Traustur meirihluti gegn "Sambandsaðild", en...

Það er gott að sjá að traustur meirihluti þeirra sem taka afstöðu er á móti "Sambandsaðild", en það er ekki hægt að líta fram hjá því að þeim sem vilja inn í "Sambandið" fjölgar.

Ef til vill endurspeglar það að einhverju marki hve fyrirferðarmikill málflutningur "Sambandssinna" hefur verið í fjölmiðlum upp á síðkastið, ekki síst í kringum þingsályktunartillögu um að draga umsóknina um "Sambandsaðild" til baka og svo aftur sjálfstæða "Sambandsmenn".

En sú staðreynd að þingsályktunartillagan um að draga aðildarumsóknina til baka verður ekki afgreidd á þessu þingi, ætti að vera þeim sem eru andsnúnir "Sambandsaðild" þörf áminning.  Baráttan er alls ekki unnin og verður það líklega aldrei. Jafnvel þó að aðild yrði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu, mun ekki langur tími liðinn þangað til farið verður að þrýsta á aðra.

Það er því nauðsynlegt fyrir andstæðinga "Sambandsaðildar" að halda vöku sinni, berjast áfram bæði innan og utan stjórnmálasamtaka og flokka.

 

 


mbl.is 37,3% vilja ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband