4.6.2014 | 05:08
Undarleg ímyndaruppbygging
Ég get ekki að því gert að mér þykir það skrýtin ímyndaruppbygging að bjóða forsætis- og fjármálaráðherra að opna laxveiðiá.
Bæði af hálfu veiðiréttarhafa og ríkisstjórnarinnar.
Nema þá auðvitað að vonast sé eftir því að salan aukist vegna þess að sjálfsagt sé að bjóða opinberum aðilum í laxveiði.
En ég vonast auðvitað til í framhaldinu að ráðherrarnir sjái hve órökrétt það er að veiðileyfi séu undandþegin virðisaukaskatti og í framhaldi verði sú undanþága afnumin, skattkerfið einfaldað og veiði sitji við sama borð og önnur ferðaþjónusta.
Þá væri veiðiferðin sannarlega ekki til einskis.
P.S. Er það ekki merkilegt að með frétt um að ráðherrum sé boðið í laxveiði, er birt mynd þar sem lítur út fyrir að þeir séu báðir að ná í veskið sitt?
Ráðherra að bæta ímynd laxveiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.