Góð og athygliverð tillaga

Það er sjálfsagt að lífeyrissjóðir og aðrir fjárfestar setji sér reglur um hvernig fyrirtækjum þeir vilji fjárfesta í og hvernig að þeim sé stjórnað.

Þegar um lífeyrissjóði er að ræða að mikilvægt að þær reglur séu settar í samráði við þá sem greiða í viðkomandi lífeyrissjóð.

Það er gott og þarft að aukin umræða sé um hluti eins og launastefnu viðkomandi fyrirtækja á meðal fjárfesta. Það eru eigendur fyrirtækjanna sem eiga að marka stefnuna.

Það er hins vegar alveg óþarft, og í raun óeðlilegt að mínu mati, að hið opinbera láti slík mál til sína taka.   

Það fer best á því að eigendurnir marki stefnuna.

Rétt eins og lífeyrisjóðum, fjárfestum og eigendum fyrirtækja ætti að vera það í sjálfsvald sett hvort þeir vilja setja sér reglur um kynjahlutfall í stjórnum, eða stjórnendahópum fyrirtækja sem þeir eiga í.

Það er hins vegar fyllilega óeðlilegt að hið opinbera sé að skipta sér af og setja lög um slíka hluti.

Valdið á að liggja hjá eigendum fyrirtækjanna.  Annað er óeðlileg afskipti af eigum annarra og hindrun í vegi þess lýðræðis sem eigendur fyrirtækja ættu að njóta. 

 


mbl.is Hámark 3 milljónir fyrir forstjóra Haga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

É get enganvein skilið að eini lífeyrissjóðurinn sem í raun er fært að fara þetta (þar sem að SA er ekki í hreinum meirihluta óháð fjölda kjörmanna á aðalfundi), nefnilega lífeyrissjóður verslunarmanna hefur ekki tekið þetta upp fyrir lengstu þar sem hann sem og aðrir stærri lífeyrissjóðir eru sífellt stækkandi afl enda nú þegar með um 40% allra bréfa á opnum markaði í eigu sjóðanna.

M.v. þróun er talið að það hlutfall verði komið í 65% innan tveggja ára og verði af hækkun hámarks eignahluta úr 15 í 25% að þá verði staðan orðin 65-70% strax næsta sumar.

Nei, lífeyrissjóðirnir sem og SA-ASÍ eru steingeld og minna einna helst á Hallgrím í Tyrkja-Guddu Sverris Stomskers:

"En Hallgrímur hló bara og orti,

hafð'ekki vit á því sporti.

Heyrð'ekki gólin

með hangandi tólin.

Hitt og þetta hann skorti."

Óskar Guðmundsson, 1.5.2014 kl. 02:06

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég læt mér það í sjálfu sér léttu rúmi liggja hvað forstjóri Haga hefur í laun, það er ekkert sem ég er andvaka yfir.

En hitt finnst mér máli skipta að eigendur hlutafélaga læti sig stefnu fyrirtækjanna varða, þar á meðal launastefnu og jafnréttisstefnu.

Það er þar sem ákvarðanir eiga að vera teknar, lýðræði á að vera virkt í eigendahópum og þar eiga menn að láta taka til sín, hvort sem um er t.d. að ræða launamál, eða hvort að vilji er til að jafna hlutföll kynja.

Það er ekkert sem ríkisvaldið á að vera að hlutast til um.

G. Tómas Gunnarsson, 1.5.2014 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband