21.5.2014 | 15:20
Staðbundið innanmein?
Það er ljóst að staða Sjálfstæðiflokksins í Reykjavík er ekki góð. Ef til vill segir það ýmislegt um ástandið að samþykkt skuli sértök ályktun til stuðnings oddvita lista flokksins fáum dögum fyrir kosningar.
En ég ætla ekki að halda því fram að ég viti hver vandamál Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eru.
En ég held að það sé nokkuð ljóst að þau eru ekki óuppgerð fortíð flokksins, afstaða flokksins til "Sambandsins", eða að kjósendur ætil að refsa flokknum fyrir "landsmálin".
Það að staða flokksins er með ágætum víða um landið og ekki hvað síst í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur, hlýtur að afsanna það, nema því sé haldið fram að samsetning kjósenda í Reykjavík sé með allt öðrum hætti en annarsstaðar.
Mun nær hlýtur að vera að leita skýringa í frambjóðendahópi Sjálfstæðisflokksins, og ef til vill ekki síður í starfsemi borgarstórnarhóps hans undanfarin kjörtímabil.
Þessu virðist hins vegar vera öfugt farið hjá Samfylkingunni, hún virðist ætla að fá góða kosningu í Reykjavík, en á í verulegum vandræðum víða um land.
Segir Halldór njóta stuðnings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Sveitarstjórnarkosningar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.