29.5.2014 | 05:20
Úrelt kerfi
Það hlýtur að teljast gott fyrir þá sem eru að nema iðngrein að starfa við hlið reyndra einstaklinga í faginu og læra af þem.
En það getur ekki verið rétt að þeir sem starfa í viðkomandi fagi geti stjórnað því hverjir ná að klára nám og hafa þannig kverkatak á hvernig eða hvort fjölgar í stéttinni.
Lausnin hlýtur að vera að bjóða upp á mismunandi námsferla, þar sem hægt er að ljúka námi með aðstoð meistara eða eingöngu skólavist.
Eða þá hitt að leggja "meistarakerfið" alfarið af.
Margir gefast upp á hárgreiðslunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Ef þú lest fréttina kemur skýrt fram hvar vandinn liggur: Kostnaður! Vandinn er auðvitað ekki einskorðaður við hárgreiðslustofur.
Hér er hið opinbera að koma í veg fyrir að störf verði til með alls kyns álögum á fyrirtæki. Afar mikilvægt er fyrir nýliða í hvaða grein sem er að geta lært af sér reyndari aðilum. Það er því lítið að kerfinu.
Atvinnuleysi hér myndi hverfa eins og dögg fyrir sólu ef öll opinber gjöld yrðu lækkuð verulega. Samhliða því þarf að segja upp opinberum starfsmönnum. Hægt væri að byrja á aðstoðarmönnum þingmanna og ráðherra. Sóunin í opinbera geiranum er afar ógeðfelld og kemur niður á venjulegu fólki eins og þessari ágætu stúlku sem ekki fær samning :-(
Helgi (IP-tala skráð) 29.5.2014 kl. 05:45
Það er alveg rétt að það þarf að draga úr álögum, ekki eingöngu þarna heldur víðast hvar.
Það er líka rétt að það komi fram að ég er ekki andsnúin því að meistarar taki nema. En þarf að að endurskoða kerfið, það þarf að vera möguleiki á því að nemendur ljúki námi án atbeina meistara og líka auka tengingu á milli meistara og skólakerfisins.
Ef nemendur flosna upp úr námi, eða fara í annað nám, vegna þess að engin möguleiki er að komast á samning, er bæði tíma þeirra og skólakerfins sóað.
G. Tómas Gunnarsson, 29.5.2014 kl. 12:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.