Euroið er bæði of sterkt og veikt

Það má heyra um það talað víða um Evrópu að euroið sé of sterkt.  Það má til sanns vegar færa.  En það má líka halda því fram að það sé of veikt.

Forsætisráðherra Frakklands er ekki fyrsti stjórnmálamaðurinn á Eurosvæðinu sem lýsir því yfir að gjalmiðillinn sé of sterkur.

Og það er hann fyrir mörg ríki svæðisins, s.s. Grikkland, Portúgal, Spán, Ítalíu og jafnvel Frakkland.

En það má líka halda því fram að euroið sé of veikt, þ.e.a.s. þegar litið er til lands eins og Þýskalands.

Það er einmitt þar sem hnífurinn stendur í kúnni, eða euroið í sparigrísnum.

Það er ólíklegt að ríki utan Eurosvæðisins hefðu nokkuð á móti því að gjaldmiðill ríka á borð við Grikklands, Ítalíu, Spánar og Portúgals veiktist all nokkuð, eða gripið yrði til aðgerða til að veikja hann vísvitandi.

En það er ólíklegt að önnur ríki sættu sig við það að gjaldmiðill Þýskalands yrði með markvissum hætti gerður veikari.  Þau myndu ekki sætta sig við frekari styrkingu á samkeppnisstöðu Þjóðverja.

Slíkar aðgerðir væru líklegar til að leiða til "gjaldmiðlastríðs".  Þýskaland og viðskiptaafgangur þess er nú þegar af mörgum talið ógn við jafnvægi í alheimsviðskiptum.

 

 

 


mbl.is Segir evruna of sterka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband