svo það segir sitt um hvað þetta er mikið rugl að þetta sé "trúarhópur". Þetta er menning sem inniheldur að vísu trú, en trúarþátturinn er hluti af menningunni sem flestir gyðingar kæra sig jafn kollótta um og þú kærir þig um sviðasultu og hárkarlakjöt.

. (IP-tala skráð) 17.6.2014 kl. 17:51

35 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég hef aldrei haldið því fram að Íslendingar ættu að setja sig á háan hest gagnvart Írum.  En trúarbragðasagan geymir margan ljótan atburðin, þannig að engin ætti að setja sig á háan hest gagnvart öðrum vegna mismunandi trúar. Það er einmitt stór hluti af upphaflega pistlinum.

Að tilheyra einhverjum hóp "ethnískt" er teygjanlegt hugtak.  Líklega eru Bandaríkjamenn (og margar aðrar þjóðir) gott dæmi um það.

Khazarar eru t.d. dæmi um þjóðflokk þar sem margir snerust til gyðingatrúar, hvort þeir gengu úr ættbálki khazara yfir í ættbálk gyðinga, er líklega eitthvað sem margir myndu deila um.  

Hver er so munurinn á mörgum "arabanum" og "gyðingnum"?, eða "Serbanum" og "Bosníumanninum"?

G. Tómas Gunnarsson, 17.6.2014 kl. 18:07

36 identicon

Nei, ethnic er ekki teygjanlegt hugtak. Það er skortur á almennri þýðingu á hugtakinu á íslensku, sem og léleg enskukunnátta Íslendinga sem veldur því að sumum skortir skilning á almennri merkingu þessa orðs. Khazarar eru horfnir af sjónarhóli sögunnar og ekki lengur til sem menningarhópur. Þeirra áhrif eru mjög smá á gyðinga í heild og genetískt eru þeir varla finnanlegir lengur í DNA þeirra, þó öðru hafi verið haldið fram af rasistum sem, fyrir misskilning, héldu að það gerði Evrópska gyðinga eitthvað minni gyðinga ef þeir væru Khazarar (sem reyndar þeir eru alls ekki og hefur verið afsannað...aftur á móti er ríkt DNA frá Suður Evrópu í gyðingum frá því blöndun um daga Rómarveldis.

Arabísk menning er að mestu svæðisbundin. Menning gyðinga er alþjóðleg. Öldum saman hafa flestir gyðingar talað að minnsta kosti þrjú tungumál fullkomlega og flestir flust milli landa með örfárra kynslóða millibili, svipað og sígunar, af svipuðum ástæðum. Menning gyðinga er að mörgu leyti illflokkanleg og ekki auðvelt að finna nokkurn sambærilegan hóp, helst væru það þá sígunar. Arabar, nei...Gyðingar og arabar eiga lítið sameiginlegt. Meira að segja gyðingar frá Miðausturlöndum hafa mikið til haldið sig sér vegna reglubundinnar mismununar og ofsókna öldum saman.

Arabar eru reyndar umdeilt hugtak. Arabar tala að vísu sömu tungu en Egyptar eru lítið skyldir Sýrlendingum og Líbanir hafa hugsunarhátt líkari Spánverjum heldur en Saudi Aröbum. Margir af arabískum minnihlutahópum vilja leggja hugtakið "arabi" niður, afþví þeim finnst það villandi og ekki viðurkenna nægilega sérstöðu arabískra þjóða og þjóðarbrota með sérstaka menningu eins og til að mynda Koptar og aðrir sem hafa verið mun lengur í þessum löndum og eiga þar dýpri mennignarlegar rætur en arabíski meirihlutinn.

Serbar og Bosníumenn eru skylt fólk en engan veginn það sama, með ólík viðhorf, trú, siði og menningu. Sem er það sem hugtakið "ethnic" nær aðallega utan um.

. (IP-tala skráð) 17.6.2014 kl. 19:04

37 identicon

Ég myndi fara varlega í Khazar umræðuna, því henni er aðallega haldið á lofti af nýnazistum. Erfða- og sagnfræðingar hafa löngu afsannað þessa mýtu. Hreinræktaður "Khazar" gyðingur er ekki til í dag og áhrif þessa ættbálks eru vart mælanleg yfirhöfuð og ekki þekkjanleg í sundur frá agnarlitlum áhrifum Slava (sem vart mælast heldur, "erlent" DNA gyðinga kemur mest frá Suður-Evrópu og Afríku). Menningarlega séð eru áhrifin engin.

. (IP-tala skráð) 17.6.2014 kl. 19:11

38 identicon

Sæll.

Þessar hugmyndir þínar eru ágætar en vanþekking þín skín alls staðar í gegn.

Samtök múslima þurfa að hafna skýrt og skilmerkilega sharíalögum sem og taka greinilega fram að þau vilji ekki afnema stjórnarskrá Íslands. Þau þurfa að hafna fjölkvæni, barnabrúðkaupum og hvers kyns mismunun. Slíkt verður hins vegar sjálfsagt erfiðara fyrir þá en halda mætti og eru fyrir því ýmsar ástæður.

Hver er afstaða múslima hérlendis gagnvart fjöldamorðum ISIS í Írak? Ég hygg að sumir geti ekki í hreinskilni fordæmt þau.

Leiðtogi ISIS er með doktorspróf í íslömskum fræðum eftir því sem mér skilst og því eru gjörðir þess hóps vafalítið í samræmi við góða íslamska siði. Leiðtogi Boko Haram er líka mikið lærður í íslömskum fræðum.

Alveg sammála HEG varðandi fjölmiðlamenn hérlendis, þeir eru sorglega lélegir og ætla sér greinilega ekki að taka til sín sneið þá er skýrsla rannsóknarnefndar alþingis sendi þeim á sínum tíma :-(

Málið er bara það að það er ekkert "óþekkt" við íslam. Múhameð giftist 6 ára barni og samrekkjaði því 9 ára. Í kóraninum er gert ráð fyrir því að hægt sé að skilja við stúlku sem ekki er farinn að hafa á klæðum (65:4). Hvað finnst Sf um það?

Kóraninn skipar múslimum að drepa þá sem ekki aðhyllast íslam (8:39 og víðar).

Íslam gerir ekki ráð fyrir jafnrétti kynjanna (4:3 og 2:282 og víðar). Bara karlar geta farið fram á skilnað (2:229) og ef kona vill skilnað þarf hún samþykki manns síns. Hver er skoðun femínista á stöðu kvenna í íslam? Hvað finnst Krístínu Soffíu Jónsdóttur frambjóðenda Sf um þetta? Mega múslimar hérlendis "fokka" sér?

Samtök samkynhneigðra í Íran áætla að um 4000 manns hafi verið líflátin fyrir samkynhneigð í Íran frá byltingunni þar. Árið 2009 var samkynhneigð og samkynhneigð hegðun bönnuð í um 36 íslömskum ríkjum og við broti á þessu banni lá allt frá sekt upp í dauðadóm (10 þessara ríkja). Hvað finnst Krístínu Soffíu Jónsdóttur um þetta?

Hvers vegna ætti íslam á Íslandi að vera öðru vísi en íslam erlendis?

Múslimar eru sjálfsagt bestu skinn upp til hópa en hugmyndafræðin íslam felur í sér ofbeldi og mismunun. Fer slíkt saman við vestrænt gildismat?

Helgi (IP-tala skráð) 18.6.2014 kl. 08:44

39 identicon

Muhammad var viðskiptajöfur, herforyngi, stjórnmálamaður, lagasmiður og dómari, ekki bara andlegur leiðtogi. Múslimar telja Muhammad fullkominn mann, fyrirmynd allra annarra manna í einu og öllu. Trúarrit Islam taka meira að segja fram að Muhammad hafi verið myndarlegastur allra manna og segja mönnum að fara að fordæmi hans í einu og öllu, meira að segja í kynlífi, með nákvæmum lýsingum á rekkjubrögðum Muhammads. Muhammad eltir sína menn út um allt, meira að segja á klósettferðum þeirra, sem hann var líka með nákvæm fyrirmæli um. Samkvæmt Islam gerði Muhammad engin mistök og það er syndsamlegt að gagnrýna hann. Mannkynið getur ekki gert betur en fylgja fordæmi hans, það getur aldrei þróast frammúr honum.

Islam getur ekki jafn auðveldlega gert það sama og Kristni, Búddhismi, Gyðingdómur og flest trúarbrögð, að breytast í takt við tímann, afþví það myndi mógða Muhammad sem hina fullkomnu fyrirmynd.

Muhammad á að hafa sett besta hugsanlega fordæmi í öllum málum. Hann er maður sem ekki má gagnrýna, véfengja eða setja út á. Að teikna skopmynd af Muhammad getur kostað mann lífið. Óttinn við að gagnrýna hinn fullkomna mann er svo mikill og sterkur og það þykir svo mikill glæpur að við því eru svipuð viðurlög og guðlasti, að fáir þora því. Á sama tíma móðga kristnir menn eigin trú öllum stundum í bíómyndum og grínþáttum, gyðingar framleiða brandara um sjálfa sig og trú sína á færibandi og sjálfur Dali Lama hefur gert grín að búddhistum.

Það er ekki Allah sem heldur aftur af Islam og múslimum, heldur persónudýrkun.

Pétur (IP-tala skráð) 18.6.2014 kl. 14:20

40 identicon

Salmann svarar spurningum þínum (og virðist draga til baka að draga til baka að vilja höggva af fólki hendur. Segir það ætti að gera ef ríkið væri orðið Islamskara):

http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=SRC76DD228A-0605-4B46-8D47-4404E221A45B

R (IP-tala skráð) 19.6.2014 kl. 03:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband