7.6.2014 | 06:50
Dvalarstaður Gorbachevs í Reykjavík, rifinn í Kína
Þeir eru líklega býsna margir sem muna eftir leiðtogafundi Reagans og Gorbachevs í Reykjavík 1986. Nýlega las ég að til stæði að gera kvikmynd um atburðinn.
En nú nýverið var dvalarstaður Gorbachevs á meðan á Reykavíkurdvölinni stóð, rifinn í Kína, ef marka má frétt Eistneska ríkisútvarpsins.
Skipið Georg Ots, nefnt eftir frægum Eistneskum söngvara á býsna merka sögu, og á sinn stað í minningum margra Eistlendinga, bæði á meðan Sovéska hernáminu stóð og fyrstu árum endurheimts sjálfstæðis.
En líklega hefur saga skipsins risið hvað hæst, þegar því var siglt til Íslands og hýsti leiðtoga Sovétríkjanna á meðan á fundum hans með Reagan stóð, árið 1986.
Meginflokkur: Saga | Aukaflokkur: Sveitarstjórnarkosningar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.