Hafa Danir ákveðið að hætta að refsa Færeyingum?

Nú virðist sem betur fer stefna í það að Evrópusambandið og þar með taldir Danir ætli að hætta refsiaðgerðum gegn Færeyingum.

Það er vel.

En það leiðir líka hugann að því að oft er rætt um hvort að þjóðirnar innan "Sambandsins" hafi haldið sjálfstæði sínu eður ei?

Ákváðu Danir að beita refsiaðgerðum gegn Færeyingum?  Ákváðu Danir hvort að þeir hættu refsiaðgerðum gegn Færeyingum?

Er líklegt að Danir hefðu gripið til þessara refsiaðgerða gegn Færeyingum að eigin frumkvæði?

Er hægt að líta svo á að Danir séu að fullu sjálfstæð þjóð?

Styrkja þessar refsiaðgerðir, eða stöðvun þeirra, sem eru ákveðnar með því að Danir hafa ákveðið "að deila" fullveldi sínu með "Sambandsríkjunum" fullveldi Dana?

Höfðu Danir raunverulega eitthvað um málið að segja?

Er þeirra eina huggun ef til vill að þeir höfðu þó "sæti við borðið", þegar refsiaðgerðir gegn Færeyingum voru samþykktar?

 


mbl.is Hætt verði að refsa Færeyingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband